This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Daginn félagar
Ég er búinn að lenda í því að skiptingin mín er búinn að fara einu sinn og bila svo aftur 12 mánuðum seinna. Þetta er mög pirrandi og langar mig að koma á framæri nokkrum punktum sem ég hef lært á harða mátann.
!
Ég er með Explorer 91 með 4.0L á 35 og 4,56:1 hlutfall, ég skoðaði þetta allt í reiknivélinni á http://www.breytir.is/reiknivelar.htm og komst að því að miða við orginal uppsetningu á bílnum ætti 36 að passa miða við 4,56:1 hlutfall. Þannig að 35 er frekar undir. Ég var nokkuð sáttur við þetta.
!
Í sumar var ég að vinna í bílnum og þar sem skiptingin var búinn að brenna einu sinni
!
(hvað varstu að gera á bílnum drengur ég er að sjá skiptingar svona farnar eftir heila helgi
á 44 bíl í 2 pundum með annan bíl í eftirdragi)
hvað gat sagt konan er mest á bílnum.
!
Eftir þetta bruna ævintýri fór ég í Benna og fékk mér B&M Trans temp mæli og setti við draslið og ætlaði svo sannarlega ekki að lenda í þessu aftur og í leiðinni bætti ég AC kælinum inn á lögnina og var nú svo viss að þetta væri orðið 110% gott.
!
En viti menn svo var ekki, ári seinna er ég að taka kassann úr aftur, sem betur fer er nóg að skipta um diska og bönd og fleira (plánetu gírarnir ekki farnir eins og seinast)
!
Ég var að ræða þetta vandamál mitt við Óla á Ljónstöðum. Hann tjáði mér að það er ekki gott að nota AC kælana þeir kannski kæla vel en flæðið er ekki nóg í gegnum þá. HA
( jú þeir eru upphaflega búnir til sem AC kælar og það vita allir jeppa menn að það er talsverður þrístingur á AC kerfinu)
!
Einnig tjáði Óli mér að eftir sumar bilanir væri kælirinn í vatnskassa tekin úr sambandi
!
(ég tek það fram að ég er eingöngu að miðla minni vitnesku og bendi mönnum að sjálfsögðu að leita til sérfæðinga á þessu svið ef menn hyggja á svona breytingar).
!
Þannig að þegar öll kurl eru komin til grafar er þetta ekki bara spurning um stærð heldur getu.
!
Þá ætti næsta spurning að vera (hvað þarf ég stóran kæli) jú ég fór að skoða á veraldarvefnum og fann loks svona þumal töflu á þessari síðu (sjá neðar)
!
Á vafri mínu um vefinn fann ég mikið að kælum fyrir skiptingar td á (sjá neðar)
!
En allar þessar síður tala um GVW ég var ekki að fatta þetta GVW.
En eins gaman og kananum finnst að skammstafa þíddi þetta
GVW = Gross vehicle weight.
!
Hérna eru uppl af þessari síðu ég leifði mér að íslenska þessa tölur dulítið og bætti kg við
En fyrir okkur sem ekki vitum hvað 1 lbs er þá er það 0,4536 (ég þurfti að fletta þessu upp). Þannig að þetta er ein hvað á þessa vegu.
!
2500 kg / 0,45 = 5555 lbs
5555 lbs * 0,45 = 2500 kg
!
!
!
Small compact cars, No towing
Coolers with GVW ratings of 10,000 to 16,000 lbs.
!
!
Mid-size cars, Light towing
Coolers with GVW ratings of 14,000 to 18,000 lbs.
!
!
Mid-size trucks & full size cars
Towing up to 5,000 lbs. – 2250 kg
Coolers with GVW ratings of 18,000 to 24,000 lbs.
!
!
Pickup Trucks, SUV’s
Towing up to 7,500 lbs. – 3375 kg
Coolers with GVW ratings of 22,000 to 26,000 lbs.
!
!
HD Trucks, Motor homes
Towing up to 10,000 lbs. – 4500 kg
Coolers with GVW ratings of 22,000 to 30,000 lbs.
!
!
Super Duty trucks
Large Motor homes
Coolers with GVW ratings of 28,000 lbs. and UP
You must be logged in to reply to this topic.