This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Mig langaði að vita hvort einhver kann einhverjar skýringar á vandamáli sem hefur verið að plaga Patrolinn undanfarið.
Hann má varla sjá brekku þá byrjar hitamælirinn að stíga.Ég hef ekki leyft honum að fara upp að rauða strikinu en hitamælirinn sveiflast upp og niður t.d. ef ég ek upp Kambana fer hann upp 2/3 en dettur niður í 1/4 þegar ég fer niður Skíðaskálabrekkuna.Ég hef prófað ýmislegt eins og skifta um vatnslás,lokið á vatnskassanum, kúplinguna á viftuspaðanum ,sett í hann þriggja elementa vatnskassa og lagað tektina aftan á vatnskassanum sem einhver sérfræðingur klippti hressilega úr þegar bíllinn var hækkaður á boddíi.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort vanstilling eða bilun í olíuverkinu geti valdið þessu.
Annað sem mér finnst athyglisvert er að þó að hitamælirinn sýni að vélin sé heit þá er olíukælirinn kaldur viðkomu.Vonandi getur einhver galdrakall skírt þetta út fyrir mér.
You must be logged in to reply to this topic.