FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hitavandamál í Patrol

by Kristjón Jónsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hitavandamál í Patrol

This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 21 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 28.07.2002 at 19:22 #191627
    Profile photo of Kristjón Jónsson
    Kristjón Jónsson
    Participant

    Mig langaði að vita hvort einhver kann einhverjar skýringar á vandamáli sem hefur verið að plaga Patrolinn undanfarið.
    Hann má varla sjá brekku þá byrjar hitamælirinn að stíga.Ég hef ekki leyft honum að fara upp að rauða strikinu en hitamælirinn sveiflast upp og niður t.d. ef ég ek upp Kambana fer hann upp 2/3 en dettur niður í 1/4 þegar ég fer niður Skíðaskálabrekkuna.Ég hef prófað ýmislegt eins og skifta um vatnslás,lokið á vatnskassanum, kúplinguna á viftuspaðanum ,sett í hann þriggja elementa vatnskassa og lagað tektina aftan á vatnskassanum sem einhver sérfræðingur klippti hressilega úr þegar bíllinn var hækkaður á boddíi.
    Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort vanstilling eða bilun í olíuverkinu geti valdið þessu.
    Annað sem mér finnst athyglisvert er að þó að hitamælirinn sýni að vélin sé heit þá er olíukælirinn kaldur viðkomu.

    Vonandi getur einhver galdrakall skírt þetta út fyrir mér.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 34 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 28.07.2002 at 21:17 #462586
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Ég mundi byrja á að fullvissa mig um að blessaður mælirinn sé réttur.





    28.07.2002 at 22:07 #462588
    Profile photo of Kristjón Jónsson
    Kristjón Jónsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 193

    Líklega er hann í lagi fyrst hann sýnir eðlilegan hita við snattið hérna í bænum en rýkur upp í brekkum





    28.07.2002 at 22:39 #462590
    Profile photo of Þorvaldur Sveinsson
    Þorvaldur Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 29

    þú ættir að skoða heddpakkninguna vel hvort hann sé að blása útí vatnið





    28.07.2002 at 22:42 #462592
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Góðan daginn,
    kunningi minn lenti í svipuðu máli hann var að hita sig svona hjá honum reyndar sauð á Patrolnum hjá honum einu sinni. En það var heddið sm var farið hjá honum.
    Kveðja Hjörtur og JAKINN.





    29.07.2002 at 19:58 #462594
    Profile photo of Kristjón Jónsson
    Kristjón Jónsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 193

    Doddi þú talar um að athuga hvort hann sé að blása út í vatnið,mundi maður sjá loftbólur eða eitthvern lit á kælivatninu.Ég ekki séð neitt slíkt og hann hefur ekki verið að ryðja vatninu af sér.Hitinn er það eina sem er athugavert við vélina,eðlileg vinnsla,eðlilegur reykur o.s.f.v.
    Kveðja Stjóni





    29.07.2002 at 21:11 #462596
    Profile photo of Arnþór Þórðarson
    Arnþór Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 83

    Ég heyrði á tal tveggja góðra f4x4-manna í Fálkanum í dag: Orsök vandans sem hér er rætt um er að með aldrinum tapar Patrol-vatnskassinn hæfileikanum til að kæla vatnið sem um hann streymir. Fíngerðar kælirillurnar, sem eiga lykilþátt í að flytja varmann úr vatninu yfir í loftið sem gegnum kassann streymir, einfaldlega étast upp og hverfa af kassanum. Einhvers konar tæring að utanverðu. Að framan getur kassinn virst í lagi en þegar skoðaður er bakhlutinn kemur hið sanna í ljós. Afar áhugavert sem hugsanleg orsök hitavandamáls og síðan bilaðrar heddpakkningar.
    Arnþór





    29.07.2002 at 21:37 #462598
    Profile photo of Guðmundur Óli Gunnarsson
    Guðmundur Óli Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 143

    Stjóni, það er trúlegast farið hjá þér heddið. Þetta lýsti sér nákvæmlega svona þegar það fór hjá mér. Talaðu annars við Ginga í Kistufelli og hann finnur út úr þessu fyrir þig.

    Gangi þér vel, Góli





    29.07.2002 at 21:48 #462600
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Sæll Stjóni

    Þetta með hita í Datsun er að ganga núna og er ég í svipuðum málum núna með þann hvíta.

    Miðað við það sem ég veit um bílinn og ef þú ert búinn að setja þriggja laga kassa þá ætti elemntið ekki að vera stiflað en reyndar var skipt um element í gamla kassanum árið 2000 og heddið tekið planað og þrýstiprufað hjá Kistufelli á sama ári og var í góðu lagi. Mig grunar hinsvegar viftuna þótt hún sé ný og ef þú átt gömlu kuplinguna myndi ég prufa að festa hana og setja aftur í og gá hvað gerist í næstu brekku. Ef heddið eða pakkning er að gefa sig á hann ekki að hita miðstöð í hægagangi og koma hvítur reykur úr fretrörinu þegar gefið er í.

    Í versta falli mætti prufa að gefa honum Parkodín en það á að slá á hita hjá hinum sjúku…

    Kveðja Hlynur R2208





    29.07.2002 at 23:19 #462602
    Profile photo of Kristjón Jónsson
    Kristjón Jónsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 193

    Ég er eiginlega búinn að panta tima hjá Vélalandi,mælið þið frekar með Kistufelli.Sá sem ég talaði við í Vélalandi hljómaði eins og hann vissi um hvað hann væri að tala.
    Kveðja Stjóni





    30.07.2002 at 00:30 #462604
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Sæll Stjóni,
    ég myndi slíta af honum heddið og fara með það á annan hvorn staðinn trúlega þó frekar Vélaland. Mér hefur virtst þetta getað bilað á hina ýmsu vegu, þá meina ég heddið, það þarf ekkert endilega að blása út í vatnið.
    Kveðja Hjörtur og JAKINN.





    30.07.2002 at 09:36 #462606
    Profile photo of Guðmundur Óli Gunnarsson
    Guðmundur Óli Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 143

    Ég þekki ekki til í Vélalandi en veit að þú færð toppþjónustu og vinnubrögð hjá Kistufelli.

    Kv. Góli





    11.08.2002 at 13:48 #462608
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þú þarft bara stærri kassa með fleiri röðum. Það eru alltaf einhver hitavandamál með þessa Patrola. Félagi minn fór upp í Gretti Vatnskassa og það er í góðum málum hjá honum núna. Fín vinnubrögð og reynsla. Þessi kassi í bílnum er bara alltof lítill.





    12.08.2002 at 14:54 #462610
    Profile photo of Einar Bárðarson
    Einar Bárðarson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 88

    Það er nokkuð til í þessu sem Hlynur er að tala um, Félagi minn lenti í vandræðum með hita/kulda á 4,2 lítra patrol því orginal kúplingin festist á þannig að spaðinn var alltaf að snúast af fullum krafti og setti hann viftukúplingu úr bílanaust í hann og það var nokkuð ljóst að sú kúpling var alls ekki að gera sömu hlutina og orginal kúplingin gerði þannig að mótorinn fór að hitna óþægilega mikið í brekkunum og svo var spaðinn hálf máttlaus og virtist siliconkúplingin bara ekki halda nógu vel við. Þannig að ef þú átt orginal kúlingun þá myndi ég prufa að setja hana í bílinn aftur og gá hvað gerist, það getur velverið að hún sé í lagi.





    13.08.2002 at 00:24 #462612
    Profile photo of Kristjón Jónsson
    Kristjón Jónsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 193

    takk fyrir ábendingarnar,ég þykist viss að kúplingin er í lagi,nýja kúplinginn sem ég setti í er úr umboðinu og ætti því að vera að gera rétta hluti,prófaði líka um daginn að taka gömlu kúplinguna og festa hana það breyttist ekkert nema hljóðið í bílnum.
    Ég fór með bílinn upp í Vélaland um daginn og fullyrtu þeir að ekkert væri að heddinu.
    Ég held að næst sé að athuga betur það sem Óli benti á hvort að mælirinn sé réttur og hvort það sé örugglega eitthvað vandamál.Annars er ég mikið að hugsa um hvort málið sé eitthvað tengt olíuverkinu,hvað gera bílar sem fá of mikla olíu eða getur verið of mikill þrýstingur frá túrbínunni.Annars rakst ég á eitt um daginn,í olíukælinum er hitastýring þannig að ef olían er köld fer hún ekki í gegnum kælielimentin heldur beint út af kælinum aftur.Engu líkara var að einhver hefði fiktað eitthvað í þessu svo að kælirinn var ekkert að virka.
    kveðja Stjóni





    13.08.2002 at 09:37 #462614
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll,
    etv. ættir þú að láta mæla streymið í gegnum vatnskassann, ræddu þá við Eirík í Stjörnublikki í Kópavogi.
    Ingi.





    13.08.2002 at 23:53 #462616
    Profile photo of Þorvaldur Sveinsson
    Þorvaldur Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 29

    þú ættir að taka þennan hita ventil úr olíkælinum hann er bak við efri nipilin á kælinum





    14.08.2002 at 14:35 #462618
    Profile photo of Atli Mar Gunnarsson
    Atli Mar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 14

    Er að lenda í sömu vandræðum með hita í Patrol og prófaði að skrúfa olíuverkið örlítið niður og það eina sem breyttist er að hann er aðeins lengur að hita sig, en á endanum ef maður finnur nægilega langa brekku, sem nóg er af, þá hitnar hann jafnt og áður.





    14.08.2002 at 21:08 #462620
    Profile photo of Kristjón Jónsson
    Kristjón Jónsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 193

    Ef ventillinn er tekin úr er framhjáhlaupið framhjá kælielimentunum alltaf opið og því má ekki taka hann úr.
    Ég fiktaði aðeins við hann og nú hitnar kælirinn sem þýðir að nú fer olían í gegnum kælinn.

    Vatnskassinn er nýr þriggjaraða frá Stjörnublikki.

    Ég hef ekki haft tíma til að gera neitt í þessu síðan ég skrifaði síðasta póst en ég held ég kíki í Kistufell og tékki á því hvort þeir komi auga á eitthvað sem öðrum hefur yfirsést.
    Kveðja Stjóni





    15.08.2002 at 20:56 #462622
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Fara í Grettir Vatnskassar. Vagnhöfða 6 held ég, þeir setja 3 eða 4 raða. Fleiri pípur hjá þeim en hjá Stjörnublikk. Félaga mínum var sagt það og hann fékk að telja sjálfur. Tékkið á þessu. Vagnhöfði.





    15.08.2002 at 21:06 #462624
    Profile photo of Arnór Árnason
    Arnór Árnason
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 430

    Lenti í svipuðu í vandamáli í Toyota DC – skipti öllum fjandanum út þar til einhver rak augun í að membran í túrbínunni, sem reglar túrbínuþrýstinginn, var föst, þannig að það var of mikill þrýstingur á soggreininni.
    Þegar búið var að laga það, löguðust hitamálin !!!
    Nú veit ég ekki hvort þetta er sett eins upp í Patrolinum, en það er vert að kíkja á þetta.

    kv.
    Arnór





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 34 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.