FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hitavandamál

by Ólafur Helgason

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hitavandamál

This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ólafur Helgason Ólafur Helgason 15 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 05.02.2010 at 18:49 #210516
    Profile photo of Ólafur Helgason
    Ólafur Helgason
    Member

    Sælir er búin að vera að berjast við hitavandamál í Kia Sorento 2,4 bensín núna í haust. Fyrsta vandamálið kom upp í okt þá sauð á honum og heddpakkning fór skipt um heddpakkningu, hedd planað og sett saman aftur í sömu viku varð ljóst að hann missti vant náði ekki að yfirhitna og bíllinn aftur á verkstæði og skipt um vatnskassa mér sagt að hann væri ekki með fullt rennsli í gegnum sig og því þyrfti að skipta um hann í þeirr viku varð ljóst að hann var enn að missa vatn og þá fór ég að skoða vel og vandlega og fann út að áfyllingarkútur lak þegar kominn var þrýstingur á kerfið og skipti ég um hann í byrjun nóvember og þá hætti hann að tapa vatni. Nú er allt rólegt þar til í þessari viku en þá losnar efri botninn af vatnskassanum og fer að leka en ég átta mig á því áður en vélin yfirhitnar. Nú vantar mig ráðleggingar um hvað er að valda þessu er alveg ráðþrota bíð er að skipta um vatnslás líka.

    K, Óli

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Replies
  • 05.02.2010 at 19:46 #681946
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Blessaður, skil ég þig rétt að þú sért búinn að skifta um vatnslás ?. Ef ekki þá skalt þú prófa hann, setja í heitt vatn (80 til 95°) og sjá hvort hann opnast. Ef hann opnast ekki er hann ekki í lagi,einnig er saklaust að taka hann úr og prófa bílinn þannig, en ekki mikið. Kv. Steindór





    05.02.2010 at 21:58 #681948
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 236

    Ég myndi nú halda ró minni í smá tíma. Þetta virðist ekki vera neitt samhangandi nema að vatnskassinn hafi verið frá byrjun vandamálið.

    Hef átt eldri gerð af KIA og þá var reyndar stöðugt tæringarvandamál með vesem með jarðsambönd og fullt af tæringu aftast í bílnum má þar telja, bremsurör, bensínrör (ekki bensíntankur því að hann var úr plasti) og svo sjáanlega tæringu (les. ryð) í grind og í gólfi. Samt ekki gamall bíll á þessum tíma eða bara um sex ára gamall. Ég sá líka að vatnskassinn var orðin lélegur en seldi bílinn áður en hann fór. Þá sleppi líka öllu öðru sem ég gerði en það var endaust vesen . Helda samt að Sorenta séu mun betri enn þessi Sportage sem ég átti.

    Kia og Kórenanskir bílar eru ódýrir bílar í framleiðslu (en seldir á of háu verði á Íslandir) og gæðin eru bara samkvæmt því. Einn vinnufélagið átti svona nýjan bíl og bæði millikassinn og drifið gáfu sig en sem betur fer var hans bíll í ábyrgð.

    Ef þú ert búinn að eyða svona miklu í bílinn er enginn ástæða til að gefa þenna bíl upp á bátinn. Gangi þér vel.

    Kv. SHM





    05.02.2010 at 22:53 #681950
    Profile photo of Ólafur Helgason
    Ólafur Helgason
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 194

    Enda stendur ekki til að gefa bílinn upp á bátinn er búin að standa sig mjög vel fram að þessu og já það átti að standa þarna búið er að skipta um vatnslás og prófa þann nýja með þessari hitunaraðferð. Mig vantar bara hugmyndir um hvað geti verið að annað en gallaður vatnskassi sem fór í bílinn í haust :)

    Kv, Óli





    06.02.2010 at 00:41 #681952
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Sæll.

    Gæti verið að tappinn sem er á eðlilegum bílum á vatnskassanum en er hjá þér á plastkútnum verið stíflaður? Hann ætti að hleypa út þrýstingi sem fer yfir einhvert gildi sem stendur á honum. Ef hann er stíflaður gæti verið að myndast of hár þrýstingur á vatnskerfið og valdið allskonar bulli.

    Gæti kannski verið sniðugt að fá annan tappa sem opnar við lægri þrýsting.

    Bara svona hugmynd.

    Kv Jón Garðar





    06.02.2010 at 07:35 #681954
    Profile photo of Ólafur Helgason
    Ólafur Helgason
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 194

    Já það er búið að velta þessari spurningu upp og það eina sem mælir með að tappinn sé ekki vandmálið er að með nýja áfyllingarkútnum kom nýr tappi og ný leiðsla fyrr yfirfall og það er frekar hæpið finnst okkur sem erum að finna útúr þessu að tveir hlutir séu bilaðir á sama háttinn. En þetta er eitt af því sem á að skoða núna á verkstæðinu þ.e. þrýstimæla tappann.

    Kv Óli





    06.02.2010 at 11:57 #681956
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 236

    Er svo ekki spurning um að skipta um kælivökvann í leiðinni. Held að það sé mælt með því á þriggja ára fresti en kælvökvinn súrnar og vegna þess getur hedd og fleira tærst. Skylst líka að einn helst sé mælt með rauðum Comma frostlegi en hann endist lengst. Ég er núna með grænan en ætla að skipta í þennan ruða frá Comma.

    Kv. SHM





    06.02.2010 at 13:42 #681958
    Profile photo of Sævar Örn Eiríksson
    Sævar Örn Eiríksson
    Member
    • Umræður: 7
    • Svör: 200

    Það er ekki sama hvaða lit af frostlegi þú notar á bílinn, notaðu þann lit sem framleiðandi mælir með.

    Þekki dæmi amk. á þýskum bílum að allar pakkningar fara að leka þegar annar litur er notaður en á vw. td. rauður





    06.02.2010 at 17:22 #681960
    Profile photo of Sigurður Magnússon
    Sigurður Magnússon
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 236

    Hmm þetta er kannski góð athugasemd. Ég hélt að svo framanlega sem skipt væru um allan kælivökvann væri sama hvað lit (eða reyndar gæði) væri sett í staðinn. Munurinn er reyndar sem ég sé á grænum og rauðum er að endingartíminn er lengir á rauðum. Skv. Comma virðist sá blái vera sá versti með stysta endingartímann.

    Aðalatriðið virðist vera samt að skipta reglulega um kælivökva sérstaklega á bílum með álhedd (eru ekki allir bílar í dag með álhedd?). Kannski er bara öruggast að kaupa frostlög frá viðkomandi umboði en stundum vitar þeir ekki einu sinni hvaða tegund þeir nota og segja að þeir hafi þær bara í tunnum!!

    Læti til skemmtunar eða fróðleiks fylgja með upplýsingar frá Leó Emm sem ég held að óhægt sé að segja að hafi þekkingu á mörgum hlutum varðandi bíla.

    FENGIÐ AÐ LÁNI FRÁ LEÓ EMM (leoemm.com)

    Litur á frostlegi og skúmmyndun
    Spurt: Ég ætlaði að kaupa frostlög en bensínstöðin átti bara rauðan en á vélinni er grænn og mig minnti að ekki mætti blanda þessum litum saman. Ég fór því á aðra bensínstöð en þar var bara til blár og rauður. Þeir sögðu að til væri rauður, blár og grænn frostlögur og ekki mætti blanda saman tegundum. Hvaða mismunandi eiginleika hafa þessi litaafbrigði og má aldrei blanda saman litum? Hvað ræður því hvaða litur er notaður á bílinn? Annað mál: Mig minnir að ég hafi lesið grein eftir þig að skúm gæti myndast í ventlaloki ef öndun vélar væri teppt. Ég sá einmitt slíkt skúm þegar ég opnaði olíulokið (Opel Corsa) til að bæta olíu á vélina.
    Er fleira sem getur valdið svona skúmmyndun og hvað er hún hættuleg?

    Svar: Ástæður mismunandi litar á frostlegi, sem hefur ekkert með frostþol hans að gera, eru þrjár: Í fyrsta lagi til að skilja á milli annars vegar etýlglýkol-kælivökva, sem er dýr, hættulaus mönnum og dýrum og veldur minni tæringu á áli, og hins vegar própýlglýkol-kælivökva, sem er ódýr, skaðlegur (t.d. geta kettir drepist af því að lepja hann upp) og veldur meiri tæringu á áli. Sumir nýir bílar komi með grænum eða gulum etýlglýkol-vökva og er það þá sérstaklega tekið fram á miða í húddinu (og að aldrei þurfi að endurnýja hann). Etýlglýkol-vökvi mun ekki vera á almennum markaði hérlendis. Í öðru lagi nota ákveðnir framleiðendur liti til að skilja að frostlög eftir því hve mikið hann inniheldur af tæringarvarnarefni, t.d. er grænn Comma-kælivökvi með tæringarvörn sem á að duga í 3 ár en rauður 5 ár. Í 3ja lagi nota framleiðendur liti til að sérmerkja kælivökva sem inniheldur ákveðin efni samkvæmt staðli ákveðins bílaframleiðanda, t.d. getur kælivökvi fyrir Scania verið blágrænn en fyrir GM dísilvélar dökkblár. Það telst góð pólitík að blanda ekki saman kælivökva af mismunandi lit.





    06.02.2010 at 17:30 #681962
    Profile photo of Ólafur Helgason
    Ólafur Helgason
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 194

    Mér til málsbóta þá er þessi bíll 2004 árgerð ekinn um 110þús km og það var skipt um frostlög á honum um leið og ég lét skipta um tímareim í rúmlega 70þús og svo er búið að skipta um frostlög trúlega 2 í haust :) En varðandi tegund þá lét ég skipta um frostlög fyrst hjá umboði og síðan hjá verkstæðnu sem sá um heddpakkningarskiptin og ég veit náttúrulega ekki hvaðan þeir fá upplýsingar um tegund af frostlegi en ætti maður ekki að reikna með að það sé settur réttur vökvi á þar. Enda hefur ekki borið á leka eftir að ég fann brestinn í áfyllingarboxinu og skipti um það.

    Kv, Óli





    07.02.2010 at 21:36 #681964
    Profile photo of Ólafur Helgason
    Ólafur Helgason
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 194

    Langaði bara að koma þessu upp aftur þarfnast lausnar :)

    Kv, Óli





    07.02.2010 at 21:58 #681966
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    Er búið að skifta um vatnsdæli í bílnum?
    Kv. Haffi





    07.02.2010 at 22:03 #681968
    Profile photo of Ólafur Helgason
    Ólafur Helgason
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 194

    Nei en hún var tekin úr og skoðuð og úrskurðuð í lagi þegar skipt var um heddpakkningu öll úr járni og því ekkert plast sem hún getur slúðrað á. Í dag var vatnskassinn lagaður og settur í aftur og vatnslásinn tekinn úr og þá virkaði allt eðlilega þ.e. vatnskassinn hitnaði allur og allt var eins og það átti að vera þannig að gera má ráð fyrir því að greining verkstæðisins hafi verið rétt og dælan sé í lagi.

    Kv, Óli





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.