Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hitamælir á sjálfskiptingu
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
21.01.2005 at 14:19 #195305
Sælir,
Hvernig er að koma fyrir hitamæli á sjálfskiptinguna, er það mikið mál fyrir „áhugamann“?
Pétur.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.01.2005 at 14:31 #514178
Nú spyr ég bara alveg grænn.
Á maður ekki bara að koma honum fyrir í botni skiptingarinnar, í olíupönnunni? Þ.e. bora gat í botninn á pönnunni og koma hitanema þar fyrir?
21.01.2005 at 14:33 #514180Eitthvað um þetta mál [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2315#15284:1iqcyp9u]hér[/url:1iqcyp9u].
Bjarni G.
21.01.2005 at 14:37 #514182Það eru þrír staðir sem eru notaðir.
Leiðslan sem liggur frá skiptingu í kæli
Leiðslan frá kæli í skiptingu
Botninn á pönnunni.Margir hallast að því að best sé að hafa hann í botninum á pönnunni.
Ef þú lest hinsvegar leiðbeiningar með t.d. B&M mælinum þá er mælt með að setja hann á leiðsluna sem liggur frá kæli. Það er sá vökvi sem smyr skiptinguna og skiptir mestu máli.
Heitasta mæling ætti að vera til kælis en þá er vökvinn að koma frá túrbínunni. Sumir vilja meina að það gefi ekki raunsanna mynd.
Ég er með minn eins og B&M mælti með, þ.e. á lögninni sem liggur frá kæli, en þar sem að ég er með nokkuð stórann kæli þá sínir hann alltaf kalt eða volgt. Ég var að hugsa um að setja annan nema í botninn á pönnunni og hafa rofa á mælinum (get þá skipt á milli mælinga á sama mæli).
JHG
21.01.2005 at 20:10 #514184Smá innlegg.
Ég myndi forðast að gera gat í pönnuna fyrir hitanemann. Sama gildir um olíurörin. Betri kostur er að mínu mati að festa hitanemann utanvert á pönnuna með silikoni eða öðru límefni, en þó þannig að hann sé sem allra næst pönnunni.
Með þessu er maður 100% laus við áhættuna á að neminn losni og olían leki út og allt fari í bullandi vesen.
Mæliskekkjan þarf ekki að vera veruleg því að varmaleiðnin gegn um málpönnuna er tiltölulega góð og ef þokkalegt lag af silíkoni er sett sem hlíf yfir nemann þá verður ætti mæliskekkjan að vera óveruleg.Wolf
21.01.2005 at 21:03 #514186Ég held að menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu ef frágangur er góður. Það hefur allavegana aldrei lekið hjá mér við rörið og heldur ekki við tappan sem er í pönnunni (sem er skrúfaður eins og neminn).
Það ættu því að vera svipað miklar líkur á að neminn losni og boltinn í pönnunni á vélinni losni (sem gerist yfirleitt ekki).
Hafa menn verið að lenda í því að þetta losni?
JHG
22.01.2005 at 00:18 #514188Ég mæli með að setja mælirinn í leiðsluna frá skiftingunni
að kælirnum ,
Ef olían er komin i brunahættu þar er komin tími á að
slá af.
Ef mælirinn er annarsstaðar eru upplísingarnar ekki réttar.
Kveðja Þórir.
22.01.2005 at 02:01 #514190Hvað með að setja bara nema á alla þrjá staðina, Þá er maður alveg öruglega með alla hitaflóruna, maður getur svo líka reyknað út meðalhitann og að lokum er flottast að vera með eins marga mæla og maður mögulega kemst upp með.
En svo er það annað á alvarlegri nótunum: Þegar ég var að lesa þennan pistil þá fór ég að hugsa að ef að sjálfskiftingar eru að hitna svona við áreynslu, getur þá ekki verið að beinskiftingar séu líka að hita sig undir álagi. Ég er ekki að segja að kettlingur eins og að ég er með undir húddinu geti skapað einhverja hættu, en hvað með aflmeyri og sprækari bíla?
22.01.2005 at 02:01 #514192Ekki nota hitamælir á sjálfskiftinguna það er bara til að valda mönnum auka áhyggjum.
Nú tala ég af reynslu hef verið aðstoðarmaður í 7 ár í torfæru og það hefur skilað sér titill á hverju ári.
Fyrsta árið vorum við með hitamælir á sjálfskipingunni og það voru bara eintómar áhyggjur en ekkert gerðist
svo tókum við mælirinn úr og áhyggjurnar hurfu og ekkert geðist heldur bara meira gaman því það var enginn mælir að segja að það væri farið að hitna undir okkur.
Þær skiftingar sem eru í íslenskum torfærubílum þurfa að þola fjórfalt það álag sem er boðið á venjulegan jeppa hér á landi í dag
KV
Raggi Magg
22.01.2005 at 11:26 #514194Ég geri líka ráð fyrir að þið séuð með nokkuð sterkar skiptingar. Ætli TH400 og sambærilegt sé ekki málið, og jafnvel búið að styrkja þær eitthvað. Svo reyna menn að setja sömu formúlu fyrir veikari skiptingar og allt fer í steik.
Persónulega finnst mér nauðsynlegt að vera með mæli. Ef vökvinn hitnar mikið þá getur maður brugðist við með að stoppa og láta ganga í P eða N og þá veit maður að það borgar sig að skipta fyrr um vökvann. Einnig bendir það til að það geti borgað sig að kaupa kæli (eða stærri kæli).
Samkvæmt þeim bókum og greinum sem ég hef lesið um sjálfskiptingar þá fara sjálfskiptingar í 90% tilfella útaf of miklum hita.
Það er hægt að taka sénsinn á góðum sumardegi þar sem menn tæta upp brekkur í nokkrar mínútur í senn með viðgerðarlið sem bíður (jafnvel með auka skiptingu) en verra að gera það þegar menn eru í óbyggðum að hjakka í krapa tímunum saman.
JHG
22.01.2005 at 15:22 #514196Sælir
Er það ekki rétt hjá mér, að mesta hita-álagið á skiptinguna er þegar maður er að keyra í mjög þungu færi og skiptingin að snuða mikið, nær aldrei almennilega að komast í lægsta gírinn?
Hef ekki nennt að kynna mér þessi skiptingarmál mikið enda ekki þörf á Amerískum bílum með alvöru skiptingar 😉
Kveðja
Izeman
22.01.2005 at 15:36 #514198Þetta tengist mikið hvar túrbínan stallar. Málið er samt ekki svona einfallt því aðrir þættir í ökutækinu hafa áhrif á stallið.
Samskonar túrbína getur því stallað á mismunandi snúning eftir því hvernig ökutækið er uppsett (tog vélar, þyngd bíls ofl.).
Það er yfirleitt ekki hár snúningur sem er vandamálið (því þá er túrbínan að skila nær 1:1) heldur einmitt snuðið, þegar hún tekur ekki alveg.
Þegar við hjökkum í þungu færi þá erum við oftar en ekki á lágum snúning, og túrbínan snuðar eitthvað, sem skapar hita.
Það sama gerist þegar menn eru að draga í of háu þrepi (munið að þyngd hefur áhrif á stallið), túrbínan getur verið að snuða (snúningur fyrir neðan stall) og skiptingin því hitnað meira.
Það er svo fleiri þættir svo sem lockup sem hefur áhrif á dæmið.
Ég ráðlegg öllum að hafa stóran kæli og góðan mæli til að vita hvað er að gerast.
JHG
P.s. það viðhorf að hafa ekki mæli vegna þess að þá hafi menn bara óþarfa áhyggjur getur í raun átt við alla mæla, menn geta alveg komist af með gaumljós en ég held að flestir jeppamenn vilji vita meira um hvað er að gerast en það.
22.01.2005 at 18:26 #514200Öllum þeim sérfæðingum í sjálfskiptingum sem ég hef talað við ber saman um að hiti sé óvinur sjálfskiptinga nr. 1, 2 og 3. Þéttingar eyðileggjast, eiginleikar olíunnar breytast ofl. ofl.
Þess vegna er strútasjónarmiðið – að hafa engan mæli – mjög skondið. Ég er nýlega búinn að kosta 250.000 krónum í upptekt á skiptingu og einn af kostnaðarliðunum var auka olíukælir sem bætt var í bílinn að kröfu þess sem framkvæmdi verkið. Reyndar var þessi skipting búin að skila rúmlega 250.000 kílómetrum og sennilega telst það bara nokkuð gott.Ég sting upp á að þeir sem keyra sjálfskipta bíla og ekki vilja fylgjast með ástandi skiptinganna velji sínar akstursleiðir helst í vatni, svo djúpu að skiptingarhúsið sé helst alveg á kafi. Ennfremur ber að forðast að aka í heitum hverum og laugum.
Skiptikveðjur
Wolf
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.