Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hita vesen.
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.04.2007 at 18:57 #200157
Er með vandamál með hitann á Pattanum.Mælirinn fer uppúr öllu valdi og dettur síðan niður og er kanski góður í langann tíma og birjar síðan aftur. Er búinn að skifta um lásinn og það breitir engu en síðan losaði ég hosuna ofaná vélini og helti þar vatni og fóru kanski 2-3 lítrar.svolítið skrítið því að vatnskassinn var fullur vatni en það vantaði á vélina. Gæti vatnsdælan verið farinn eða kvað?
Kv. Heiðar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.04.2007 at 19:51 #588840
Sæll .
Það eru nokkur atriði sem koma til greina .
Kúplingin á kæliviftunni , spurning með vatnskassann , er búið að setja stærri vatnskassa ,þriggja raða . Vatnsdælan , vatnslásinn . Svo er það versta af því öllu , heddpakkning eða heddið sjálft .
Ekki fara í nein átök með bílinn fyrr en hann hefur verið sjúkdómsgreindur . Ef þetta er 2,8 er heddið mjög viðhvæmt fyrir ofhitun .
Prófaðu að setja bílinn í gang , láta hann ganga ca 1000 – 1200 snúninga , án vatnskassaloksins ekki full heitan , má vera volgur . Fylltu kassann af vökva og fylgstu með hvort ólga eða loftbólur eru á sveimi í tappagatinu . Farðu varlega í þetta , það geta komið gusur ef mótorinn blæs út í vatnsgang .
Ef svo er , þarf að taka heddið ofan af mótornum og þrýstiprófa það . (Td. Vélaland )
19.04.2007 at 22:11 #588842Sæll Valgeir.
Það er nýr vatnkassi og nýr vatnslás og það eru ekki neinar loftbólur að sjá í kassanum.Væri ekki stöðugt vesen ef heddið eða pakkningin væri farin?Heiðar
19.04.2007 at 23:12 #588844Jú ,það væri samfellt loftvesen og hitaflökt ef rellan blési út í vatnsgang .
Hvernig er miðstöðin . Er stöðugur hiti þar , eða sveiflast hitinn þar í svipuðum takti við mótorhitann samhvæmt mælinum ?
Ef allt draslið hitnar svipað undir álagi , bendir það á dæluna , viftuna eða kassann sjálfann .
Þú þarft að reyna að prófa dæluna einhvernveigin og nota útilokunaraðferðina á þessa hluti sem gætu verið að stríða .Td. aftengja miðstöðvarslöngu og athuga með því að gangsetja bílinn hvort er góður þrýstingur á kælivatninu .
Sennilega best að taka vatslásinn úr á meðan er verið að finna út úr þessu .
Það er veik von að prófa að skipta um vatnskassalok .
‘Eg skal grufla betur í þessu . Langt síðan ég var í svona hitaveseni .
Kv. VS
19.04.2007 at 23:13 #588846Ef þú sérð engan leka við vatnsdælu eða neinstaðar á vél þá er líklegasta að þetta sé að fara út með pústinu, sem bendir til heddpakkningar eða heddið sjálft. Eitthvert fer vatnið.
-haffi
20.04.2007 at 00:14 #588848ég hef lent í því með 2,8 patrol að það minkaði á honum og mælirinn rokkaði ,,bara stundum,,undir álagi fór mælirinn að rokka,,hann fór ekki að blása út í vantsgang fyrr enn hann náði vissu hitastigi,,í hærri kantinum,,farinn heddpakkning,,ég get nú ekki verið full viss að það sé í þessu dæmi,,vantsdælur geta lika lekið þegar hitinn er kominn upp á vist stig,,
20.04.2007 at 00:44 #588850
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er þetta ekki bara lofttappi einhversstaðar hjá þér? þú talar um nýjan vatnskassa og spurning hvort að loft hafi komist inn hjá þér og tekist að loka einhverju þarna…
svo er alltaf spurning hvort að hitaskynjarinn eða mælirinn séu eitthvað að strýða, en það sem útilokar það einna helst er að þú segist hafa helt vatni beint á mótorinn og mikið farið á hann…
20.04.2007 at 01:00 #588852Sæll
Ég átti í vandræðum með minn að koma vatninu á hann svo að lofttappi myndaðist ekki við hosuna uppi þar sem tappinn er. Reyndi með öllum tiltækum ráðum þar til að ég endaði á því að hella frostleginum inní helvítis gatið.
Þetta lýsti sér ekkert ósvipað hitaði sig gersamlega að ástæðulausu en þá drap ég bara á og prófaði ekkerrt meira fyrr en allt var smekkfullt að frostlegi.
Síðan hefur hitanálin farið lítillega upp fyrir miðjann skalann en ég hef ekki séð hann fara upp fyrir það
Kv Izan
20.04.2007 at 09:38 #588854Sælir.
Það er eingin leki og það kemur ekki neit út um pústið en það virðist að hann fari með vatnið í forðabúrið. Miðstöðin er nánast köld þó að hitin hækki en svo kemur hitin aftur þegar mælirinn kemst á sinn stað aftur.Þegar hitia mælirinn fer uppávið og ég læt hann bara ganga lausagang lækar hann ekki svo allt í einu fer hann í normal og þá er miðstöðin fín.Heiðar
20.04.2007 at 10:24 #588856sælir
ég lenti í mjög svipuðu á gamla Pattanum mínum þegar ég setti vatnskassann aftur í hann eftir viðerð. Hitinn rauk upp eftir smá akstur og sveiflaðist mikið. Það var smá vinna að losa loftið úr kerfinu en ég gerði það bara með því að hafa kerfið opið og hella inn á það í rólegheitunum á milli þess sem það ældi loftinu út.
kveðja
Agnar
20.04.2007 at 12:39 #588858Sæll .
Líklegt að þú sért með einstaklega þrálátann lofttappa á kerfinu .
Ef miðstöðin er úr takti við vélarhitann , er það vísbending um að það sé loft á ferðinni . Annaðhvort vegna heddpakkningarleka , eða þrálátur lofttappi .
Reyndar er eitt sem þú nefnir sem bendir til að tappinn á kassanum haldi ekki . Þe . ef vatnið safnast upp í forðabúrinu. Skoðaðu pakkninguna og gorminn , eða fáðu annan tappa til að prófa .
‘Eg hef lent í að þurfa að setja aftöppunarbúnað á vatnskassahosuna til að komast fyrir svona leyðindi . Skera efri hosuna og setja járnhólk með tappa á milli.
Eitt skiptir miklu máli í þessu , það verður að vera lítið framhjáhlaupsgat á vatnslásnum . Ca 5 millimetra . Annars er hætta á lofttappa þar .
Kv. VS .
20.04.2007 at 12:53 #588860Takk fyrir allar ábendingar. Er búinn að reina að loft tæma með því að hela beint á vélina og í kassan fór síðan á rúntinn og nú er hann í normal hita þó að ég láti hann snúast töluvert í brekkum og miðstöðin er að virka fínt. Ef um heddpatningu væri að ræða væri þá ekki vandamálið viðvarandi ekki bara stundum?
Kv Heiðar
29.04.2007 at 13:06 #588862
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir.. Ér hef aðeins átt við svona lagað, vonandi er hann bara með þrálátann lofttappa. En þó sagðir að vatnið virtist fara í þenslukútinn/forðaboxið það bendir ti að annaðhvort sé vatnskassalokið ónytt eða heddpakkning. Það myndast þrístingur á kerfinu og vatnid fer í þenslu kútinn en nær ekki að drakast til bala vegna óþéttst loks(verður ekkert vakum). Eða (vil nú ekki hljóma neikvæður en…..)
Gætilíka verið að varnið fari ekki aftur til baka vegna þess að hann er að setja hoft inn á vatnskerfið. Heddpakkning getur verið farin og þú bara var við þð undir álægi. En vonandi er þettað bara lofttappi
KV
Haffi
29.04.2007 at 16:31 #588864Skoðaðu vatnsdæluna mjög vel, mjög líklega eru farinn einhverskonar kol í dælunni. Þetta er algengt að þetta fari í 2,8 vélum á nissan. Skoðaðu neðst á dælunni eða þreifaðu þegar bíllinn er ekki í gangi, þú myndir yfirleitt ekki sjá lekann en þú átt að geta fundið hann. En ef ekki þá er þetta líklegast hedd pakkninginn, hef lent í keimlíkum aðstæðum, það hét bara nissan urvan senditík..
29.04.2007 at 20:03 #588866…kannski ekki alveg svarið í þessu tilfelli, en svona almennt, þá hef ég stundum þurft að keyra bíla upp í halla (bratt) til að losa lofttappa, sérstaklega þegar vatnskassinn er neðarlega eins og algengt er orðið. Þá leitar loftið stundum upp í efsta punkt, hjá lokinu.
Svo verður náttúrulega að losa loftskrúfur ef þær eru til staðar, en það er alls ekki alltaf.Eitt vildi ég benda á, brósi lenti í þeirri ógæfu að missa hedd á Patrol vegna þess að lítil vatnsslanga aftanvið olíuverkið gaf sig (nýlega búið að taka vélina í gegn).
Endilega skiptið um þetta gúmmírusl ALLT SAMAN, EKKI BARA STÓRU HOSURNAR, þegar vélarnar fara í 500.000 króna yfirhalninguna, það er svo voðalega lítið í viðbót en verulega mikil trygging.
Ef svona vél missir smá vatn undir álagi, þá er heddpakkningin bara farin, ásamt heddinu.
kv
Grímur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.