Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hilux/Navara 2005árg.
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Örn Gunnarsson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.01.2006 at 20:19 #196978
Hefur einhver lesið samanburðartöfluna í Bílar og sport sem er nýkomið út? Þar er verið á bera þessa bíla saman.
Báðir eru þeir með 2.5l vél með forþjöppu, þjappan er 18,5:1 í Toy en 16.5:1 í Nis, nis er með intercooler og báðir með 16ventla DOCH. EN þegar skoðað er hö og tog:
Toy Hö:102 v.3600sn og 260Nm v.1600-2400sn
Nissan Hö:174 v.4000sn og 403Nm v.2000sn
Hvað er málið? hvað kunna Nissan menn sem Toyota menn vita ekki eða er ekkert hægt að rína í þessar tölur…?
p.s. hjólahaf á Toy er 285cm en 320 á navörunni!! -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.01.2006 at 20:24 #537854
Eru bara ekki toyotu menn að sofna á verðinum??????? Það er nú ekki að sjá að nissan vélarnar hafi verið að standa sig vel undanfarið, vonandi er þeim að takast að bæta úr því.
Cruserkveða Bjarki
04.01.2006 at 20:29 #537856Ég væri til í að sjá tog og hestafla kúrfuna, hiluxinn er með stöðugt tog á 1600-2400 snúningum en maður veit ekkert hversu stöðugt aflið hjá Nissan er yfir snúningssviðið sem að mínu mati skiptir meira máli en hámarksafl!
04.01.2006 at 20:40 #537858ég hef keyrt navöru 04árg. Það er ekki sama vélin undir og yfir 2000sn. Rosaleg kraftaukning þegar túbínan kemur inn. hef ekki fundið fyrir því eins mikið í toy en hef fundið það í Patrol t.d.
04.01.2006 at 21:17 #537860Svo er komin ný 2.5CDI vél í 2005 árgerðina í nissanin, þessi bíll er miklu stærri en útgáfan á undan, held að þetta sé svipað og Titan sem er með v8 bensín vél sem væri gaman að sjá á 38".
Davíð Dekkjakall
04.01.2006 at 21:22 #537862ég prófaði þessa bíla með sirka 30 mín millibili. Svo sem allt gott um báða þessa bíla að segja. En mér þætti gaman að setja þannan nissan í dynobekk. Ég neita bara að trúa því að það sé svona mikill munur á afli þessara bíla, ég fann allavega ekki fyrir honum. Nissaninn er vissulega kraftmeiri, en það getur ekki munað svona miklu. Ég gæti trúað því að hann væri svona 130 hö, og ætli Hiluxinn yrði ekki eitthvað svipað ef hann væri með intercooler?
04.01.2006 at 22:46 #537864Spurning um hvað þú vilt. Munurinn á þjöppuninni á þessum vélum er hint um að það sé miklu hærra boost á Nissaninum en Toyotunni, og sama hint kemur þegar menn tala um hvað turbínan kemur sterkari inn á Nissaninum.
Frekar spurning um hversu sterkbyggð vélin er, hvað hún þolir að mikið afl sé tekið út úr henni. Reyndar hægt að fá Official Toyota "kubb" á Toyotuna sem sparkar henni upp í ein 120-130 hp ef ég man rétt. Nissaninn er töluvert þyngri en Toyotan sem skýrir kannski eitthvað hvað það finnst lítill munur á þeim, og kannski er vélin í honum eitthvað massívari, hvur veit.
Ps, nýji Hiluxinn er með yfir 3m milli hjóla óháð öllum blöðum og bæklingum (villa í bæklingnum frá Toyota að það sé 2.85m).
kv
Rúnar
04.01.2006 at 23:46 #537866Það er kanski rétt að koma því að að þrátt fyrir að Nissaninn sé um 300 kílóum þyngri er hann samt tæpum 7 sek fljótari í 100 (10,8 á móti 17,5 á extacab). Síðan er er hámarkshraðinn 170 á móti 150 á Hilux.
Þessar tölur segja nú samt lítið um hvernig togið er á lágum snúning.Baldur
04.01.2006 at 23:59 #537868ertu búinn að mæla þetta? eða eru þetta tölur sem framleiðandi eða umboð geftur upp? dreg þessar allar þessar tölur varðandi navara stórlega í efa.
Enda var það slúður á netinu að það væri búið að kæra nissan fyrir rangar afltölur á einhverjum vélum, veit ekki hvort það var þessi, það var ekki tekið fram.
05.01.2006 at 00:39 #537870Nei ég er nú ekki búinn að mæla þetta en dauð langar til þess. ;o)
Uppýsingarnar um Hiluxinn fékk ég hjá Toyota-Europe og þá væntanlega uppgefið af framleiðanda. Hröðunina á nissaninum fékk ég úr testi hjá What car eða eitthvað álíka, man það ekki alveg og hvort þessi tala er fengin úr testi hjá þeim eða frá framleiðanda veit ég ekki. Síðan í ljósi þess að þetta er tímarit frá USA hefur sennilega verið talað um 60 mílur sem er þá 96,56 þannig að munurinn er nú aðeins minni en þó ekki mikið. Hámarkshraðinn kemur frá framleiðanda.
Ég prófaði Nissaninn þegar hann kom til landsins og ég fann fyrir töluverðum aflmun á honum og L200 hans pabba sem er eitthvað sprækari en Hiluxinn. Hef reyndar ekki prófað nýja Luxinn en ég get ekki betur séð en að hann sé með sömu vélinni og gamli plús að hann er aðeins þyngri.Kv Baldur
ps. menn voru að nefna hjólhaf á hilux… það er 3085mm.
05.01.2006 at 00:42 #537872það þyrfti að fara með þetta allt saman í dynotest, það væri nú reyndar gaman ef borgarholtsskóli gæti tekið á móti 4×4 mönnum og mælt bílanna þeirra. Bara verst að það myndu sennilega svo margir mæta
05.01.2006 at 00:55 #537874Þessar tölur frá nissan eru nú reyndar alveg í takt við margar af 2.5 litra evrópsku samrásarvélunum.
Annað með tölur, 3.0 patta vélin er uppgefin álíka kraftmikil og 4.2 Cruiserinn var. Upplifunin í bílnum er þó ekki nálægt…
kv
Rúnar.
05.01.2006 at 10:41 #537876Sko, er ekki málið það, að Toyota verksmiðjurnar eru farnar að bjóða 3ja lítra vél sem er um eða yfir 150 kW á vinstri handar aksturs mörkuðum, þ.e.a.s. flestum A-Asíulöndum, Ástraliu og UK. Einhver sagði mér reyndar að skriffinnarnir í Brussell stæðu líka á móti þessum mótorum af einhverjum óútskýrðum ástæðum, svona eitthvað í takt við að þeir vilja ekki leyfa Evrópubúum að nota 4,2 diesel vélina í þeim ágæta bíl Nissan Patrol. Mig minnir að einhver hafi sagt mér að Nissan Navarra sé settur saman á Spáni í verksmiðjum Nissan þar, og þessvegna sé léttara fyrir þá að koma þeim inn á Evrópumarkað. Sem sagt tæknilegar viðskiptahindranir eða hvað þetta er kallað. En mikið assgoti hafa sætin í HiLux batnað mikið finnst mér og húsið allt rýmra.
05.01.2006 at 12:15 #537878Sælir
Toyota Hilux/Vigo með 2,5 vél + intercooler sem seldur er í Asíu er 88kW/120hö (tog 320Nm) en sögusagnir herma að Evrópubíllinn verði aðeins 109hö þegar hann kemur með intercooler (er 102hö núna).
Asíu og Ástralíubílarnir með 3,0 vélinni eru 120kW / 163hö.
Þessir bílar eru fluttir inn til Englands af öðrum en Toyota og heita þá Vigo (en auðvitað með stýrið á kolröngum stað) og kosta um GBP 20.000 án söluskatts (ÍSK 2.2 millur).Eitthvað hef ég heyrt að norska eða sænska "FÍB" hafi verið að finna að uppgefinni hestaflatölu í Navara og Pathfinder. Mældu hann og fengu víst eitthvað í kringum 130hö. Veit ekki hvort satt er.
kv
Arnar
05.01.2006 at 13:32 #537880Sælir ég vil bara minna á að nýi hæluxinn er ekki með nýja vel.
Þessi 2,5 vél er búinn að vera í honum síðann 2002.
Þá 2002 var ég að spá í toyotu og nizzan pallbíl og ég valdi toyotuna.
Það voru 3 ástæður fyrir því.
1. Lagi þá fann ég og mínir vinir ekki þessi ca 20 hö sem átti að muna. Vil taka það fram að ekki var farið með bílana í bekk heldur huglægt mat.
2. Lagi ekki voru til hlutföll í nizzan, þannig að mér fannst hann ekki henta á 38".
3. Á þessum tima var mér og mín fjölsk. mein illa við nizzan umboðið.
Vil taka það famm að ég efa ekki að þessir nizzan pallbílar séu góðir.
Kveðja Örn.G
05.01.2006 at 20:52 #5378823.0 lítra vélin sem er í Hiluxnum útí heimi heitir 1KD-FTV og er nákvæmlega sama vél og er í Land Crusier 120, svo mér finnst vægast sagt mjög ólíklegt að þeir banni þessa vél. Enda veit ég að arctic trucks í noregi er búinn að breyta svona bíl á 35 tommu og gátu allavega skráð hann þar.
Svo er líka mjög ólíklegt að þeir fari að banna svona hitech vélar.en ég bíð allavega spentur eftir því að hann komi með 3.0 lítra mótor
05.01.2006 at 22:26 #537884Það er aldrei að vita hvort ESB banni high-tech vélar, þessar reglur eru meira til þess að vernda evrópskan iðnað heldur en nokkuð annað.
06.01.2006 at 00:01 #537886Benz hefur lengi verið taka 165 hP út úr 2,7 litra vélinni (common rail). BMW eitthvað svipað eða meira 250 hp úr 3 lítrum.
Þó að Toyota geti það ekki þá þýðir það ekki að það sé slæmt eða ekki hægt. (nema ef maður er heilþveignn TOYidíóti).
Tek undir með ykkur að það verður gaman þegar Toyota kemur með NÝRRI vél (ekki bannaða asíu rellu).
mbk.
l.
06.01.2006 at 00:42 #537888hefur ykkur ekki dottið í hug að með því að taka mikið út úr vélunum styttist ending þeirra og máski heldur toyota að hilux sé vinnubíll og leggur því meira upp úr endingu vélar og bíls og að þeir sem vinna á bílnum geti notað hann sem jálk og þurfi ekki að bíða eftir forþjöppunni. eflaust geta allir frammleiðendur stækkað vélarnar helling styrkt kramið hlaðið lúxus inn og átt haug af vögnum á bakkanum
06.01.2006 at 01:25 #537890Snöfli, 2,7l Bens vélin (sem er framleidd af ítölsku fyrirtæki, allavega í Cherokee) er fimm strokka og "grunar" mig að hún sé frekar eitthvað í kringum 156 hp@3800 og TOG 330NM @1400-2400- sem er ansi lágur snúningur. Hægt er að fá aflaukningu með kubb og fær maður þá: 187 hp og 390 NM í tog.
Einnig spyr ég. Hvernig er hægt að segja að svona smíðuð vél eða hinsegin smíðuð vél endist styttra en ella ef tekið er mikið afl útúr henni.(miðað við rúmtak) Það er ekkert hægt að ákveða hversu lengi vélarnar endast. Ekkert eru þriggja lítra vélarnar í Patrol að endast neina ferð á tunglið, og ekki er verið að taka meira úr þeim, ef maður miðað við rúmtak heldur en t.d. í Pajero3.2, Cruiser120 eða Trooper.PajeroTooog kveðjur. Haffi H-1811
06.01.2006 at 08:22 #537892Voðalega getið þið malað um hvort vélin sé kraftmeiri.. og hversu fljótir bílarnir eru upp í 100 km/klst. Ekki sé ég þessa bíla á kvartmílubrautinni!
Annað sem mér finnst miklu alvarlega er nýji hiluxinn á 38"Ég heyrði í strák hjá Artic Trucks og hann sagði það nánast ómögurlegt að breyta Hiluxnum í 38" Það þurfi að klippa úr hurð og fl. Hvernig lýst nú bændum á þetta?
Ég er ekki Hilux eða Navarra maður. Hef átt patrol og LC.
Eitt veit ég þó að Hiluxinn hefur staðið sig mjög vel í gegnum árin og hefur verið betri í endursölu ef við berum hann saman við Navarra!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.