This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Góða kvöldið.
Nú er ég að fara kaupa mér minn fyrsta jeppa, er að byrja í þessu sporti.
Það sem kemur til greina hjá mér er að sjálfsögðu Toyota áður en lengra er haldið.
Það er tveir bílar sem koma til greina og það er Hilux eða 4runner.
Ég ætla að taka það fram hér strax að þessi bíll verður á 38″ eða verður settur á þá stærð.Það væri gaman að fá 4runner með 3,0 dísel vélinni en þeir eru illfáanlegir, svo loks þegar það kemur einn á sölu er hann yfirleitt sjúskaður og ekinn á 3 hundrað þúsund.
Þannig að það sem kemur til greina er Hilux 2,4 bensín eða 4runner 3,0 bensín beinskiptur. Þar sem bíllinn á að vera á 38″ er ég að spá:
er mikill munur á þessum bílum?
er eyðslan sú sama eða svipuð?
eru þeir ekki að virka svipað í snjónum?
eitthvað annað?
einhverjir gallar?Hvað segja menn? Endilega komið með einhver comment á þetta og hjálpið mér að velja. ER kominn nokkra hringi nú þegar.
Kveðja Oddur
You must be logged in to reply to this topic.