FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hilux vélaskipti

by Hilmar Freyr Gunnarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hilux vélaskipti

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ólafur Hafliðason Ólafur Hafliðason 15 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 15.12.2009 at 19:24 #209148
    Profile photo of Hilmar Freyr Gunnarsson
    Hilmar Freyr Gunnarsson
    Participant

    Kvöldið.
    Ég er með hilux 93 árgerð 2,4 bensín á 38″ sem mig langar að breyta meira og setja diesel vél í húddið og var þá að pæla að setja 2,4 diesel með túrbínu og þá jafnvel á 44″ dekk. Hvað vélar mæliði með miðað við að hann verði á 44″ og hvernig eru þessir bílar að koma út á þessum dekkjum.
    Kv.Hilmar

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 15.12.2009 at 20:07 #671786
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Á sínum tíma gafst ég upp á 2,4 diesel-vélinni í HiLux og eftir nokkrar pælingar var ákveðið að stökkva á 2,8 vél frá Japönskum vélum í Hafnarfirði (held það fyrirtæki sé enn til). Á þessum tíma voru HiLux bílarnir boðnir með þá vél sem valkost í Ástralíu og SA-Asíu. Þetta er ansi mikið lík vél og 2,4 vélin hvað það snertir, að allar tengingar, mótorfestingar ofl. eru þær sömu. Það var því tiltölulega lítil fyrirhöfn að koma henni fyrir. Eitthvað smálegt var svo átt við vélina, svo sem pússaðar greinar að innanverðu, 3" púst, ARB túrbína frá Bílabúð Benna o.s.frv. – Reyndar kom fljótt í ljós, að vatnskassinn, sem dugði 2,4 vélinni, var varla nógu afkastamikill. Eitthvað tengdist það þó því að intercooler var settur framan við vatnskassann, sem hefur vafalaust eitthvað dregið úr virkni hans. Ég lét þetta þó duga, en sá sem keypti af mér skipti um element og stækkaði það. Við það hurfu öll hitavandamál. Nú veit ég ekki hvort þessi vél er fáanleg enn, en ef svo er ætti það ekki að vera mjög flókið að fara í hana, fyrst þú ætlar að skipta á annað borð. Þriggja lítra vélin, sem er á boðstólum núna, er talsvert flóknara fyrirbæri, m.a. með rafeindastýrðu eldsneytiskerfi sem þýðir að það þarf að skipta um allt "lúmmið" í bílnum, sem er talsvert mál. Reyndar lét Freysi galdramaður sig hafa það að gera þetta í SmáGrána, en það er nú ekki beinlínis líklegt að hver sem er fari í fötin hans. – Gangi þér vel, hvað sem þú gerir.





    16.12.2009 at 14:50 #671788
    Profile photo of Birgir Ingólfsson
    Birgir Ingólfsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 84

    Það er margt sem þarf að breyta ef setja á dieselvél í bensínbíl.Fyrir utan tengingar við gírkassa
    og mótorfestingar,þá þarf að breyta rafkerfi og pústkerfi.Í sumum tilfellum að leggja yfirfallslögn aftur í eldsneytistank. Tengja þarf forhitunarkerfi og fá það til að virka RÉTT.
    Skipta um rafgeymi og breyta loftinntaki í flestum tilfellum.Allt safnast þetta saman í ótrúlegar
    upphæðir og tíma þegar upp er staðið.
    Kv. Birgir Ing.





    16.12.2009 at 16:40 #671790
    Profile photo of Uni Hrafn Karlsson
    Uni Hrafn Karlsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 306

    Eina vitið er að fá partabíl, þar sem hægt er að fá allt rafkerfi ofl með. Persónulega stefni ég á að fá mér 3l grútarbrennara úr 4runner til að setja í hiluxinn með 44", alltof mikið sem getur bilað í þessum nýrri common rail diesel vélum.





    16.12.2009 at 17:07 #671792
    Profile photo of Stefán Dal
    Stefán Dal
    Member
    • Umræður: 21
    • Svör: 425

    Að setja 2.4 Disel í staðinn fyrir 2.4 Bensín gæti ekki verið mikið auðveldara. Allavegana gat ég klórað mig fram úr því og ég vinn á elliheimili.

    Það þarf ekki að breyta mótorfestingum
    þarf heldur að skipta um kassa, þú notar kúplingshús af diesel Hilux.
    Vatnskassi þarf að vera úr diesel bíl en hann passar að sjálfsögðu í orginal festingar.
    Það þarf að tengja vacum slönguna sem kemur úr soggreininni og tengja við litla dælu sem er aftan á Altenatornum.
    Rafkerfi= Svissstraumur í ádreparann á olíuverkinu, man ekki hvar ég stal honum. Sama plögg fyrir hita mæli og olíuþrýsting. Altenator var smá vesen að því að ég vissi ekki hvort ég var með altenator með innbyggðum spennustilli eða ekki. Straumur á startara. Thats all.
    Ég setti svo bara startpung úr bílanaust og takka inn í bíl til að hita glóðarkertin. Setti 12v kerti til að vera save. Líka ágætis þjófavörn.

    Ég átti ekkert við eldsneytis dæluna sem í tanknum. Tók bara öryggið úr fyrir vélatölvunni og það rennur vel í gegnum hana. Svo get ég sett öryggið í ef ég verð olíulaus og þarf því ekki að pumpa fram í húddi.
    Ég tók vélartölvuna úr og þá losnarðu við 80% af plöggum úr húddinu og þetta verður miklu einfaldara.

    Ég vil taka það fram að ég er alger rati í bílarafmagni en mér tókst þó að fá þetta allt til að virka og einu verkfærin sem ég notaði í skiptin er venjulegt topplyklasett og skrúfjárn. Eins og ég segji gæti ekki verið einfaldara og þægilegra.

    Það sem vafðist fyrir mér voru aðalega skipulagsmál í húddinu. Ég bætti við öðrum rafgeymi og því er orðið vel þröngt.

    Hér er þráður þar sem ég var í þínum sporum [url:5qjhiv16]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=12110&p=96811&hilit=+v%C3%A9laskipti#p96811[/url:5qjhiv16]
    Og hér er síða sem ég skoðaði svolítið á meðan þessu stóð http://toyotadieselmadness.com/





    16.12.2009 at 20:25 #671794
    Profile photo of Sigurður Már Sigþórsson
    Sigurður Már Sigþórsson
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 104

    er það ekki að fara úr öskunni í eldinn að setja 2,4 grútarbrennara í staðin fyrir hitt ég setti 3,1 izusu í staðin og virkar fínt á eftir





    16.12.2009 at 20:44 #671796
    Profile photo of Stefán Dal
    Stefán Dal
    Member
    • Umræður: 21
    • Svör: 425

    2.4 diesel er bara svo helvíti hentugur að því að hann passar beint ofan í. Hann er áreiðanlegur og auðvelt að auka aflið og það var til nóg af þeim.





    16.12.2009 at 21:06 #671798
    Profile photo of Hilmar Freyr Gunnarsson
    Hilmar Freyr Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 62
    • Svör: 102

    Sælir
    Takk fyrir svörin.
    Hvernig er þessi 3,1 Izuzu mótor að koma út og hvernig er að koma honum ofan í húddið, þarf ekki að breyta helling.

    Kv.Hilmar





    16.12.2009 at 22:30 #671800
    Profile photo of Vilhjálmur Arnórson
    Vilhjálmur Arnórson
    Member
    • Umræður: 23
    • Svör: 316

    Ég setti 3l diesel úr 4runner í hiluxinn hjá mér s.l. vetur. Töluvert vesen en hafðist fyrir rest, rafmagnið aðal vesenið.

    En afl munurinn mikill, þannig að það var þess virði, minnir mig….





    16.12.2009 at 23:02 #671802
    Profile photo of Hrolfur Árni Borgarsson
    Hrolfur Árni Borgarsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 878

    Villi ertu búinn að ná að aka nógu langt eftir skiptin til að finna mun? Náðirðu einhverntímann af hlaðinu á honum.:) :) :) :)





    16.12.2009 at 23:08 #671804
    Profile photo of Vilhjálmur Arnórson
    Vilhjálmur Arnórson
    Member
    • Umræður: 23
    • Svör: 316

    Já já, keyrði hann meira á tveimur mánuðum en þú keyrir útgerðina þína á 10 árum! Hahaha.

    Annars stefnir í að Hilux og ákv. bleikur willys fari að komast á örnefnaskrá. Ég held að þetta sé Samma að kenna, í hvert skipti sem hann skilur eftir bíl, þá drepst alltaf einn hjá mér líka, ég þarf að fara að koma honum yfir í sleða útgerðina

    Hjartans kveðjur





    17.12.2009 at 13:03 #671806
    Profile photo of Ólafur Hafliðason
    Ólafur Hafliðason
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 128

    ég myndi nú setja eitthvað stærra en 2,4diesel fyrir svona mikið breyttan bíl. þó að þetta séu góðar vélar þá hafa þær sín takmörk. en af hverju seturðu ekki bara einhvern skemmtilegan bensínmótor? td. 4,3vortec frá GM frekar nettur mótor sem skilar original 180-200hestum og eyðslan ótrúlega lítil.
    á sjálfur GMC jimmy með svona vél og þetta tæplega 2tonna flykki sprautast áfram. og ekkert mál að strika malbikið ef mann langar til þess, semsagt nóg afl og eyðslan ca. 12-16lítrar eftir akstri sem ég held að hljóti að teljast mjög sanngjarnt.





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.