Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hilux væl
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.07.2002 at 19:31 #191575
AnonymousEr ég sá eini sem hefur tekið eftir því að helmingur allra pósta hérna eru menn að reyna kreysta eitthvað líf útúr Hiluxunum sínum.
AF HVERJU HÆTTA MENN EKKI ÞESSU HELV. VESENI OG KAUPA SÉR ALMENNILEGA JEPPA ?????
Svaði
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.07.2002 at 19:42 #462054
Sæll Tryggvi.
Þar sem ég er einn af þessum hilux eigendum verð ég að segja að það er munur á að kreista út kraft og einfaldlega auka kraft:) þar sem ég er til dæmis ekki að fara að kreista út kraft í mínum ég er að fara að setja aukahluti og við það kemur meiri kraftur svona í bónus og í sambandi með að kaupa sér ALMENNILEGANN JEPPA áttu þá við svona diesel pæjeró eins og þú ert á?? því ég verð að segja að í mínum bókum er mmc ekki almennilegt og mun aldrei verða en þetta er auðvitað bara mitt álit en ef maður hugsar aðeins út í það þá eru við báðir svotil á sömu helv. hrísgrjónadollunum.
Ferðakveðja: Hraðfari R-2856
01.07.2002 at 20:13 #462056
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ja ekki hefur þú keypt þér almennilegann jeppa þannig að…look who´s talking
01.07.2002 at 23:32 #462058
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég vill meina að hilux eigendur séu frekar raunsæir heldur en einhverjir vesenistar, þeir gera sér einfaldlega grein fyrir því að það sé kannski hægt að ná meiri kraft úr týkinni. Þeir sem eiga "alvöru jeppa", og þá tel ég pajero ekki með, lifa bara í blindni og halda að þótt bíllinn þeirra sé flottur þá hafi hann líka nóg afl.
Svo er ekkert skrítið að hilux eigendur spái mest í þessu því þeir nota bílana sína sem jeppa en ekki innanbæjarsnattara eins og flestir pajero eigendur.
power to the people.
Elvar
02.07.2002 at 00:27 #462060
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er alveg rétt Elvar minn við Toyotu eigendur erum sko engar teprur með bílana okkar, við notum þetta vegna þess að við vitum að þeir þola það.
Kveðja
Biggi
02.07.2002 at 03:49 #462062og eitt sem mér langar að bæta inn í sambandi við þetta jújú það er mikið talað um allskonar breytingar í hilux og mín skoðun er sú að Hilux er bíll sem bæði er hægt og þolir þessar breytingar sem er verið að tala um. Það er ekki að ástæðulausu sem hilux er svona rosalega vinsæll bíll, Toyota er mjög sterkur og góður bíll miðað við japanskann bíl, það er til mikið af aukahlutum í hann, hann er auðbreytanlegur og þolir breytingu yfirburðavel.
og í sambandi með almennilegann jeppa!! hvort þú áttir þá við Pajero þá vil ég bæta inn að til dæmis hef ég heyrt aðþessir bílar séu ekki góðir eftir breytingu og ekki sé til læsing í þá en ég ætla ekki að fullyrða það þar sem ég er ekki allveg viss um það mál en þar sem ég hef unnið í heklu þá tel ég mig vita þónokkuð um Pajero og svona okkar á milli þá mundi ég ekki vilja mmc en það er bara ég með mitt álit, það eru kannski aðrir sem eru á öðru máli og svo að lokum vil ég bæta inn að þó auglysingin segi konungur jeppana þá þarf það ekki að vera satt því annars sæi maður það bara á eintökum á götunni en ég er samt ekki að meina neitt af þessu illa og óska þér bara alls hinns besta með pajeroinn þinn.Kraftakveðja: Davíð R-2856
02.07.2002 at 16:09 #462064
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í hvaða fimm ára Þyrnirósarsvefni hefur Svaðispaði verið???
Dúkkar allt í einu upp í þessum gír, algjörlega án erindis!
02.07.2002 at 17:17 #462066
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég geri mér alveg grein fyrir því að pajero er ekkert tryllitæki á jöklum en hann fer allt á sumrin og stendur sig bara ágætlega.
Annars furða ég mig á því hvað Hiluxinn er vinsæll þar sem margir aðrir kostir eru í myndini. Af hverju breyta menn ekki frekar Ford Ranger,4l vél,vel búinn að innan á heilli hásinku að framan og hægt að fá allt í þetta frá usa.
Eða þá isuzu crew cap,með 3,1 l dísil vél.
Fyrir þá sem vilja keyra um í þessum kódósum ,brjótandi drif og fjaðrir seigi ég bara ,verði ykkur að góðu.
02.07.2002 at 18:24 #462068
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það má vel vera, og svo er án efa, að öðrum bílum en Tyota megi breyta með góðum árangri. Enginn deilir um það, við höfum fyrirmyndirnar fyrir okkur út um allt.
Reyni maður hins vegar að afsala sér talibanatrúnni á ákveðna bíltegund og meti t.d. styrkleika (þar sem Hilux og LC 70 deila 1. sæti innan Toyotafjölskyldunnar), þjónustustig umboðsaðila (þar sem mörg atriði spila saman, svo sem vinsemd starfsfólks, prósentustig tiltækra varahluta og svo framvegis), endursöluverð (á hvað fæst t.d. Mussó?) og fleira þá fæst bara ein niðurstaða. Það þýðir ekkert að vera að þessu dröfli.
Hvers vegna eru menn að bíta í hælinn á öðrum vegna bíltegunda sem menn velja sér? Hvers vegna og má sá sem kaupir sér Korando ekki bara vera á Korandó án þess að aðrir séu að snupra hann fyrir það og segja honum að hann sé hálfviti?
Ég skil mjög vel áhuga manna á öðrum tegundum en Toyota, það verður hver að velja fyrir sig.
Til hvers er þessi spjallvefur? Ég hef gaman af ýmsum umræðum, sem að notum mega koma og mér finnst mjög gaman að fylgjast með ábendingum og ráðleggingum manna á milli um ýmis atriði (vegna þess að að ég er mjög skertur að hæfileikum á því sviði – en er mjög góður handlangari) sem hafa mjög fræðandi gildi. Hún er alveg ótrúleg verkfræði- og eðlisfræðikunnátta manna hér á vefnum.
En svona innihaldslaust bull um ekki rassgat, eiga bara að hætta. Þar ættu menn að fá sér cbstöð og tala á nóttunni sín á milli eða stofna spjallvef annarsstaðar.
Eins og þið sjáið er ég rossalega pirraðuráessu!
Sumarkveðja!
bv
02.07.2002 at 18:29 #462070
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sennilega væri mínu árgjaldi betur varið annars staðar fyrst ég læt þetta fara svona ofsalega í taugarnar á mér!
02.07.2002 at 18:47 #462072
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
"Ég geri mér alveg grein fyrir því að pajero er ekkert tryllitæki á jöklum en hann fer allt á sumrin og stendur sig bara ágætlega"………fáðu þér frekar Subaru Forester=eyðir minna bensíni og kemst jafnmikið
02.07.2002 at 20:26 #462074
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Gott Biggi
Og þetta er maðurinn sem er að segja hilux eigendum að fá sér alvörujeppa.
Hilux er allavega bíll fyrir allar árstíðir.
03.07.2002 at 03:45 #462076Sælir.
Mér langaði að segja þér Tryggvi að þú varst að tala um 4l ford ranger eða isuzu 3,1 dísil jújú þetta eru fínustu bílar á sinn hátt en ég persónulega hef ekki efni á að vera að borga stórar fjárhæðir í bensín ef ég fengi mér 38" Ranger þar sem ég nota jeppann minn mjög mikið og svo bæði hef ég ekki efni á þungaskatti á diesel og þar að auki langar mér einfaldlega ekkert í dieselbíl. Ég hef spáð mikið í hvernig bíll væri bestur fyrir mig og ég velti mjög vel fyrir mér hvernig bíl ég ætti að fá mér og ég skoðaði marga jeppa þar á meðal 35" Pajero og ég er alls ekki að meina þetta illa en að mínu mati er MMC ekki nálagt því að vera jafn góður og Toyota en eins og ég segi að þá er þetta bara eins manns álit. En segðu mér nú eitt þar sem þú hefur greinilega mikinn áhuga á Ford Ranger og Isuzu Crew Cab af hverju ert þú þá á Pajero??? það þætti mér gaman að vita.
Kveðja: Davíð R-2856
03.07.2002 at 09:35 #462078
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hraðfari menn skildu ekki alhæfa um eina tegund bifreiða,án þess að færa rök fyrir máli sínu.
Allar gerðir hafa sína kosti og galla,hvort sem heytið er Toyota,Nissan,Isuzu eða Pajero.
En samh:skrifum þínum hér á undan veistu ekkert um Pajero,og þegar menn vita ekki hvað þeir eru að tala um ættu þeir að sleppa því.
Hvers vegna Toyota er mest breytti bílinn er umboðinu og stefnu umboðsins í breytingamálum að þakka.
Þetta er ekki endilega bestu bílar að breyta en best hefur verið staðið að málum á umboðinu.
Málefnalegar umræður á rásinni
með kveðju Á.G
03.07.2002 at 09:36 #462080Strákar.
Hvað eruð þið eiginlega gamlir?
Þetta mynnir á pabbi minn er sterkari en pabbi þinn.Mér finst merkilegt að fullorðnir menn skuli láta svona einhliða og órökstuddar fullyrðingar hafa áhrif á sig.
Og að þið skulið nenna þessu karpi um ekki neitt.
Væri tímanum ekki betur varið í umræðu um praktískari hluti?Með kraft kveðjum
Emil.
03.07.2002 at 10:10 #462082
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kannist þið við ameríska fréttabréfið LC Engineering.com?
Þeir sérhæfa sig í 20R/22R/22RE/2RZ/3RZ vélunum frá Toyota.Eru þær lausnir sem þeir bjóða alþekktar hér á landi eða breytir landinn ekki 22R-vélunum?
Hvað haldið þið um það?
bv
03.07.2002 at 12:01 #462084Ég hef nú látið mig dreyma um að panta eitthvað sniðugt af þessari síðu, en maður veigrar sér nú við því að panta af netinu einhverra hluta vegna.
Er einhver hér á landi með sambönd við þetta fyrirtæki? Spurning hvort það væri ekki sniðugt að panta nokkrir saman til að spara sendingarkostnað og annað slíkt.Kv,
Eiður
03.07.2002 at 12:31 #462086
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er nú aðallega forvitni í mér frekar en ákv. um að gera eitthvað. En ég ætla nú samt að kaupa bæklinginn til að skoða.
14.07.2002 at 01:09 #462088
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er nú meira ruglið í ykkur strákar, japanskt, japanskt og aftur japanskt, þið eruð örugglega orðnir skáeygðir af öllu þessu bulli. Farið að skoða það sem kaninn hefur upp á að bjóða núna, ég veit að dollarinn er ekki upp á besta mót, en möguleikarnir sem bjóðast á að flytja inn bíl frá USA eru óendanlegir, kaninn er farinn að framleiða virkilega flotta og eyðslugranna bíla. Hættiði þessari endalausu þröngsýni og ennþá meira hættiði þessari hræðslu við ameríska bíla, þeir eyða ekkert meira en þessir dj…. japönsku druslur lengur…..
kveðja! kaninn
14.07.2002 at 03:31 #462090Hraðfari… Þessar 4.0 lítra vélar eru ekki að eyða neinu rosalegu. Ég fór í apríl norður í Kerlingafjöll á Explorernum mínum. Kerlingafjöll, árrbúðir að laga affelgun, kerlingafjöll gist eina nótt, Árbúðir gist eina nótt og svo í bæinn á 80 lítrum. 4Runner sem var með í ferðinni fór bara í Árbúðir og í bæinn á 60-70 lítrum.
Óskar
14.07.2002 at 22:55 #462092
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er nú eigandi að pajero 1999 á 38"
og með öllum græjum sem marga bara dreymir um.
í mínum ferðum hef ég ekki séð að Toyoturnar
séu einhverjir afburða bílar í á jöklum.
én mér finnst þetta barnalegar umræður hjá ykkur
menn sem eru með dúkkujeppa þeas pajero á 32" dekkjum
ættu ekki að vera að skjóta niður Toyletin
við vitum jú allir hversu langt maður kemst á 32" skurðarskífum.Þetta snýst bara um það að vera ánægður og sáttur með sitt
og geta farið með í allar ferðir.
þessir bílar eru ekkert heilagir þetta eru allt sömu dollurnar menn velja svo bara hvað þeim hentar
með þægindi verð og fjárhag í hugaHiluxin er ódyr miðað við drifgetu og er léttur
þó hann sé með sláttuvelamótor eins og margir aðrir jeppar
hefur hann reyst vel. Ég gef nú ekki mikið fyrir þægindin samt. En í hugum margra er það aukaatriði.Það væri gaman að sjá ykkur eyða kröftunum í einhvað
annað en að monta ykkur af litlu "skurðgoðunum ykkar"
þau verða hvort eð er ónýt eftir 10-15 ár…..Með kveðju
ColemanNjótum lífsins og höfum gaman af og verum vinir
Við höfum frelsi til að velja okkar eigin bíla….
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.