Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hilux v6 3.0 TURBO
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 15 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.05.2009 at 19:34 #204403
þannig er að ég á Hilux 1990 með v6 vélinni og var að spá hvort að einhver hefði sett túrbínu á þessar vélar hér á landi og ef þið vissuð eithvað um það að pósta því þá hér
og það er ekkert sem kallast heimskulegt í þessari umræðu heldur bara mis gáfulegt 😀 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.05.2009 at 01:54 #647848
EN , ég er búinn að leita töluvert að þessu á netinu. Niðurstaðan er sú, að þetta er alls ekki svo alvitlaus hugmynd.
Kosturinn við þessa vél fyrir þessa framkvæmd, sem er jafnframt hennar helsti galli almennt, er að pústið er leitt eftir "crossover" röri yfir á vinstri hlið. Þess vegna er frekar lítið mál að setja túrbínu á draslið þeim megin, draga loftið frá MAF skynjaranum og þrusa því inná vélina. Ekkert allt of mikið pláss, en alveg nóg.
Kajllarinn í vélinni þolir þetta vel, talinn þola 250hp+, jafnvel meira.
Eitt sem þarf kannski að huga að er að endursmíða "crossover" pípuna þannig að hún liggi ekki alveg uppvið cylinder nr. 6 (aftasta vinstramegin), en hitinn frá henni er víst meginorsök heddpakkningavandamála í þessum mótorum.
5-6psi ættu að vera í lagi án grundvallarbreytinga á bensínkerfi, kannski þarf eitthvað að bæta við bensínþrýsting, en það er ekki víst. Nauðsynlegt að fylgjast vel með neistabanki(detonation) til að grilla ekki draslið.
Ég er reyndar að pæla í blower á þessa vél, gæti verið ansi skemmtileg þannig, fislétt og traust að mörgu leyti.kv
Grímur
21.05.2009 at 16:58 #647850þetta með að setja blower þá hef ég nú verið að leita aðeins og ekki fundið neitt til að breyta þessari vél
en hvaða túrbína ætli væri best í þetta??? úr GT imprezu???
og svo var ég að spá veit að það hljómar heimskulega en er ekki nóg að keyra bínuna á 3 stimplum semsagt hafa flækjur hægramegin og svo mainfold og bínu vinstramegin??og geturu útskýrt neistabank aðeins fyrir mér
Heiðmar
21.05.2009 at 18:11 #647852Flækjur og twin turbo ……. :þ
21.05.2009 at 20:31 #647854Jamm, twin turbo hljómar svolítið skemmtilega! Strákarnir í Ammeríkunni eru nokkuð duglegir að tjúna þessar vélar og hafa allavega farið e-ð yfir 300 hestöfl sem gefur nú tilefni til að halda að kjallarinn þoli gott betur en þessi orginal 150. Þessi vél hefur líka verið talin töluvert yfirsmíðuð miðað við það sem tekið er út úr henni.
En, NEI! Það er ekki í lagi að setja túrbínuna bara á aðra pústgreinina og hvað? Bústa þá bara á hálfa vél eða alla 6?!? Þú fengir allt of mikið mismunaálag á strokkana fyrir utan mjög misháan afgashita milli hægri/vinstri.
Kveikibankið er forkveiking á eldsneytis/loft- blöndunni inni í strokkunum áður en kertið neistar til að kveikja í. Þetta gerist vegna sjálfsíkveikingar á eldsneytinu við hærri hita vegna hærri loftþrýstings inn á vél sem getur verið bæði með túrbínu eða blower.
Knocksensorinn á að nema þetta bank og seinka kveikjunni til að komast fyrir bankið. Ef hinsvegar er búið að breyta vélum með því að setja við þær blower/túrbínu getur verið að forkveikingin verði það mikil að hún sé komin út fyrir það svið sem knocksensorinn ræður við.
Þetta er hægt að minnka með því að nota bensín með hærri octantölu eða t.d. stillanlegt MSD-kveikjukerfi.Kv. Sigurþór, sem er með 3.0 V-6 og vill fleiri hestöfl!!! =)
23.05.2009 at 01:44 #647856…það virðist ekkert "kitt" vera til með blower akkúrat á þessa vél, það þarf að sérsmíða þetta alltsaman.
Varðandi bínuna, þá er einmitt upplagt að setja hana bara á greinina bílstjóramegin, pústið er allt leitt þangað og sett einhvern veginn snaröfugt saman original, en virðist alveg geta gengið flott með því að skella öllusaman í gegn um blásarann þar.
Og já, kjallarinn er massa yfirhannaður miðað við það sem tekið er útúr vélinni, skilst að það þurfi t.d. ekkert að pæla í hraustari sveifarás eða þessháttar. Einna helst að stangir og stimplar séu takmarkandi ef mjög mikið er tekið útúr draslinu, t.d. með nítró.
Ég hallast allavega að því að þetta sé alveg ágætis hráefni, fæst oftast fyrir tiltölulega lítið, lekur ekki olíu, er fislétt miðað við flestar aðrar (skilst að hún sé bara lítið þyngri en Rover V8 sem lekur olíu nema hún sé olíulaus…
)
kv
Grímur
23.05.2009 at 19:27 #647858já ég á til bínu úr saab 900 turbo og er svona að spekúlera að nota hana en ætti maður ekki bara að breyta crossoverpipeinu þannig að það sé lengra frá blokkinni og sé ekki að bræða heddpakkninguna eða steykja ventlana ?????
og hvað á maður að byrja á að láta hana boosta mikið??4-5psi??
23.05.2009 at 19:45 #647860Rotrex.com þetta fyritæki framleiðir supercharger fyrir hvaða bíl sem er Sigurþór Þórsson skoðaðu þetta
http://www.supercharger-experience.com/cars.php
23.05.2009 at 20:55 #647862Sælir…
Mig hefur oft langað að prufa að turbovæða v6.
Mín hugmynd var að setja tvær litlar túrbínur sem koma "fyrr inn" sem og miklu betra heldur en ein stór.
En eftir að hafa farið í gegnum svona turbovæðingu á öðrum mótor þá fylgja bara svo mörg vandamál að ávinningurinn hverfur fljótt..td hita vandamál,vera með lífið í lúkunum hvort draslið sé að bráðna í húddinu td stimplar og fl.
Ég valdi að kaupa 7mgte mótor sem er orginal 230 hö og togar slatta þessi mótor passar mjög vel í 4runner/Hilux og allt orginal Toyota ekkert mix!!!
Eftir á að hyggja þá vildi ég óska þess að ég hefði farið þessa leið strax í byrjun þá hefði ég verið fleirri daga á fjöllum en í skúrnum!!!!!!!!!!!Kv Bóndinn
23.05.2009 at 23:29 #647864passar supru vélin beint á kassan úr v6 hiluxnum??
og hvaða vél endaðiru með???? 7mgte??
24.05.2009 at 11:56 #647866Já, 7M-GTE hljómar sem spennandi kostur fyrir þessa bíla! Kom þessi vél nema til ´91 og það í Supru? Og hvernig er að fitta hana við V-6 kassann, er það beint "bolt on" við sama kúplingshús?
Kv. Sigurþór
24.05.2009 at 16:03 #647868Af hverju að vera að pæla í turbovæðingu á Toyotuvélinni þegar einfaldara er að fá sér bara 4,3 V6 Vortec vél sem er einhver 180-200 hestöfl orginal og togar 332-353 Nm. Þessar vélar hafa verið settar í Toyotur og komið vel út. Ég bíst við að ekki sé verið að spá í eldsneytissparnað svo að því ekki að skoða þetta. V6 Toyotuvélin er að skila 159 hestöflum og togi uppá 173 Nm svo að það er töluverður ávinningur af því að skipta yfir í Vortecinn , sérstaklega hvað varðar tog en það er það sem skiptir mestu máli í jeppa eins og allir vita. Sé að bóndinn nefnir 7MGTE vélina og er hún ekki vitlaus kostur, aðeins hærri hestaflatala en svipað tog. Eini gallinn er sá að það er ekki auðvelt að nálgast þær hér heima, ég veit þetta af því að bróðir minn var að leita sér að svona vél í Supru hér um árið og gekk illa. Minnir að hann hafi endað með að kaupa vél úti og flytja inn sjálfur.
[url=http://www.rockymountainxtremetoyz.50megs.com/photo.html:x21j7ozh][b:x21j7ozh]Hér[/b:x21j7ozh][/url:x21j7ozh] er slóð á síðu þar sem sjá má Vortec í ofan í 4Runner, virðist bara fara nokkuð vel þarna.Kv. BIO
24.05.2009 at 17:53 #647870v6 er að skila orginal 145 hö og 180 ft-lbf sem gera 244 nm takk fyrir takk
en þar sem Þú talaðir um að 7mgte vélarna væru vandfundnar ertu þá að segja að þessar gm vortech vélar liggi á lausu útum allt?
24.05.2009 at 18:14 #647872Það er örugglega auðveldara að finna þær heldur en Spuruvélina. Það var verið að auglýsa svona vél hér á vefnum fyrir nokkru síðan og svo er svona vélar að finna í Chevrolet Blazer, GMC Jimmy, Chevrolet Astro og Chevrolet S-10 þannig að það hlýtur að vera hægt að finna þetta einhverstaðar kannski bara spurning um verð. Þessar upplýsingar um V6 Toyotuvélina fann ég einhvertímann á netinu og sel þær því ekki dýrar en ég keypti.
Kv. BIO
24.05.2009 at 20:54 #647874Sælir.
já ég endaði með 7mgte sem ég flutti inn í gegnum ebay.
7mgte passar á 4cyl kassan úr hilux með kúplingshúsi af 5mge.Svo er hægt að kaupa kúplings hús til að nota v6 kassann.
Það þarf að breyta mótorfestingum fyrir 7mgte.
V6 vortec hefur aldrei heillað mig vegna þess að ég sé ekki tilgang að fjölga hestöflum og fá helling af þyngd.
Þessar ameríku vélar eru alltof þungar miðað við afl!
En auðvitað fynnst öllum sitt best!!Kv Sigurgeir
24.05.2009 at 21:07 #647876Svo er líka hægt að fara í 5VZ-FE sem er 3,4l. úr seinni árgerðum af Runner og bensín 90 cruiserum sem er að skila orginal um 190 hestum og hægt að tjúna hressilega upp með TRD-supercharger pakka. Hún er líka að torka betur en 3VZ-E.
Önnur 3,0l. Toyota vél sem heitir 3VZ-FE gæti líka hentað þessum bílum vel, en hún er í raun endurbætt 24 ventla four-cam útfærsla af eldri 3VZ-E. Sú vél er orginal 185 hestöfl og fer í 200 með flýtingu á kveikju og smá fikti í loftflæðiskynjara, en hún var td. í Camry fólksbílum hér um nokkur ár. Svipaður hestaflafjöldi og Vortec-inn en auðvitað minna tog. En þar gæti verið um meiri "bolt on" vinnu að ræða og einnig er til superchargerkit á hana.Kv. Sigurþór
21.10.2009 at 16:23 #647878lýst ykkur semsagt ekkert á að hafa þetta svona ??
[img:sx9ce0rf]http://i34.tinypic.com/2r38479.jpg[/img:sx9ce0rf]
21.10.2009 at 20:49 #647880
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jújú, nokkuð fínt bara, ég myndi reyndar sleppa flækjunum frekar og einangra crossover rörið eða mixa það eitthvað lengra frá heddunum. Flækjur gera voða lítið þegar verið er að keyra túrbínu á afgasinu hvort sem er.
Velja bínu með wastegate, svo að hægt sé að stilla bústið. Ég myndi veðja á að 5-7psi sé alveg safe með núverandi bensínkerfi, gerir líka pottþétt alveg helling, sérstaklega ef hún kemur inn við ca 1500rpm.
kkv
Grímur (Sem er í svipuðum pælingum með eins vél)
21.10.2009 at 21:42 #647882Nei, ég get ekki sagt að mér lítist vel á turbo uppsetningu þar sem 3 stimplar eiga að sjá um að knýja túrbínu fyrir 6!!! Þetta er bara allt annað en gott í vélfræðilegu tilliti.
Þú myndir fá gífurlegann mismun á afgashita milli hægri og vinstri, þyrftir í raun sitthvorn kveikjutímann og mjög ójafna krafta inni í vélinni. Ég myndi einnig halda að það þyrfti aðra tölvu fyrir turbo uppsetningu á bensínvél með beinni innspýtingu. Bæði vegna kveikju og bensíns! Þar sem þyrfti einnig að vera map-skynjari í soggrein til að vélin fái aukið bensínmagn þegar túrbínan fer að blása. Annars værirðu kannski með of ríka blöndu á lágsnúning með sótun ofl. Og alltof veika blöndu þegar túrbínan fer að vinna með tilheyrandi aukningu á brunahita.
Menn þurfa að athuga að bensínvélarnar vinna á allt öðru lögmáli en gömlu dieselvélarnar sem menn voru oft að mixa túrbínur á með fínum árangri. Þar komst maður upp með að þjappa inn öllu lofti sem hægt var og svo var bara aukið í olíuverkinu þar til fór að reykja og aðeins til baka!Annars góð og gild pæling! 😉
Kv. Sigurþór
22.10.2009 at 00:07 #647884Gæti þessi túrbínu uppsetning ekki virkað með mjög útpældri pústgrein þeim megin sem túrbínan er?
Annars er það bara Twinturbo, það er kannski meira en þessi kjallari óbreyttur ræður við.
22.10.2009 at 22:42 #647886
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kjallarinn í þessari vél er víst ansi rækilega yfirhannaður, og þolir vel yfir 250 hestöfl. Hef heyrt tölur yfir 300 fyrir óbreyttan kjallara.
Það er kannski helst að stimplar verði eitthvað vesen.
Þegar farið er að blása svakalega inná bensínvélar er lykilatriði að minnka þjöppuna til að sleppa við forkveikjuvandamál (neistabank). Einnig að nóg bensín sé til reiðu á móti öllu súrefninu.
Ég gæti vel trúað að þjappa niður í ca 1:7 gæti komið til greina fyrir mikla tjúnningu. Það kostar auðvitað aðra stipla eða stangir, eða jafnvel fræsingu úr heddum ef efnisþykktir leyfa.Fyrir milda þjöppu (5-7psi eða svo) er örugglega nóg að nota 98oktan bensín til að halda draslinu bankfríu, þ.e. ef MAF skynjarinn er þannig stilltur að hann gefi signal fyrir nóg bensín. Seinkun á kveikju getur líka komið til greina.
Annars líst mér þrælvel á þessa pælingu, twinturbo eða crossover….sennilega bara smekksatriði.
kkv
Grímur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.