This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Jón Hrafn Karlsson 13 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Góða kvöldið,
Er með 2004 árgerð af Hilux (2.5 D4-D) sem getur nú seint talist mjög sprækur bíll og því fékk eigandinn áfall í dag þegar hann varð þess var að einhver af þessum örfáu hestöflum eru orðin lasin.
Þetta lýsir sér þannig að þegar bílinn er keyrður í 2.000 snúningum og gefið snarpt inn (líkt og eigandinn gerir þegar hann verður var við Patrol í baksýnisspeglunum) þá byrjar snúningsmælirinn að stíga og við 2.500 snúninga er eins og það komi smá hik á kraftinn sem virðist svo vera farið þegar komið er uppfyrir 3.000 snúningana. Þannig að í stuttu máli kemur smá hik þegar honum er gefið snarpt inn, að öðru leyti er hann alveg einkennalaus.
Skipti um í kvöld hráolíusíu, loftsíu og smurði vélina. Fyllti á tankinn ef ske kynni að þetta væri olían sem væri að stríða mér. Er að velta fyrir mér hvað þetta gæti verið. Loftflæðiskynjari? Skynjarinn í pústinu farinn? Kuðungurinn farinn? Slæm öndun á tanknum (kom smá sog þegar ég tók lokið af en ekkert meira en venjulega)? Ímyndunarveiki í eigandanum? Mótþrói eftir að hafa trassað það að bóna hann síðustu vikur?
Hver er með öll svörin?
You must be logged in to reply to this topic.