This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl 17 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Jæja núna er kominn tími á kúplingu í hiluxinn sem er 2.4 dísel árgerð 1990. Hvaða kúplingar hafa verið að reynast best ?
Stilling (Ekki til)
Fálkinn (24þús)
Bílanaust (30þús)
Toyota (40þús)Bíllinn fór á stangarlegum uppi í 1250m hæð á Langjökli núna á laugardagskvöld og þurfti að skilja hann eftir, náði honum næstum því niður í Slunkaríki (vantar 1.2km uppá) á sunnudag og frammá morgunn á mánudegi og þá komumst við ekki lengra vegna þungrar færðar og allir orðnir of seinir í vinnu. Þannig að ég þarf hvort eð er að rífa þetta (Kassinn er lélegur líka og verður skipt) set í bílinn kassa og vél sem eru í kringum 200-220þúsund og finnst svosem allt í lagi þó svo kúplingin sé ekki sú öflugasta þar sem ég geri þetta sjálfur og hef aðstöðu. Munar slatta í verði frá Fálkanum og upp í Toyota, vill samt ekki sjá kúplingu sem ég verð hræddur um í fyrstu almennilegu festunni.
PS: Alveg fullt af munaðarlausum bílum í nágrenni við Slunkaríki, Tacoma, 2x Hilux, Patrol og einn enn minnir mig.. Hvern fjandinn gekk eiginlega á þarna um helgina :))
You must be logged in to reply to this topic.