This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 17 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sælir,
Mig vantar ráð hjá ykkur. Þannig er mál með vexti að ég er á Hilux extra cab á 35″ dekkjum með 5:29 hlutföllum. Afturdrifið fór í honum um daginn og keypti ég drifköggul með 5:29 hlutföllum og loftlás hér á spjallinu. Þegar ég set köggulinn í kemur í ljós að hlutföllin á kögglinum eru 5:71 en ekki 5:29 eins og stóð í auglýsingunni! Auðvitað svarar seljandinn mér svo ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og skilaboð á símsvara. Það lítur því út fyrir að ég sitji uppi með drifið. Ég var að spá hvað væri best að gera í stöðunni þannig maður sleppi sæmilega ódýrt frá þessu. Er einhver leið að setja gömlu 5:29 hlutföllin í nýja drifið og ef svo er er dýrt að láta stilla þau? Eins var ég að spá hvort maður ætti kannski að reyna að skipta við einhvern á 5:29 og 5:71 framdrifskögglum þannig hlutföllin í bílnum yrðu bara 5:71. Endilega segið mér hvað þið mynduð gera í stöðunni þar sem ég hef frekar takmarkað vit á þessu.
Kveðja,
Jón
You must be logged in to reply to this topic.