Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hilux hlutfallabras
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.03.2007 at 01:00 #199858
Sælir,
Mig vantar ráð hjá ykkur. Þannig er mál með vexti að ég er á Hilux extra cab á 35″ dekkjum með 5:29 hlutföllum. Afturdrifið fór í honum um daginn og keypti ég drifköggul með 5:29 hlutföllum og loftlás hér á spjallinu. Þegar ég set köggulinn í kemur í ljós að hlutföllin á kögglinum eru 5:71 en ekki 5:29 eins og stóð í auglýsingunni! Auðvitað svarar seljandinn mér svo ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og skilaboð á símsvara. Það lítur því út fyrir að ég sitji uppi með drifið. Ég var að spá hvað væri best að gera í stöðunni þannig maður sleppi sæmilega ódýrt frá þessu. Er einhver leið að setja gömlu 5:29 hlutföllin í nýja drifið og ef svo er er dýrt að láta stilla þau? Eins var ég að spá hvort maður ætti kannski að reyna að skipta við einhvern á 5:29 og 5:71 framdrifskögglum þannig hlutföllin í bílnum yrðu bara 5:71. Endilega segið mér hvað þið mynduð gera í stöðunni þar sem ég hef frekar takmarkað vit á þessu.
Kveðja,
Jón -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.03.2007 at 01:21 #583420
algengast er, þegar brotnar drif að það brotni annað hvort tennur í pinnjón eða krans, en það eru akkúrat þeir tveir hlutir í drifinu sem mynda hlutfallið í því. útfrá þessu má álykta að þú getir ekki sett hlutfallið þas. kransin og pinnjóninn í nýja drifið og þarmeð fengið heilt 5:29 drif.
þá er eftir sá möguleiki að skipta annaðhvort afturdrifinu eða framdrifinu ef þú færð einhvern til þess að skipta við þig, þá skiptir líka miklu máli hvort að um er að ræða klafabíl eða hásingabíl.
persónulega myndi ég ekki fara í lægra drif en 5:29 á "35 dekkjum, þá gætiru alveg eins ekið um á zetor.
kveðja siggias
ps. Davíð Karl er samhvæmt mörgum spjöllum hér á netinu um röravæðingu á fjórhlauparanum hanns, búinn að sanka að sér ýmsum ópasslegum drifum og hásingum að framan og ætti kannski eitthvað til skiptana fyrir þig.
06.03.2007 at 01:48 #583422Takk fyrir að skýra þessi blessuðu hlutföll fyrir mér. Það brotnaði tönn í kambhjólinu (stóra) þannig gömlu hlutföllin eru ábyggilega ónýt. Afturhásingin er sú sama og í dobblaranum en mig langar samt miklu frekar að halda afturdrifinu og sjá hvað bíllinn gerir í torfæru með læsingu. Svo er hann á klöfum að framan, 7,5" að ég held. Ef einhver vill skipta á svoleiðis köggli með 5:71 og mínum 5:29 væri það vel þegið.
Annars hef ég aðeins verið að spá í þessum hlutföllum. Bíllinn er með orginal 2,4 diesel vél og var á 33" með 5:29 hlutföll. Hann var bara þokkalegur þannig, enda fer maður nú varla yfir 100 km hraða á þessum bílum. Eftir að hann fór á 35" varð hann mun linari. Í brekkum eða þokkalegum mótvindi er bölvað vesen að ná honum upp úr 3. gír í 4. Þess vegna var ég að spá hvort það væri ekki bara þjóðráð að fara í 5:71 þó svo maður sé bara á 35". Hvað finnst ykkur?
06.03.2007 at 02:23 #583424gleymdi víst að setja fyrirsögn á síðasta póst…
06.03.2007 at 03:26 #583426Sæll Jón og leiðinlegt að heyra hvernig seljandinn stýrir þessum málum.
En það er rétt hjá sigga að ég er að fara að hásingavæða rönnerinn þar sem mér fannst það vera það skynsamlegasta í stöðunni hjá mér þar sem ég ætla að hella mér út í meiri öfgafullar breyingar á næstu misserum, en ég lenti einmitt í svipuðu og þú ég semsagt braut frammdrifið hjá mér í sumar alveg í döðlur svo það var brugðið á að leita sér að drifi með húsi og öllu í klafana 7,5" og redda þar með málunum (það var áður en breytingarnar voru ákveðnar) og fékk ég drif með 4:88 hlutfalli eins og var í runnernum og kaupi ég drif af manni sem er mjög vanur toyotum og búinn að vinna við þær í nokkur ár (nefnum engin nöfn samt) og fékk ég drif úr Hi-ace sendibíl og fullvissaði hann mig um að það passaði og það þyrfti bara að skipta um pönnuna og flansinn til að þetta myndi smella í runnerin og ég auðvitað tók það gott og gilt þar sem umræddur maður ætti (hefði maður haldið) að vita þetta alveg á hreinu en nei þetta drif er visa-versa af Hilux/4Runner drifi og þetta passaði engannveginn og var ég einmitt búinn að ræsa einn til að hjálpa mér og við vitleysingarnir tókum upp á því að byrja að setja öxla í og ganga frá því en allt kom fyrir ekki og þurftum við að taka allt úr aftur og án þess að setja framdrif í bílinn.
og í dag er ég með Runnerinn án framdrifs og öxla ónýtar hjólalegur spindla balance stöng að framan og flr og viti menn blessaða Hi-ace drifið er ennþá úti á túni hjá mér! Svo ég svona skil nokkurn veginn hvað þú ert að ganga í gegnum með þessi afturdrifskaup.
en með hlutföllin þá skal ég segja þér að ég átti double cab á 38" með lengdum palli (mynd í albúmi) og var sá á 5:71 og það gefur auga leið að erfiðara er fyrir bíl að snúa 38" heldur en 35" eins og þú ert með og fyrir utan aukaþyngd sem var á lengdum bíl (held að þú sért ekki á lengdum:D) og var Hiluxinn hjá mér alveg hrikalega ömurlega gíraður og kunni ég aldrei við þessi 5:71 og þar að auki er helsti ókostur við þau að þau eru svo veik að það mætti halda að þau væru úr lakkrís þessi &#%$ svo ég segi ekki lægra en 5:29og hananú:D og þess má geta að runnerinn fer á 5:29 og mun hann verða breyttur þannig að ég hafi þann möguleika að setja 44" undir þó hann verði á 38" til að byrja með svo þú sérð það að ég er að vísu með v6 bensínmótor en hann fer ekki á lægri en þetta fyrir 44" hjá mér og ég get nokkurnveginn verið viss um að þinn (diesel) togi meira heldur en minn (nema það séu þessi 4:88 hlutföll að gera það hjá mér)
en ég vona að þessi saga mín sem átti að verða mikið styttri geti hjálpað eitthvað en þú getur auðvitað reynt að auglýsa hér á vefnum um skipti við þig en ég á hvorki 5:71 né 5:29 handa þér því miður annars mundi ég redda þér á no time.
Gangi þér vel með þetta og hikaðu ekki við að spurja.
Kv Davíð Karl
06.03.2007 at 09:12 #583428sæll, ég á köggul með 5.29.
Þú getur haft samband við mig í kvöld ef þú vilt skoða það.
þórður 6699460
06.03.2007 at 10:16 #583430ekki vitlaust að kaupa köggulinn af þórði, færa kambinn og pinnjóninn yfir í drifið með læsingunni, eða færa læsinguna yfir í hitt drifið, þá ertu kominn með læst 5:29 drif. og getur leikið þér að vild. þannig getur þú huggað þig við að þú græddir alltaf læsinguna úr drifinu sem var prangað ranglega inná þig. reikna með að þú hafir fengið þetta á langt undir læsingaverði.
06.03.2007 at 11:06 #583432Sæll
mundu bara að skipta um allar legur og pakkdósir, líka í læsinguni fyrst þú ert að opna þetta á annað borð…
pay now, or you will pay (more) later. þannig virkar þetta stöff oftast.
kveðja,
Lalli
06.03.2007 at 12:14 #583434Davíð, það er hundfúlt að lenda í svona vitleysingum. Maður hélt nú að þetta spjall væri frekar öruggur vettvangur fyrir viðskipti þar sem menn verða að skrifa undir nafni en sumir eru bara illa innrættir að eðlisfari. Gaurinn sem ég verslaði við kynnti sig sem bifvélavirkja og sagðist vinna á partasölu þannig ég efaðist ekki um að hann vissi hvað hann væri að selja. Þegar ég kíkti á partasöluna sagði eigandinn að hann hefði bara unnið þar í nokkra daga og stolið öllu steini léttara…
Annars er ég á báðum áttum með hvoru hlutfallinu maður ætti að halda. Ég talaði við einn á breytingarverkstæði Toyota í gær og hann vildi meina að það væri ekki mikill munur á styrkleika milli 5:29 og 5:71, þó vissulega væri 5:71 aðeins veikara. Maður hefði haldið að styrkleikinn ætti ekki að vera stórmál á 35" með grútlinri vél. Reyndar spurning hvort maður méli það frekar þegar loftlásinn kemst í gagnið. Það væri gaman að heyra frá einhverjum á 35" með 2,4 diesel og 5:71 hlutföll, hvernig það er að koma út. Eins hvað bíllinn fer hratt í 5. gír á 3000 snúningum, svona til að fá eitthvað viðmið.
Hvernig er það ef maður myndi fá 5:29 drif að aftan, hvort borgar sig að henda lásnum yfir eða hlutföllunum og er það eitthvað sem þokkalegur bílskúrsverkstæðismaður (félagi minn) getur gert eða þarf atvinnumenn í verkið?
Lárus, þegar þú talar um að skipta út legum og pakkdósum ertu þá að tala um hjólalegurnar eða….
Kveðja,
Jón
06.03.2007 at 13:01 #583436þú ættir nú, áður en þú talar um líkurnar á að máttlaus vél og "35 dekk séu líkleg til að brjóta drif og því sé í lagi að hafa drifið veikara, að athuga það að þú ert nú þegar með brotið afturdrif af sterkari gerðinni.
góður bílskúrskall getur auðveldlega sameinað drifið og lásinn og þá er auðveldara að færa hlutföllin yfir því það er búið að leggja loftlagnir, bora og föndra læsinguna í 5:71 drifið.
þó myndi ég láta gott verkstæði stilla saman kamb og pinnjón, efað bílskúrskallinn vinur þinn veit ekki nákvæmlega hvað hann er að gera, því ef tennurnar eru ekki rétt stilltar saman þá er það ávísun á brot.
legurnar sem lalli talar um eru legurnar í sjálfum kögglinum, ekki hjólalegurnar, og pakkdósirnar útur drifhúsinu, bæði pinnjónspakkdós og pakkdósin útí öxla.
06.03.2007 at 13:55 #583438Bara til að minna á, þá eru allavega tvær gerðir af 8" afturdrifi algengar í Hilux/4runner.
V6/4cylTurbo gerðin sem er með miklu verklegra húsi(auka styrktarribbur og sverari) ásamt eitthvað sverari pinjón(iðulega í 4runner).
Það þarf því að mig minnir aðrar legur fyrir sverari pinjóninn, ég held að það sé samt hægt að blanda þessu saman með réttum legum.
Allavega, mér skilst að hvaða drif sem er (1:4.10 / 1:4.88 / 1:5.29 / 1:5.71) sé töluvert sterkara í sverari gerðinni, þar sem húsið svignar minna til hliðar í átökum, þannig að tennurnar grípa réttar (dýpra) en í 4cyl/diesel útgáfunni við fullt átak.
Þau drif sem græða mest á þessu eru að sjálfsögðu lægri drifin sem eru veikari fyrir vegna þess hve lítill snertiflötur er á milli tanna. Það er því engin spurning að taka sverari gerðina ef maður hefur val…
kv
Grímur
06.03.2007 at 14:08 #5834405:71 hlutfallið er að margra manna mati of veikt í hlutfall því mæli ég ekki með því og eins og Grímur segir hér að ofan að þá er það rétt að /runnerinn er með sverara drif en að ég held er það bara að aftan ég hef allavega notað framdrif úr 4Runner í 2,4 hilux ex-cab með góðu móti en það er eins og stendur hér að ofan best að láta vana menn stilla inn hlutfallið og talaði Arctic Trucks um 50 þús fyrir bæði hlutföllin við mig á sínum tíma sem gera þá ca 25 þús fyrir eitt hlutfall en verðið gæti hafað lækkað/hækkað síðan.
svo þarftu að passa þig að keyra inn hlutfallið þ,e,a,s ekki taka á því af fullum krafti til að byrja með eins og með aðra hluti sem eru nýjir og svo hugsa um drifin og athuga reglulega hvort sé í lagi með olíu á drifum og hvort að nokkuð hafi komist vatn inn á þau er góð regla rétt eins og þú mælir olíu og annað slíkt.
og þú ert búinn að brjóta sterkara hlutfallið núþegar hitt er bara lakkrís trúðu mér
Kv Davíð Karl
06.03.2007 at 15:18 #583442Passa ekki 5,29:1 úr hi-lux 90árg yfir í hi-lux 87árg? Er þetta eginlega ekki bara það sama?
06.03.2007 at 15:51 #583444ég held að það eigi að passa en þori ekki alveg að fara með það en ertu að tala um framm eða afturdrif??
Dabbi
06.03.2007 at 15:55 #583446Ef allur köggullinn er færður, þá passar þetta 100%.
Ef ’90 bíllinn er t.d X-Cab V6 þá er pinjóninn þar sverari, ég er ekki alveg viss hvort hægt er að ljúga honum í veikari keisinguna…það þarf allavega aðrar legur en í þeirri keisingu…..og já, ég er bara að tala um afturdrifið…
hvað framdrifið varðar, þá er drifið úr hilux (X-cab) með original manual driflokum lang hentugast, það er ekki vakúm-pung-drifið kúpla-öxli-í-sundur system á því. Það dót er alger pína og á ekki heima í jeppa. Manual lokur takk fyrir pent
06.03.2007 at 16:25 #583448sem ég ætla að setja minn framan og aftan eru með no-spin ég er á ec 2,4 tdi en hinn dc 2,4tdi með venjulegar driflokur og no-spin svo er ég að spá hvort hægt sé að færa no spin milli 5,29 og 5,71 eða bara setja úr 5,71 eða 5,29 yfir í 4,88?
06.03.2007 at 16:56 #583450
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
mæli með 5.71 hlutfalli ef þú ert með disel ég átti hilux á 35" og 36" dekkjum og var með hann á 5.71 hlutfalli og þetta brotnaði aldrei hjá mér í 4 ár sem ég keyrði kaggann og ég var með allveg eðal 2,4 disel túbbólaust og þetta hentaði honum fínt og bjargar manni mikið í snjó .
Kv Hjalti gamli
06.03.2007 at 17:08 #583452auðvitað braustu ekki lakkrísdrifin í gamlarauð því það var meiri kraftur í batterísborvélinni minn heldur en í honum:D neinei þessi bíll sem um ræðir er á klöfum að framan (nema búið sé að skipta því út) en þinn var á hásingu og svo er hann nú þegar búinn að brjóta eitt 5:29 hlutfall sem er eins og þú veist sterkara en lakkrísið og svo skiptir auðvitað ökulag máli líka en jújú það er ótrúlegt að gamlirauður hafi ekki brotið drif sko
5:29 Amen
Dabbi
06.03.2007 at 17:13 #583454
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já mesta furða bara kunna að keyra þá ertu ekki með allt í höndunum En já klafar uss þar fórstu með það eitthvað sem ég vil ekki og hef ekki komið nálægt . Þó svo að nýji sé á hálfgerðum klöfum en samt ekki . Segi bara pass en hásingu undir þetta málið dautt klafar eru aldrei til friðs .
Kv Hjalti gamli
06.03.2007 at 17:18 #583456hvað segiru hjalti hvenar fæ ég svo að handleika nýja bílinn með slípirokknum og sleggjunni??? ég skal lofa samt að láta rafmagnið vera held að það sé best:D
en já klafar eru bara yesterday dót sko bara rör og ekkert ves en já jón ég sendi þér e-mail endilega kíktu á það og láttu mig vita.
Kv RöraDabbi
06.03.2007 at 17:23 #583458
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þú rokk minn bíll never nema ég vinni í lottó 😉 lowprofile dugar mér í bili .
Kv Gamli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.