This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörleifur Helgi Stefánss 21 years ago.
-
Topic
-
Sæl öll.
Ég hef hug á að vita hvort einhver kannist við eða muni eftir rauðri Hiluxbifreið með skráninganúmerinu T-104 (seinna GU-754) sem mér skilst að hafi verið einn af þeim fyrri af þeirri gerðinni sem tók þátt í jeppamennsku, þ.e. var breytt fyrir stærri barða. Hann var upphaflega með 2,2l mótor, hækkaður á grind og boddýi, á 31″ – 33″ dekkjum, með sérsmíðuðu húsi og sætum sem skáru sig úr, voru sérsmíðuð og bólstruð rauð eins og bíllinn. Bíllinn var á sínum tíma búinn kösturum á stórum bogum og hann prýddi stórt og sportlegt framrúðuskyggni. Þessi bíll tók að mér skilst m.a. þátt í einni af fyrstu ferðunum sem voru farnar yfir Vatnajökul, og var á mynd ásamt 3 öðrum bílum sem var að líkindum tekin í þeirri ferðinni sem hékk lengi inni í gamla Bílanaust. Það er líklega misminni en mér finnst eins og að sá sem seldi okkur bílinn hafi verið kallaður „rakari“, en ég var nú reyndar barnungur þá. Ég veit þó að þessi bíll átti sér töluverða sögu áður en hann kom til okkar og var með þeim fyrri til að vera breytt og því leikur mér hugur á að vita hvort menn eigi til sögur eða einhverjar minningar um þennan ágæta bíl.
Kveðja, Hjölli.
You must be logged in to reply to this topic.