Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hilux D/C v.s. Cruiser eða Patrol
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.01.2003 at 17:44 #191968
AnonymousEr í vetrar-fjalla-jeppa-hugleiðingum. Enn sem komið er eru þessar pælingar bara á pappírunum og yrði þetta minn fyrsti vetrarbíll. Ég tók eftir einu sem mig langaði að athuga hvað menn segja um. Geri mér grein fyrir að þetta gæti verið eins og að hella olíu á eldinn í „deilum“ manna um hvaða jeppar eru bestir…so be it 😉
Hef verið að spá í þetta með Toyota versus Patrol, ég er nánast búinn að afskrifa ammerísku bílana vegna þess að ég vil absolut 4ra dyra bíl (með pláss fyrir slatta af drasli) MEÐ DÍSEL án þess að þurfa að byrja á að skipta um vél…
Tók eftir að nýr Hilux doublecab kostar um 2,6 millur og breyting kannski um 1 millu. En fyrir Patrol eða Cruiser þarf svo að bæta við hvað!…a.m.k. 2 millum í viðbót við þessa upphæð. Þess vegna langaði mig að spyrja hvernig get ég réttlætt að borga a.m.k. 2 millum meira heldur en fyrir hilux doublecab…er hiluxinn kannski hálfgerður traktor miða við hina eða hvað, eða er plássið aftur í hiluxinum d/c bara fyrir krakka?
Væri gaman að heyra hvað menn segja um þetta…Gæti hugsað mér að fá mér nýjan (nýlegan) Hilux doublecab (t.d. 38″) og fínan fólksbíl með á sama verði og einn cruiser eða patrol…þ.e. svo framarlega að ekki eru einhverjir miklir ókostir við hiluxinn.
kv,
maskin
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.01.2003 at 18:01 #466252
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll vertu.
Hilux er ekki traktor en hann er mjög góður sem fjölnota bíll semsagt innan og utanbæjarbíll frekar lítið viðhald á honum bara keyra.Hann er nátturulaga ekki luxusbíll við hliðina á Datsun og Cruser og er líka þrengri.Ef þú ætlar að stunda fjöllin mikið og fá þér datsun eða cruser þá þarftu 44" breytingu vegna hversu þúngir þeyr eru en á hilux ferðu allt á 38"…..
Kv:Matti
10.01.2003 at 18:03 #466254
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef þú ætlar að ferðast með fjóra fullorðna með þér þá er Hilux ekki rétta tækið nema þér sé illa við ferðalangana.
10.01.2003 at 18:07 #466256
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svo er vitanlega hægt að fá sér stóran lúxusjeppa, TROOPER, þeir keyra meira að segja í gegn um búðarglugga.
Kv. Kári
10.01.2003 at 18:32 #466258
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hilux hefur tvo stóra kosti í þessu samhengi, hann kostar mikið minna og þú sleppur við að þurfa í 44" til að komast eitthvað í snjó.
10.01.2003 at 19:05 #466260Sæll maskin.
Ég hef sjálfur verið að velta þessu fyrir mér. Hvað er maður að fá fyrir 2,5 millj. sem maður er að borga extra fyrir td. Cruiser og/eða Patrol, ef maður þarf ekki nauðsynlega "margramannabíl".
Ég átti áður Dc á hásingu á "38 dekkjum. Var hörkubíll og dreif mjög vel. Að vísu var hann á hásingu og blaðfjöðrum og því var fjöðrunin auðvitað takmörkuð. Nú er ég með LC 90 sem einnig er hörkubíll og auðvitað rúmbetri, kraftmeiri og með meiri fjöðrun. Það eru að mínu viti aðalkostir þessara stærri bíla umfram Dc. Aftursætið í Dc. er t.d. ekki boðlegt stórum fullorðnum til langferða, en rúmar börn og smávaxið fólk ágætlega. Ég sakna þess oft að hafa ekki Dc. pallinn, bæði til flutninga og eins í fjallaferðum.
Hins vegar eru stærri bílarnir líka talsvert þyngri og breytingin kostar mun meira. Nýr Dc er kominn með nýrri 2,5 l. túrbínuvél sem gefur 102 hö., auk þess sem hann er kominn með sjálfstæða fjöðrun að framan. það er lítið mál að setja gormafjöðrun undir hann að aftan um leið og hásing er færð og kostar lítið meira en bara bremsubreytingin í LC 120. Auk þess er t.d. gríðarlegur verðmunur á brettaköntum á LC og Dc. (meira en 100.000 kr. verðmunur á settinu!)
Ef þú tekur nýjan Dc, þá kostar hann skv. verðskrá P.Sam. 2.695.000. Ef það er rétt hjá þér að "38 breyting kosti ekki nema um 1 millj., Þá ertu með fullbúinn nýjan öflugan "38 bíl á ca. 3,7-3,8 millj.
Nýr beinskiptur GX LC 120 kostar skv. sömu verðskrá 4.390.000. "38 breyting kostar 1.750.000, þannig að fullbúinn kostar gripurinn þá 6.140.000,- ! Munurinn er u.þ.b. 2,4 millj.! Fyrir það getur þú fengið tvo nýja Yaris handa bæði konunni og viðhaldinu… og átt 150 þús kr. afgang!!!
Ég er hissa að menn skuli ekki vera að kaupa þennan nýja Hilux Dc meira en raun ber vitni, því þar eru menn að fá heilmikið fyrir peninginn, en reyndar hefur umboðið ekki haldið þessum bíl mikið frammi og virðist leggja meiri áherslu á að selja LC 120.
Ferðakveðja,
BÞV
10.01.2003 at 19:43 #466262
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já sæll BÞV. Þetta sem þú ert að tala um var akkúrat það sem ég vildi fá fram.
Ég hef þó líklega vanmetið aðeins 38" breytinguna á d/c en toyota auglýsir hana á 1400 þús en ekki 1 milljón en hvað um það þá á ég eftir 2 millj í staðinn fyrir 2,4. Það yrði þá bara nýr Yaris fyrir konuna og reiðhjól fyrir viðhaldið !! ;)…má vera flott reiðhjól, jafnvel vespa.Annars sýnist mér þetta vera m.a. spurning um hvort maður er reiðubúinn að borga 2 extra milljónir fyrir að eiga kost á að hafa fullorðna með í aftursætum…nokkuð sem ég set stóran plús við. Leiðist þessir bílar þar sem aftursætin eru meira til sýnis en nokkuð annað. En fyrir 2 milljónir verð ég þó að viðurkenna að það er freistandi.
kneðja,
Þorvaldur
10.01.2003 at 19:49 #466264
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það hefur loðað dálítið við hiluxinn að hann sé gjarn á að bila lítið. Það á sérstaklega við gamla bílinn sem er komin mjög mikil og góð reynsla á. Þó að ég segi þetta hef ég akkúrat engann áhuga á hilux og er fjarri því að vera Tojotu-karl. Það er mikill munur á þessum bílum, bæði verð og umgengni. Hiluxinn er eins og flestir pikkalóar með svipað farþegarými og fólksbíll þ.e. maður hefur lappirnar lítið neðar en rassinn þegar maður situr. Í staðinn er bíllinn mjög hár undir kviðinn sem er stundum mikill kostur nema ef konan verður ólétt þá geturðu gleymt þessum bíl. Pallurinn hefur líka sína kosti í sambandi við flutninga á hlutum sem maður hefur ekki áhuga á að hafa inni í bíl. Hiluxinn er vinnuþjarkur.
Stóru bílarnir eru ólíkt notendavænni og þægilegri í notkun. Maður situr eins og maður með lappirnar niður og eru því þægilegri í langferðum. það er ekkert hægt að tala um fjöðrun í þessum bílum þar sem því er yfirleitt breytt þegar bíllinn er hækkaður upp. Hiluxinn á sér þá sögu að vera nýrna skemmir en það eru að verða miklar framfarir á þessum bílum bæði frá framleiðanda og breytingafyrirtækjum sem gera bílana þægilegri í notkun.
Það eru til alveg ógrynni af góðum notuðum jeppum til sölu og þú skalt nýta þér það og prufa að keyra þá innanbæjar, sá akstur skiptir miklu máli líka og síðan spá í jeppaeiginleikana þ.e. þyngd miðað við dekkjastærð, aðfallshorn og fráfallshorn, veghæð, útlit ,fjöðrun og notagildi.
Það er svosum líka alveg raunhæfur kostur að versla notaðan bíl, þeir eru oftast ódýrari og komin reynsla á búnaðinn.
Kv Isan
Ps Amerísku bílarnir eru líka mikið að breytast og alveg ástæða til að gefa þeim séns líka þeir eru yfirleitt hörkujeppar
10.01.2003 at 22:43 #466266Sæll Isan.
Ég hef einhvernveginn aldrei skilið hvað Íslendingar eru fljótir að gleyma. Ýmsir hafa lært að nota sér það, t.d. bæði pólitíkusar og þeir sem selja vilja allskonar dót.
Amerískir jeppar hafa almennt komið illa út í rekstri hér á landi, enda sýnir hlutfall þeirra í jeppaflóru nútímans það glögglega. Ef menn vilja fá þetta dót til að virka, þá þarf sérstaka kunnáttu og lægni til að breyta þessu og styrkja, þannig að hægt sé að nota það.
Nú eru menn allt í einu farnir að gefa þessu dóti gaum aftur, einfaldlega vegna þess að allt of margir eru búnir að gleyma baslinu sem var samfara því að gera þetta út áður, einfaldlega af því að svo fáir eru að því í dag. Og staðreyndin er sú, að þeir fáu sem af þrjóskunni einni saman gera þetta út í dag, eru sjaldnast að ferðast mikið, undirbúa hverja ferð sérstaklega vel m.t.t. allskonar endurnýjana og viðhalds og eiga svo "aukabíl" til að nota í bænum, þar sem kaninn kemur oftast heim bilaður í ferðalok.
Hrísgrjónahýðiskallarnir á japönsku bílunum, fara flestir í túr án þess að huga neitt sérstaklega að bílnum frekar en þeir væru að skutlast í Kópavoginn og eiga sjaldnast aukabíl til að nota á "bilanatímabilum".
Prísinn á Dollar er örugglega að ýta mönnum til að skoða þessar ammrísku dósir… Kannski er orðið það langt síðan að "Bronco 74" tímabilinu lauk (sem sumir kalla "eins og sitjandi hundur fastur á rassgatinu" tímabilið eða "endalaus öxul- og hjöruliðskrossabrotatímabilið"), að yngri menn í dag hafa aldrei frétt af því. Er þá ekki sanngjarnt að við hinir VÖRUM ÞÁ VIÐ!… (góður þessi CAPS LOCK..)
Ferðakveðja,
BÞV
11.01.2003 at 12:25 #466268Sæll Maskin
Ég held að BÞV sé aðeins að gleyma sé hérna í sambandi við tilanatíðnina.
Bilanatíðnin fer eftir notkun bílsins og hæfileikum bílstjórans. Ef bílinn yfirgefur aldrei 101 Reykjavík bilar hann jafn lítið og yaris. En um leið og er farið að keyra harkalega á fjöllum byrjar einhvað að gefa sig. Það er hægt að brjóta allt með því að hamast nóg.
Vélarstærð/afl hefur líka að segja með hvort þetta bilar eður ey. Það að hafa mörg hestöfl úti við hjól virðist hjálpa mönnum við að eyðileggja þessi grey.
Almennt eru menn ánægðari með vélina í barbí heldur en í dc. Þriðji hver þráður hérna fjallar um hvernig á að fá hestöfl út úr DC. Hafðu eitt í huga við kaupin. Hafði bílinn með forþjöppu og millikæli(Turbo dísel Intercooler) frá framleiðanda það mun spara þér grátur og gnýstan tanna vegna hreinræktaðs afleysis og síðar meir peninga eyðslu í allskona viðbætur við vél til að fá út nokkra NM/hestöfl.
Kveðja Fastur
ps. Ég ek ekki um á DC, LC, eða yaris.
11.01.2003 at 13:04 #466270Mig langar að leggja hér orð í belg (sem er orðinn stór). Áður en ég byrja er rétt að taka fram að alltaf er þetta spurning um ákveðinn smekk að lokum. Það sem einn vill hentar ekki öðrum, jafnvel þó að báðir ferðist saman.
Ég er nýbúinn að fara í gegnum þetta val. Átti alltaf öfluga jeppa, flutti út ’93, kom aftur ’01 og gat byrjað með hreinan sjó. Tók mig eitt ár að velja áður en ég tók stökkið. Markmiðið var að byggja verulega öflugan ferðajeppa sem ég gæti átt í 8-10 ár. Ég spáði í 90Cruiser, 100Cruiser, "Ljóta"Cruiser, Chevrolet TrailBlazerEXT, Duramax pickupa, ToyotaDoubleCab, Musso, Rexton, Patrol o.m.fl.
Hikaði lengi við Patrolinn vegna þess að almennar kjaftastögur gera lítið úr aflinu í honum. En leist alltaf vel á undirvagninn og boddíið. Fann þó út að lokum að það væri jafnbesti bíllinn fyrir mig. Ég fékk mér nýjan sjálfskiptan tuskubíl. Þegar ég fór að keyra kom aflið mikið á óvart. Nú er ég að komast á 44" með öllu (öðru en showoff dótinu)og gaman verður að sjá hvað hægt verður að koma honum áfram í snjó.
Lét breyta hjá Breyti, einn af kostunum við Patrol er að búið er að þróa vel breytingar á honum og því auðvelt að kaupa þá vinnu. Sérstaklega fyrir þá sem eru vanir að breyta sjálfir, hafa ekki lengur til þess tíma, en telja sig vita nákvæmlega hvernig þetta á að vera. Ég tók nokkuð staðlaða breytingu með mörgum nýjum afbrigðum. Breytir hefur staðið sig frábærlega í þessu verki.
Þetta gæti líka átt við um fleiri tegundir, Musso og Rexton eru í góðum höndum, bara örlítið of litlir fyrir mig, því miður. Þjónusta við Toyota bíla er margrómuð, ég vildi bara ekki 90Cruiser, vitandi af 110Cruiser á leiðinni og 100 Cruiser fannst mér of viðamikill í breytingu, ekki er til nægilega þróuð 44" breyting að mínu mati til að kaupa út þá breytingu sem ég þarf (með framhásingu og öllu). Aðrir fást ekki sjálfskiptir, sem er skilyrði hjá mér. Semsagt, endaði á Patrol.
Þetta er mitt val og ég ætla ekki að segja öðrum að velja eins, þetta er bara til upplýsingar. Val á jeppa er mörgum álíka krítískt og val á eiginkonu og ekki veit á gott að skipta sér um of af vali félaganna á eiginkonum, hvað þá að sama konan henti öllum.
Ég bendi mönnum á að verða sér úti um bókina "Jeppar á Fjöllum" til að kynna sér "eðlisfræði" jeppa og það mun hjálpa mönnum að velja rétta jeppann fyrir sig.
Varðandi ameriska jeppa, þá hafa þeir breyst ofboðslega frá ’74 Bronco. Ég vil reyndar ekki hallmæla þeim bíl, í honum var að mörgu leyti lagður grunnurinn að nútíma jeppabreytingum. Nýir amerískir standa þeim asísku ekkert að baki. Þetta snýst mikið um markaðssetningu og hvað við erum vanir að sjá. Hins vegar hafa umboðin fyrir ameríska bíla staðið sig hörmulega svo ekki sé meira sagt. En það er vert umhugsunar að hægt er að fá nýjan framöxul í Dana60 hásingu á ca 5-10 sinnum lægra verði en nýr framöxull kostar hjá umboðinu í Patrol.
11.01.2003 at 14:33 #466272Sælir heiðursmenn.
Aðeins til að leiðrétta misskilning fasts, þá var ég í fyrri pósti mínum að tala um nýja bíla, enda skildi ég upphaflegu fyrirspurnina þannig að hún ætti við þá, þar sem einnig var verið að velta fyrir sér kostnaði við breytingarnar. Það eiga því ekki við athugasemdir þínar um kraftleysi, þar sem nýji Hilix Dc er kominn með túrbínuvél (auðvitað þekkja allir raunir 83ja hestafla manna á túrbínulausum gamla Dc. Ég hef ekki ennþá heyrt neinn kvarta yfir kraftleysi í nýja Dc.
Svo er það þetta með amerísku bílana, sem ég hef alltaf jafn gaman af að tala um. Auðvitað þekkja allir einhverja ákveðna hluti úr þessum bílum sem hægt er að nota, svo sem einhverjar tilteknar týpur af hásingum eða skiptingum. Það væri nú annað hvort, þegar öll ameríska flóran liggur til grundvallar. Hins vegar hefur mér sýnst að þeir sem eru að gera út amerísku bílana til að nota þá á fjöllum, séu flestir í endalausu bilanabasli, enda er það nú einfaldlega svo að þessir amerísku bílar sjást ekki mikið á fjöllum. Auðvitað er það vont mál, því eins og ég hef áður lýst, þá er lang skemmtilegast að jeppaflóran sé sem allra fjölbreyttust. Reynsla manna og álit ræður hins vegar ákvörðunum manna þegar kemur að kaupum á bíl og þess vegna verður niðurstaðan hjá 80-90% kaupenda að kaupa japanskt eins og sing lýsir svo vel í sinni grein.
Athugasemdin um varahlutaverð á einnig nokkurn rétt á sér, en í þessum skrifuðu orðum var ég einmitt að heyra af einum félaga okkar með brotinn framöxul í Patrol í óbyggðum og er hann nú að klóra sér í höfðinu yfir verðinu á nýjum öxli í umboðinu; 120.000 kr. ! Þessi athugasemd á hins vegar ekki við um öll umboð japönsku jeppanna, en þau litlu varahlutakaup sem ég hef átt hjá P.Sam. eru á mjög sanngjörnu verði. T.d. slithlutir eins og kúpling á sama eða mjög svipuðu verði og hjá öðrum. Þeir eiga einnig heiður skilinn fyrir það að eiga nánast alltaf alla varahluti til á lager.
Með ferðakveðju,
BÞV
11.01.2003 at 14:49 #466274
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blessaður, sko þetta eru allt saman gæðabílar og verður hver og einn að finna sitt, vegna þess að þessum finnst þetta kraftleysi og öðrum ekki. Sumar lifa í sjálfblekkingu og eru alltaf sáttir með þeirra dót. En flestir eru þó í góðu lagi. Ég vil bara benda þér á það að þetta er fyrsti jeppinn sem þú ætlar að nota í svona ferðir og hefur enga reynslu að keyra stór dekk og fá flot. Þú ættir eiginlega bara að fá þér notaðann jeppa á 33"-35". (Hilux/Trooper/LC eða bara eiithvað annað. Þú hefur ekkert að gera með splunkunýjan jeppa á 38". Þegar þú getur verið á 33" innann um 38", 44" bíla í stóru fjallaferðunum og gefur ekkert eftir þá skaltu fara að íhuga 38" og nýjan bíl. Ég er búinn að sjá marga fara og kaupa nýjan jeppa á 38"/44" breyttan og geta svo ekkert keyrt vegna þess að þeir kunna það ekki. Ég byrjaði í þessu fyrir 18 árum og er búinn að eiga fullt af jeppum og prófa ýmislegt. Ef þú ætlar að kaupa notaðann Hilux, ekki kauapa hann með DÍSEL. Það er bara svartur reykur og aflleysi.
En samt, það er ökumaðurinn sem skipti öllu máli. Ég er búinn að vera á 33"/35" Hilux með bensín nánast allan þennann tíma og var alltaf með þessum fremstu án þess að ég sé að monta mig. Læra á bílinn, læra á dekkinn og læra á sjálfan þig. Af þessum bílum sem þú ert að pæla í að kaupa, þá mæli ég með nýja Cruisernum ef þú ætlar að kaupa nýjann.En samt að bíða aðeins (nokkra mánuði), snjórinn hleypur ekkert frá þér. Og fá reynslu á breytingarnar á honum. Og æða út í eitthvað upp á margar milljónir og vera svo ekki sáttur!!!
Kveða Jónas
11.01.2003 at 15:56 #466276
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir aftur
Það er gaman að sjá hvað menn eru viljugir á að gefa góð ráð og þakka fyrir það.
Ég vil þó láta það koma fram að þó að ég sé að spá í þessa þessa japönsku þá vil ég ekki gera lítið úr þessum ammerísku. Það var jú nefnilega Bronco ´74 sem kveikti í ferða-jeppadellunni hjá mér sem smápolla. Svo þegar ég komst á unglingsár keypti ég Broncoinn af föður mínum og byrjaði á að klæða hann að innan og hækka hann upp. Þessi bíll fór með mig um flesta hálendisvegi Íslands og skilaði mér alltaf tilbaka undir eigin afli…en það skal tekið fram að hér var einungis um sumarferðir að ræða og ég geri mér grein fyrir því að það er allt annað dæmi en vetrarferðir en ég ber alltaf ákveðna virðingu fyrir Bronconum gamla…enda er líka kannski svolítið hæpið að bera Bronco ´74 við splunkunýja Toyotur eða Cruiser. Nú segir einhver sjálfsagt…"af hverju færðu þér þá ekki bara ammerískan og heldur kj.." Það kom reyndar sterklega til greina hjá mér þar sem ég hef verið staddur í USA og var að spá í að flytja með mér bíl heim. Kom reyndar ekkert til greina nema pallbíll (vegna óhagstæðra tolla á aðra bíla) og var ég þá með F150 supercrew (4ra dyra) í huga.Ekki varð þó úr því og einkum 2 ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi eru þessir bílar einungis með bensínvélar í USA (5.4 lítra eða álika) þannig að ég sá fyrir mér að ég þyrfti olíuhreinsistöð á pallinn er heim kæmi þar sem bensín er nánast á sama verði og gull og svo er það þyngdin á þessum bílum. Í mínum huga er bensín eitthvað sem ég vill forðast eins og heitan eldinn…er búinn að skoða kostnað miða við akstur.
Þess vegna er ég kominn að þeim japönsku núna og það skemmir náttúrulega ekki hvað góð þjónusta er við þá og hversu mikil reynsla er kominn á vel útfærðar breytingar.Hætti þessari langloku…þakka upplýsingar, mun hugsa mig vel um. Þetta er ekkert sem ég framkvæmi á morgun eða næstu vikum endilega.
Kv,
maskin
13.01.2003 at 08:09 #466278
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Til að bæta í belginn…
Amk. áður en þú festir þér Hilux þá vil ég benda þér á að skoða NISSAN (Datsun fyrir Hlynverja), DoubleCab, þar færðu allt eins mikin bíl ef ekki meiri með ýmsum aukahlutum sem ekki koma í Toyotu og 133 HP VÉL. Innkaupsverð og verð á breytingum er sambærilegt og eru þessir bílar mjög skemmtilegir í akstri og umgengni (á einn slíkan á 38" en með gömlu vélinni), viðhaldslitlir (minn nánast viðhaldslaus og kominn yfir 90 þús. km). Það sem hefur háð breytingum á þessum bílum er úrval aukahluta (hlutföll, læsingar og þess háttar) en það er allt að koma til og allt fáanlegt núna.
ISUZU-inn var álitlegur með 3.1 vélinni, en núna kemur hann með 2.5 vél í Hilux aflklassa sem tekur mesta glansinn af honum.Kveðja
Siggi_F
13.01.2003 at 11:55 #466280
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í Arctic Trucks er 38" nýr Hilux reynsluakstursjeppi. Þið sem eruð í bílahugleiðingum ættuð að gera ykkur ferð og prófa bílinn – hann er mjög skemmtilegur og aflið allt annað og skemmtilegra en það sem við eigum að venjast gamlir Hiluxeigendur.
13.01.2003 at 14:05 #466282Hafa menn einhverja reynslu af honum.
Nýji L200 bíllinn er þrælflottur þegar er búið skella honum á 38-ur.
Eru þetta bara 101 reykjavík bílar?
Svona upp á útlitið fengi ég mér miklu frekar svoleiðis bíl heldur en DC.
Kveðja Fastur
13.01.2003 at 17:09 #466284Sælir.
Sumir sem hafa verið að svara hafa skrifað langa pistla svo ég læt einn fjúka hér.
Það er spurning hvaða leið menn vilja fara í þessum málum hvort menn vilja nýja dýra bíla eða notaða fyrir lítinn pening og breita þessu sjálfir geti menn það. Ég fór þá leið að kaupa notaðann bíl sem mig langaði að breita og er með fullvöxnu krami. Ég sendi hérna inn mynd af bílnum og kostnaðartölur sem liggja að baki þessari breitingu. Þetta er total útlagður kostnaður og er þá ekkert reiknað eigin vinnuframlag en eina vinnan sem ég keipti var úrskurður fyrir aftan afturhjólin því mjög vandasamt er að ganga frá hliðinni svo vel sé. Brettakanta setti ég á sjálfur og alla aðra vinnu. Það var hægt að fara ódýrari leið en ég gerði varðandi dekk og felgur. Og það er heldur ekki slæmur kostur fyrir menn að láta breita svona bíl fyrir sig geti þeir það ekki sjálfir, það kostar að vísu aðeins meira en menn eru ekki að þjást af kraftleysi eins og maður les mikið um en ég vildi forðast sjálfur.
Sjá mynd:
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … 9&offset=0
Og upptalinn kostnað sem liggur að baki breitingunni. Ég kaus þessa leið og tel mig fá góðan bíl út úr þessu. Hann er að vísu ekki nýr en óryðgaður og svona normal ekinn, 200 þús km. Leður og rafmagn í öllu, sjálfskiptur og topplúga. Sleppa menn ódýrara út úr þessu ??
kveðja Ice.Toyota Landcruiser HDJ-80 1994 kaupverð 2.325.000,-
Formverk brettakantar 4×4 afsláttur 83.000
38" mudder + krómfelgur neglt og ballnserað 330.000
brettakantar málaðir 18.000
krómskrautlisti 5.000
graddaskífur og prófílar 20.000
úrskurður fyrir aftan afturdekk 27.000
filmur í rúður 25000
slökkvitæki með festingum 2 kg 5.000
sjúkrakassi löglegur 5.000
tektílryðvörn 10.000
kítti 2.000
boddysealant feiti 5.000
svampur inní brettakanta 8.000
aurhlífar arctic trucks 4 stk. 4×4 afsláttur 8.000
drifskaft lengt, fékk tilboð í Fjallasport 17.000
púströr beigt 3.200
stýrisbreiting 5.000
sérskoðun + aðalskoðun 4×4 afsláttur 12.000
samtals: 2.913.200,-
13.01.2003 at 17:59 #466286
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blessaður, þú hefur sloppið bara þrælvel út úr þessu og endað bara með þrælhuggulegann bíl. Hann hefur heppnast mjög vel. En mér heyrðist á honum að hann vilji nýjann bíl sem er bæði gott og vont. Stend við hliðina á þér í þessu.
Kveðja Jónas.ps nú styttist kannski í snjóinn!!!!!!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.