This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Ég er með Hilux ’92 2,4l bensínbíl á 35″(original hlutföll). Krafturinn er í minna lagi en nýtt 3″ púst var sett undir ásamt flækjum. Hef verið að ræða við marga spekinga um túrbínur og flestir segja að lítið vit sé í því en gjarnan vildi ég vita hvað skoðun 4×4-limir hafa á því.
Svo eru það hlutföllin. Ef ég myndi breyta þeim hversu mikið og ef ég myndi láta gera það, hverjir eru þá bestir (ódýrastir/ar og traustastir/ar). Á ég þá við hlutfallabreytingu sem einnig myndi duga fyrir 38″. Svo líka ef einhver gæti gefið mér verðhugmynd. Er svo ekki rétt skilið hjá mér að bensínkostnaður aukist við hlutfallabreytingu? Hversu mikið? Er í 17 lítrum á beinni keyrslu.
Svo heyrði ég talað um einhverja tölvukubba eða eithvað í þá áttina, hjá Superchip, eithvað vit í því?Nú ef einhverjir eru með fleiri og betri hugmyndir um kraftaukningu á bílnum þá endilega komið með þær.
Svo var það um breidd felgna. Orðið á götunni segir 13″ max í breidd. Ætlaði að breikka mínar í 16″ en var stoppaður með þeim fréttum að við úrhleypingu yrði breidd dekkja á 13-14″ felgum jöfn breidd þeirra á 16″ nema 13-14″ væri mun betri í akstri og tíðni affelgana minni.
Ég er alger bavíani í jeppabransanum ennþá en einn af spekingunum tjáði mér þetta. Gaman væri að fá álit 4×4-lima á þessum málum.
You must be logged in to reply to this topic.