Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hilux á hásingu!
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurþór Þórsson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.04.2009 at 21:32 #204253
Jæja, nú ætla ég að fara að setja hásingu af 70 Cruiser undir Hiluxinn hjá mér sem er klafabíll með V-6 mótor. Ég ætla að hafa hana eins framanlega og ég get án þess helst að færa stýrismaskínuna.
Hafið þið snillingar sem hafið staðið í þessu mælingar fyrir mig um hvað hægt er að hleypa hásingunni mikið fram án tiltölulegra vandræða?
Var að stefna á svona 5-7 cm.Rörunarkveðjur, Sigurþór
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.04.2009 at 22:00 #645888
Setti hásinguna(Öxulmiðjuna) 5cm framar hjá mér og allt umfram það kostar færslu á stýrismaskínu. Þetta rétt slefar svona. Þetta er á Hilux 96 DoubleCab
16.04.2009 at 22:13 #645890Svo geturðu einnig skipt um maskinuna, þ.e.a.s maskinu með sektorsarmi sem snýr fram. Ef ég man rétt þá á ég eina þannig sem var í hilux hjá mér og það er búið að bora hana fyrir tjakk og ég á tjakkin líka. Ég var mjög hrifin af þessari maskinu.
Kv
Snorri Freyr.
17.04.2009 at 02:30 #645892Ég mengaði mína annars ágætu TOYOTU með Patrol maskínu. Passaði ótrúlega vel í þetta verkefni, þurfti að mixa glussann aðeins til, en mig minnir að rillurnar á öxlinum uppí stýri hafi verið þær sömu og TOYOTA rillurnar.
Minnir að ég hafi notað a.m.k. eitt original gat í grindinni, smíðað hin 3 og svo styrkti ég allan pakkann yfir í hina hliðina til að fá ekki vinding á grindina(það var ótrúlega mikið af sprungum í grindinni eftir original maskínuna).Þetta er náttúrulega alveg argasta guðlast, en það er hitt og þetta nothæft úr DATSUN þegar vel er að gáð
kv
Grímur
17.04.2009 at 09:06 #645894Já það var svona svipað og mig sýndist með þessa 5 cm. Ég á einmitt líka maskínu með sektorsarminum sem snýr fram því það er þannig í 70 Cruisernum sem ég er að rífa. Mig grunaði bara að ég væri að yfirskjóta með því að nota hana og svo er maskínan sem er í Hiluxinum einmitt boruð fyrir tjakk og fýsilegri kostur þess vegna.
En hafa menn notað þessar hásingar óbreyttar eða breikkað þær e-ð með speiserum vegna munar á breiddinni við klafabílinn? Og hafið þið farið í aukinn caster miðað við original Cruiser afstöðuna á stífufestingunum?Kv. Sigurþór
17.04.2009 at 09:31 #645896Getur notað klafamaskínu með stýrislengingum, það ætti að sleppa með 50mm færslu.
.
Breikkun, hilux er 55" en IFS er 58", notar hubbana af IFS stellinu, og dælur, lætur síðan renna að mig minnir 16mm spacer til að færa bremsudiskinn nær hásingunni (spacer sem kemur á milli hubsins og bremsudisks, hann er boltaður aftan frá í hubbinn).
Með þessu færðu sömu sporvídd og IFS er með.
Hægt er að nota 1,5" spacera frá Marlin Crawler en ég mæli ekki með því nema að skipta út felguboltunum sem fylgja með, því þeir eru veikari en orginal toyota.
.
Casterinn er betra að færa í c.a. 8°, getur brasað með stífurnar eða fært milliblstöngina fram og snúið liðhúsunum. Það er samt smá bras.
Reyna samt að hafa stífurnar eins láréttar og hægt er, og passa að hallinn á togstöng og þverstífu sé sá sami.
Ef þú lendir í brasi með jeppaveiki mæli ég með að leita í leitarvélinni hérna, átti einhvern góðan pistil á sínum tíma sem útlistaði alla hluti sem gott væri að skoða.
Þetta er smá föndur en bara gaman.
.
kkv, Úlfr
E-1851
17.04.2009 at 13:03 #645898Er ný búinn að vera ganga í gegnum þettað allt saman og er enn að leggja loka hönd á verkið.´
Fékk hásingu undan 70 crusier, fór með hana til rennismiðs sem ég ber mikla virðingu fyrir fyrir nákvæmni og góð vinnubrögð og lét hann taka hana í nefið frá a – ö.
Vorum reyndar í brasi með að finna varahluti í köggulinn í 70 crusier t.d rétt hlutföll vegna þess að þettað er revors drif, þannig að hann áttti drifhús uppi á lofti hjá sér undan hilux sem hann setti í staðinn en tók fyrst koggulinn sem var í afturdrifinu á sama bíl og var með diskalás og setti að framan, þannig að þá er ég kominn með drif sem er auðvelt að fá varahluti í þegar þar að kemur.
En vegna þessara breytingar þurftum við að færa millibilsstöngina framfyrir með tilheyrandi basli, t.d. rákust stýrisendarnir saman hægrameginn en til að redda því snerum við efri endanum við þannig að hann stingst núna ofanfrá eins og sá neðri og við fyrstu sýn þá virðist það sleppa.
ég notaði sömu leguhúsin og voru á klöfunum, lét renna millilegg til að færa diskana nær, notaði tvöföldu diskana sem eru í 4runnernum og fellur þettað saman eins og flís við rass, ráðlegg mönnum bara að raða skinnum milli disksins og leguhússins þanngað til það er komið rétt bil og láta renna eftir því.
Notaði orginal stýrismaskínu sem búið var að bora og armin úr 70crusernum en snéri honum aftur, held að það komin bara vel út, sá þettað svona á mynd einhverstaðar og leist vel á.
Lenti svo reyndar í því þegar ég setti dekkinn á að hægramegin lendir stýrsendin í millibilstönginni utan í kantinn á felgunni því ég er með innvíðar felgur(alltaf að læra eitthvað nýtt) en reddaði því með að láta renna millilegg og stinga uppá felguboltana, munaði 6 mm.
Ef ég geri svona breytingu aftur þá finn ég mér strax hilux hásingu, þá ertu með millibilsstöngina fyrir framan, held að sporvíddin sé svipuð allavegna sagði rennismiðurinn mér að þettað væri allt eins nema að ytri öxlarnir væru styttri í 70 crusernum.Með baráttu kveðju Atli
P.s þettað er samt bara gaman að þessu.:)
17.04.2009 at 18:44 #645900Já, það er bara gaman að þessu. En með þessar tilfærslur til að fá sömu sporvídd og IFS fjöðrunin er með eru öxlarnir þá ekki of stuttir eða eru þeir þá bara látnir sitja aðeins utar í keisingunni þegar búið er að hleipa þeim utar?
Ég lendi allavega ekki í felguveseninu þar sem ég er kominn með 14" breiðar 100mm innvíðar felgur fyrir hásinguna. Var með 125mm 13" mussófelgur (bráðum til sölu).
En það er sama mál hjá mér með köggulinn, það var revers drif í hásingunni og millistöngin því aftan við og ég mun setja venjulegt drif og stöngina framfyrir.
Eru menn eitthvað að setja aðra arma á liðhúsið hægramegin til að fá togstöngina ofar á hásinguna?Breytingarkveðja úr skúrnum, Sigurþór
17.04.2009 at 18:52 #645902Sæll
það verður engin breyting á öxlunum. það kemur bara millilegg milli bremsudisks og hjólnafs.
17.04.2009 at 20:14 #645904breytast ekkert einsog Lallirafn segir, felguboltarnir sitja bara utar á leguhúsinu.
En með að fá aðra arma þekki ég ekki en við það að snúa stýrisendanum þannig að hann stingist ofan í arminn enn ekki undir hækkar hann helling,
svo er rétt að það komi framm að í fyrri pistli sagði ég að stýrisendinn í millibilsstönginni rækist í felguna en það er náttúrulega efri endinn, biðst velvirðingar á því.
Kv Atli
17.04.2009 at 20:14 #645906breytast ekkert einsog Lallirafn segir, felguboltarnir sitja bara utar á leguhúsinu.
En með að fá aðra arma þekki ég ekki en við það að snúa stýrisendanum þannig að hann stingist ofan í arminn enn ekki undir hækkar hann helling,
svo er rétt að það komi framm að í fyrri pistli sagði ég að stýrisendinn í millibilsstönginni rækist í felguna en það er náttúrulega efri endinn, biðst velvirðingar á því.
Kv Atli
17.04.2009 at 20:37 #645908Skil… En er hægt að stinga stýrisendanum ofan í arminn beint? Er gatið ekki kónað neðan frá fyrir endann? Það þarf þá væntanlega að kóna gatið ofan frá og endinn situr því væntanlega dýpra?!?
17.04.2009 at 21:08 #645910Var að spá með þetta offset á leguhubbinu, en ég sá fínar myndir af þessari aðgerð [url=http://www.uppsveitir.is/knarrarholt/rorunhilux.htm:1505425y][b:1505425y]hér[/b:1505425y][/url:1505425y] og þar sem speiserinn sést vel. En fyrst hubbið kemur utar hlýtur öxullinn þá ekki að elta því hann er jú splittaður bak við lokuna?!?
17.04.2009 at 21:08 #645912Það þarf að snúa kóninum við í arminum til þess að stýrisendinn geti farið ofan í. Árni Brynjólfs í Hafnafirði gerði það fyrir mig fyrir 2000kall.
Get nú ekki annað en mælt með karlinum, ódýr og er snöggur að þessu .. og já vel gert. Búinn að snúa við 3 kónum fyrir mig, stytta 2 drifsköft og er núna að smíða spacerana til að færa bremsudiskinn.
17.04.2009 at 21:31 #645914Eina sem gerist með speiserunum á leguhúsunum er að diskurinn færist innar, gerði þettað nákvæmlega svona hjá mér, notaði 4runner leguhúsinn og setti svo speisera þarna á milli.
17.04.2009 at 21:32 #645916Eina sem gerist með speiserunum á leguhúsunum er að diskurinn færist innar, gerði þettað nákvæmlega svona hjá mér, notaði 4runner leguhúsinn og setti svo speisera þarna á milli.
17.04.2009 at 21:49 #645918Ég samt ekki alveg skilja afhverju öxlar þurfa ekki að vera lengri ef sporvíddin eykst?! Á eftir að slátra þessu öllu saman og skoða. Er kannski búinn að vera of mikið á sjónum síðan ég hætti á verkstæðinu! =)
Kv. Sigurþór
17.04.2009 at 22:18 #645920Þú sérð það vel þegar þú leggu leguhúsið af 70 crusernum og hitt af klafabílnum hlið við hlið, þá sérðu að sætin fyrir felguboltana sitja einfaldlega utar á stútnum af klafa bílnum sem þýðir einfaldlega að dekkið færist utar.
Eins og ég sagði þá sérðu þettað bara þegar þú rífur draslið undan.
Kv Atli
18.04.2009 at 11:24 #645922Skil þig! Ég var svo að hugsa um að prófa að nota gormana undan Cruisernum sem er stuttur 70 bíll með 2-LT dísilvélinni. Hafiði tölur um hverju muni á framþyngdinni á honum og V-6 Ex Capinum?
Býst við að Hiluxinn bæli þá aðeins meir en ég vill hafa hann frekar mjúkann.
18.04.2009 at 12:16 #645924Ég er mát með það, setti loftpúða undir minn.
En reikna með því að þeir séu alltof linir undir hiluxin.
Kv Atli
18.04.2009 at 12:47 #645926Hvað settir þú stóra púða?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.