Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hilux á 44″
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.01.2008 at 21:28 #201501
Getur einhver sagt mér hvaða mótor er undir húddinu á þessum
kv
Snorri FreyrGLEÐILEGT NÝTT FERÐAÁR 😀
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.01.2008 at 21:36 #608518
[img:2xaqfzhn]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5802/47214.jpg[/img:2xaqfzhn]
rudda vél í þessum, 2,4 diesel síðast þegar ég vissi 😀
01.01.2008 at 21:47 #608520https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5492/43155
Þessi er með 2,8 toyota vélini, 3L vélini semsagt.
Svo er einn hérna með 2,8 rocky vél,eru að þrusuvirka báðir svona uppá drifgetu en aflið er ekkert súper.
02.01.2008 at 21:51 #608522en hefur einhver betri upplýsingar um annan hvorn þennan hilux, link á upplýsingar eiganda eða eitthvað um þá, helst þennan gráa.
Kristó
02.01.2008 at 22:40 #60852402.01.2008 at 23:51 #608526Jú ég á hann víst.
Alveg bara sæmilegasti fákur. Var með hann á 38" þar til síðasta vetur (og svo sem dreif allt sem drífa þurfti). Skipti þá yfir í 44" og sé ekki eftir því (ennþá allavega
Mótorinn er 2.4 með túrbínu og millikæli, boost svona ca 10-12 pund. Torkar eiginlega alveg fáránlega mikið (miðað við svona saumavél þ.e.a.s), meira en flestir 2.4 bílar held ég, og hef ég ekki hugmynd um af hverju. Kraftmikill er hann svo sem ekki.
Afturhásing færð aftur um 29.5 cm. Er með progresífa afturgorma undan gömlum patta, staðsettir innan grindar, Koni demparar. Tæplega 25 cm fjöðrun.
Að framan 80-krúser framgormar með passandi Koni dempurum, langstífur úr pajero, þverstífan úr Patrol (með Toyota endum), stýrisvélin úr 80-crúser, stýrisgangurinn úr 60-krúser Ca 25 cm travel.
Fjöðrunin svona alltílagi, full mjúk og er ekki almennilega balanceruð (fjaðrar ekki flatur þ.e.a.s). Þyrfti sennilega að skipta út afturdempurunum.
Milligír og nýjir stólar. 5.71 hlutföll og einstaka sinnum læstur að aftan…!
Hefur reynst mér vel þau 8 ár sem ég hef átt hann (of heimskur til að bila).
03.01.2008 at 01:46 #608528Og takk fyrir góð svör, langar til að fá íterlegri upplýsingar um breytinguna líka Rúnar, ef ég má, svosem smíðina yfir skúffuna og meira, endilega sendu mér lína, kristofers(hjá)simnet.is
Kv. Kristófer.
03.01.2008 at 14:15 #608530ef þú vilt geturu sýnt mér hvernig þú útbjóst stýrisbúnaðin og hvað þú notaðir í væri gott að sjá myndir. brynjarorn93@hotmail.com
03.01.2008 at 14:37 #608532já væri líka til í myndir af frambúnaðinum eins og hann leggur sig. eða fá að kíkja á bílinn og taka myndir. er að fara í svipaðar framkvæmdir. ekki búinn að ákveða með 44 en það kemur svona til greina. allavega tala um það hehe
06.01.2008 at 11:04 #608534Rúnar ef þú ert að láta turbínuna blása 10-12 psi ertu þá ekki kominn á heitu með afgashitan. Ég var varaður við að láta mína túrbínu blása mikið meira en 8 psi því að annars gæti afgashitinn orðið of hár og farið að skemma út frá sér.
Kv
Snorri Freyr
06.01.2008 at 11:17 #608536Ef eitthvað er þá ætti hann að lækka svo lengi sem þú skrúfar ekki olíuna í botn með boostinu. Meira loft og svipað olíumagn ætti að skila minni afgashita.
06.01.2008 at 13:37 #608538var búinn að skrifa ægilega fallegann póst hérna en það týndist….
En ég stækkaði vatnskassann hjá mér eins og fræðilega hægt er miðað við boddí hækkun og fl. (smíðað af stjörnublikk).
Setti þar að auki ristar á húddið fyrir ofan túrbínu og aðra rétt fyrir aftan hana.
fjarlægði innri brettin í kringum gormasætin og dempara turnana, og er þá farið að lofta skemmtilega um dótið.bínan var stillt af blossa í 1 bar mynnir mig. held það sé í kringum 14 psi.
ég stillti svo olíuverkið upp þar til hann fór að reykja vel. og skrúfaði það svo smá saman niður þar til afgashitinn var farinn að vera til friðs í langkeirslu.s.s. áður var ég á 38" og þurfti að stoppa c.a þegar ég var kominn uppí landssveit til að ná hitamælinum niður… annars hefði allt farið í vitleysu. c.a 100 km eða ég gat passað afgashitann og keirt aðeins rólegar uppeftir og ekkert mál. (kom út á sama mínútufjöldanum)
Núna er ég á 39,5" bíllinn er töluvert þyngri, en ég get keirt eins og ég vil, og ætla ég ekki að hika við að láta 44" flakka undir hann ef ég finn tíma.
Samt er túrbínan ekki að blása nema c.a 6-8 kanski í 10 psi í venjulegum látum en fer uppí 14psi þegar ég er kominn með einhverja bíla aftan í hann eða bara í mestu látunum á fjöllum.
Ég stillti þetta alltsaman svona saman því ég ætla að skifta um vél í honum, og hef ekki verið að hafa miklar áhyggjur af þessari. s.s. ætla að skifta um leið og eithvað bilar, En þetta virkar bara nokkuð vel, allavegana nógu vel til að ég nenni ekki að rífa þetta úr strax……..
06.01.2008 at 18:57 #608540hefur ekkert með hversu mikið er blásið að gera. Það er allt spurning um hlutfallið á milli lofts og eldsneytis. Nýlega búinn að bæta ca 2 pundum við blásturinn og snarlækkaði við það afgashitinn (sem og vatnshitinn reyndar). Ók ekkert við olíuna.
Of sterk blanda þýðir mikill hiti, sem þýðir ónýt vél. Of veik blanda þýðir minni hiti og hamingjusamari vél. Þetta hvu vera öfugt með bensínvélar..!
kv
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.