Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hilux á 44″ ????
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Atli Eggertsson 20 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.01.2004 at 00:04 #193593
Er einhver hér sem hefur átt bæði hilux á 44″ og 38″?
Mig er að henda undir hásingu hjá mér að framan og er dálítið að spá í 44″. Ætli það sé eitthver vit í því?
Lúxinn fer helling á 38″, það er bara spurning hvort hann
fari eitthvað mikið meira á 44″Kv. Atli E.
P.s. Er nokkuð til myndir af svona bíl hér á vefnum?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.01.2004 at 00:06 #486202
Átti að vera, "Ég er að henda undir…" en ekki "Mig er að henda undir…"
28.01.2004 at 00:18 #486204það eru myndir af einum á 44" undir bae í albúminu. Bjarki Reynis í torfærunni á hann. ég fór í ferð með honum um helgina og hann virkaði bara nokkuð vel… 38" komst alveg jafn mikið enda var færið alveg 35" fært. hann er með tvo millikassa og allar græjur..
stefán
28.01.2004 at 00:19 #486206sæll meistari,
hér er [url=http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&BILASALA=3&BILAR_ID=131978&FRAMLEIDANDI=TOYOTA&GERD=HILUX%20X/CAP%20360CC%2044:3b1kh1s5]einn[/url:3b1kh1s5], reyndar xcap en ætti að gefa ágæta hugmynd.
kveðja
Agnar
28.01.2004 at 09:30 #486208Ég á einn Hilux sem ég er venjulega með á 38 en bregð 44" undir í túra. það er að minsta kosti svo hjá mér að þá Hilux drífi vel á 38" þá nenni ég ekki að fara í alvöru túra á öðru en 44".
það er reyndar eitt sem ég vil ráðleggja af biturri reynslu: Hilux afturhásingin þolir illa 44" dekk, þegar ég var búninn að keira í 2 ár á henni var ég búinn með 4 drif (4.88) og búinn að tapa öðru hjólinu útaf öxulbroti, þá skoðaði ég hinn öxullinn, Hann átti ekkert eftir þannig að ég setti undir hann 9,5" Landcruiser hásingu með fljótandi, hún hefur tollað í lagi síðan það eru líklega 8 eða 9 ár síðan.kveðja Freyr
28.01.2004 at 09:31 #486210
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessi er með 360 cc bensínvél, það er hins vegar spurning hvernig orginal 2,4 vél lyndir við 44". En svo er þetta örugglega misjafnt eftir færi, sjálfsagt hægt að lenda í færi þar sem er léttara að vera á 44" en 38". Ég man t.d. eftir túr á Hofsjökul í fyrra þar sem 44" Cruiserar mörkuðu varla í snjóinn og keyrðu létt ofan á meðan við hinir á mun léttari bílum og 38" vorum að gera sæmilega djúp för. Svo er 44" sjálfsagt yfirleitt ávísun á eitthvað hærri viðhaldskostnað, en meira gaman kostar yfirleitt meiri pening.
Kv – Skúli
28.01.2004 at 12:35 #486212
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
ég segi nú bara að hilux hefur ekkert að gera við 44". Bara alls ekki neitt. 38" Hilux fer allt sem hægt er að komast á jeppa. Ekki að fara troða 44" undir. Verður endalaust basl og mixerí. Hafðu hann áfram á 38". Ertu líka ekki ánægður með bílinn??Jónas
28.01.2004 at 13:22 #486214
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er náttúrulega eins og alltaf í þessu sporti, spurning um hvað þú ert að gera og hvernig tæki hentar þér. Ég hugsa að þessi Xcap með 360 ci vélinni (ekki cc eins og ég misritaði áðan og er reyndar líka vitlaust í auglýsingunni en 360 cc vél snýr varla einu 44" hjóli) sé hið skemmtilegasta leiktæki og virki vel og ekki síður bíllinn hjá Frey. Þannig að ef þig langar að fara út í þetta og ert tilbúinn að taka þeirri smíðamennsku sem því fylgir (m.a. hásingaskipti eins og Freyr bendir á) þá er ekkert annað að gera en stökkva. Bara spá vel í öll hliðaráhrif.
28.01.2004 at 17:18 #486216Sæll Atli, og takk fyrir samveruna um síðustu helgi
Eins og fram hefur komið var færið víðast hvar gott um síðustu helgi og 38 tomman komst hvert sem var. Ef þú ert eitthvað að spá í að vera með börnin mikið í ferðum þá gæti verið svolítið þreytandi að þurfa að lyfta þeim oft inní bílinn og það er jú nokkurra sentimetra munur á hæð 38 versus 44. En það er nú bara smáatriði.
Ég gat ekki séð betur en að bíllinn þinn væri bara mjög sprækur, og áttu ekki eftir að setja millikælinn í, það verður nú einhver aflmunur geri ég ráð fyrir í kjölfarið,
Þú ert væntanlega að spá í að skipta þessum parnelli jones út fyrir eitthvað skemmtilegra gúmmí. 44 tommur kosta nú soldinn pening er það ekki
Hvaða hlutföll hafa þeir sem eru á 44" hilux verið að nota.
Þurfa þeir ekki allir skriðgír að auki til að þetta virki velKveðja
Elvar
28.01.2004 at 18:22 #486218Til að njóta svona fisikars á 44" dekkjum þá þarftu alvöru vél í húddið, og öflugri afturhásingu. Þú er víst kominn með vélina, en hásingarnar vantar.
Ég hef nú töluvert djöflast um á bæði 44" bílum og 38", og það er töluverður munur á þeim, kostir og gallar á báðum. Helstu kostir 44" gleðigúmía (önnur 44" dekk eru of þung, þykk og gróf fyrir svona léttan bíl) eru að mínu mati að:
– Það er nánast ekki hægt að rífa þau.
– 44" með sama snertiflöt og 38" stendur miklu hærra, hærra í kúlu, og því stopparðu seinna á kúlunni, og krapinn verður ekki eins djúpur.
– Fáránlega mikil fjöðrun í þeim, hægt að keyra yfir fáranlega stóra steina án þess að taka eftir þeim (og án þess að skemma dekkin).
– Ekki eins skörp skil á milli þess að komast og komast ekki. Lengur hægt að tussast áfram á 44", meðan maður bara hefur það ekki á 38".
– Skriðgírar virka einhverja hluta betur á 44".
– Dótastuðullinn er miklu hærri.Kostir 38":
– Grípa og virka betur í sumu færi, ákveðnum skafsnjó, sem og í blautu færi (44" getur verið nánast griplaus í sumum aðstæðum).
– Skemtilegri á vegum, rásfastir (radial dekk).
– 20% Ódýrari.
– Þú ferð nánast allt það sama á þeim og á 44" (á Hliux þ.e.a.s.:)Að koma 44" undir Hiluxinn þinn, þá þarftu nýja brettakanta og verulega bodyvinnu að framan. Þar á meðal að færa bodyfestingar að framan aftur um fullt af sentimetrum og skera úr alveg inn í framhurðir (reyndar ágætis afsökun til að taka niður gólfið að framan í bílnum í leiðinni..:)
Já og alveg rétt, 44" án skriðgírs er enganvegin þess virði.
Kveðja
Rúnar.
28.01.2004 at 19:38 #486220Ég átti lengdan Toyota DoubleCab og var á 38" hvursdags en 44" notaði ég í alvöru ferðir. 38" virkaði ágætlega en stundum virkuðu þau alls ekki.
Eftir að ég fékk mér 44" þá fór að verða gaman í aðstæðum sem ég vildi helst ekki lenda á á 38". Í mjög djúpum og erfiðum lausasnjó hafði 44" algera yfirburði, einnig í krapa og vatnsveseni.
Í venjulegu færi þar sem allir gera keyrt þá er ekkert unnið með 44", en þegar virkilega fer að reyna á þá tel ég að maður sé miklu betur settur á 44"
Eins og Freyr kom inná þá er afturhásingin á Toyota Hilux ekki nægilega öflug í þetta til lengdar. Að vísu lenti ég ekki í neinu veseni með hana, enda var aðeins búið að eiga við hana.
hjalti
28.01.2004 at 20:32 #486222Sammála Hjalta, enda búinn að þvælast mikið með honum og hans Hilux.
Staðreyndin er sú að bíll á 38" fer léttar og betur áfram heldur en bíll á 44", á meðan hann fer yfirhöfuð áfram. En þegar færið versnar fyrir alvöru þá slökknar yfirleitt á þeim kokhraustu á 38" bílunum, það kemur eins konar "game over" ljós, og þeir eru einfaldlega skildir eftir þegar 44" bílarnir halda áfram og troða förin fyrir þá.
Auðvitað eru mörkin ekki alltaf svona skörp, til dæmis þegar þyngri bíll á 44" mætir vel smíðuðum og léttum bíl á 38" (með góðan bílsjóra innaborðs). En í bílum með sambærilega þyngd og ökumannshæfni, þá gilda fyrri fullyrðingar algjörlega. Það sem villir mönnum sýn er bara að 38" bílarnir fara léttar og hraðar um í meðalgóðu færi.
Þannig að: Fyrir þá sem hafa gaman að spítta um þegar færið er gott og tutla svo með "game over" svip á eftir 44" jeppum þegar færið versnar, þá henta 38". Fyrir þá sem geta ekki sætt sig við að snúa frá lausasnjó á meðan fræðilegur möguleiki er á að keyra, geta ekki hugsað sér að vera tilneyddir til að horfa á afturljós í stað þess að troða sléttan snjó, þrátt fyrir að dragast stundum aftur úr bílum á 38" þegar allir geta keyrt hvort sem er, þá hentar 44".
Það er einmitt þessi fjölbreytileiki sem gerir jeppasportið svo skemmtilegt fyrir alla.
Sing
28.01.2004 at 20:45 #486224Takk sömuleiðis Elvar, jú það er eftir að setja í hann cooler og kubb :-).
Enn hafa menn reynt 39,5" Xtrexus eða hvað aftur þau heita?
Kv. Atli E.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.