Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hilux ’98 spurningar
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 16 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.10.2008 at 09:26 #202998
Sæl öll.
Tvær spurningar..
Passar ’90 gírkassi úr Hilux í ’98 árgerð, hvorutveggja díselbílar?
Og..
Á hvaða dekkjum er 5:71 bíll næstur original hlutfalli milli dekkjastærðar og hlutfalla?Takk, Hjölli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.10.2008 at 12:25 #630266
Sæll.
Ég er með ’91 hilux kassa aftan á ’99 hilux vél (báðir dísel) þannig að þetta ætti að passa, EN þetta eru ekki eins gírkassar né millikassar þarna á milli, mun öflugra dót í ’99 bílnum. Á til gírkassann úr ’99 bílnum ef þig vantar.
Orginal er hilux díselbíllinn með 4.30 drif og á c.a.30" dekkjum.
02.10.2008 at 13:45 #630268Minn Hilux er á 2500 rpm á 90 með 5:71 hlutföllum. Að vísu bensín bíll.
02.10.2008 at 13:54 #630270
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svona lýtur þetta út miðað við original (1) þegar niðurstaðan á að vera óbreytt eftir að drif hafa verið lækkuð og dekk stækkuð.
G1 = 4,3
D1 = 30"G2 = 5,71
D2 = G2xD1/G1 = [b:1lic4cew]39,8"[/b:1lic4cew] (hraðamælir réttur)ÓE
02.10.2008 at 14:05 #630272minnir að gamli diesel hilux hafi verið með G58 gírkassa….. bensín Hilux 92-96? voru með W56 þessa tvo var hægt að mixa saman með því að færa kúplingshúsið á milli. Ég held að eftir 97 þegar olíulamparnir komu með klaufa að framan hafi verið komin R150 eða R151 gírkassi í þá og keðjudrifin millikassi… þetta er allavega í D4-D bílnum sem var með samskonar boddy. R151 eða R150 eru mjög fínir kassar með lágum fyrsta gír.
Kv.
Óskar Andri hilux nörd…..
02.10.2008 at 17:41 #630274Var að versla mér ’98 bíl í stainn fyrir ’90 bíl sem verður sárt saknað jafnt þess að njóta þess nýja. Mun svekkja mig lengi á að vera kominn á klaufa að framan eins og eihver sagði. Búinn aðhalda því fram árum saman að jeppar séu á hásingu og geri enn. Hann er held ég búinn 5:71 hlutfalli og er á 35", frekar lágt en venst. Bragi, hvað viltu fá fyrir kassann að því gefnu að hann sé pottþéttur? Það er leiðinda leguhvinur í hinum, svo sem ekki óyfirstíganlegt að skipta um þær en enn minna mál að skipta um kassa… Ekki vitið þið um aðila sem skiptir við mann, tekur kassann upp í uppgerðan?
Kveðja, Hjölli.
02.10.2008 at 17:58 #630276Info um kassann: Ekinn 188þús. Eftir því sem ég kemst næst í góðu lagi. Olían sem ég tappaði undan honum mjög fín. Fæst á segjum 20þ, getur fengið millikassan með líka ef þú vilt. Staðsett á Siglufirði, en ég veit um far suður á morgun ef þú vilt. Kv. Bragi 8941597
02.10.2008 at 18:23 #630278Og steinþagði kassinn þegar þú tókst hann úr? Það er jú aðalmálið..
H
02.10.2008 at 20:23 #630280hvaða kassi er þá í 95 bílnum? er hann sterkari en þessir eldri? en millikassi?
02.10.2008 at 21:13 #630282Ég keypti vélina og kassana saman á vörubretti, úr tjónabíl. Hef ekki prufað hann í bíl sjálfur og get því ekki fullyrt að hann sé laus við hvin. Ætlaði sjálfur að nota kassann en komst svo að því að hann passar ekki við skriðgírinn sem ég er með.
02.10.2008 at 22:47 #630284Já.. Þá er ég frekar feiminn við þetta. Vil vita að sá sem ég versli steinþegi. Merkilegt að sumir þessara kassa gefi ekki frá sér hljóð í 300.000 eins og gamli minn en aðrir hvíni í 200.000 eins og sá nýi.
Kv, H
02.10.2008 at 22:58 #630286Brynjar
.
Ef þetta er 4cyl bensín Hilux þá er það W56 gírkassi og gírdrifin millikassi.
.
Ef þetta er diesel þá er ég ekki alveg hundrað en mér þykir líklegast G54 og G58 og gírdrifin millikassi. Ef það er hinsvegar keðjudrifin millikassi í honum þá gæti verið R150 gírkassi.
.
Hvað er starkast af þessu… tjah… hef bara ekki hugmynd… held að þetta séu allt fínustu kassar. Af manni langar að velja sér einhvern gírkassa væri skemmtilegast hef hægt er að koma fyrir R151F (held 2003 og uppúr) gírkassa hann er með 4.313:1 fyrsta gír á meðan W56 er með 3.954:1. Ef maður vill að þá er líka hægt að fá R151F kassa frá marlincrawler með 5.15 fyrsta gír.
.
Það er hægt að nota W og G gírkassa á sömu vél stundum með smá mixi og með því að víxla kúplingshúsum en ef það á að setja R kassa þá þarf líklega sérsmíðað kúplingshús. R kassarnir eru allir með keðjudrifin millikassa sem gerir milligírs pælingar pínulítið flóknari.
.
kv.
Óskar Andrip.s. V6 Hilux/4runner voru held ég flestir með R150 kassa
02.10.2008 at 23:02 #630288hann er 2,4 disel turbo orginal……var aðalega að pæla hvort þetta passar ekki á milli en á til nóg af þessu millikössum á þá til í stykkjatali…..´7 boltar er gírdrifinn er þæki og 5 er keðjudrifinn minnir mig var það ekki svoleiðis eða öfugt?
03.10.2008 at 08:30 #630290Þrjár kassagerðir hafa verið notaðar í gegnum árin, G, W og R. G kassinn hefur verið á aflminnstu bílunum, W kassinn var á gamla Turbo diesel og R kassinn á V6 og Turbo bensín bílnum. Ég ímynda mér að R kassinn sé notaður á nýrri Turbo diesel bílunum, sem og í 90-cruiser og öðrum 3.0 lítra bílum. Heyrði einhverntímann að R kassinn hafi verið notaður í 4.2 lítra 70-cruisernum (turbolausa bílnum).
Styrkleikurinn er því minnstur í G kasssanum, W kassinn væntanlega eitthvað sterkari og R kassinn lang-sterkastur. Það er lítið mál að skipta milli G og W kassana, en veit ekki með R kassann. R kassinn er m.a. með 23 rílu úttaki en hinir með 21 rílu. Sennilega ekkert mál að skrúfa þá alla aftaná vélarnar en millikassarnir passa ekki á milli.
Hægt að sjá fullt af upplýsingum um þetta á wwww.marlincrawler.com.
Er sjálfur nýbúinn að skipta út biluðum G kassa fyrir W kassa. Eina brasið við það er að gírstangirnar eru ekki alveg á sama stað í W kassanum.kv
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.