This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórður Aðalsteinsson 16 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Góðann dag
Ég er að lenda í svolitilu veseni með Toyota 22 R-E 2,4l bensínvél í 92 Hilux
Þannig er að þegar snúningurinn fer yfir 3000 rpm þá missir hann allt afl og fer að hiksta
Ég er búinn að skipta um kveikjulok, kerti og þræði, en það breytti engu.Einhver sagði mér að ef þetta væri súrefnisskynjarinn þá ætti hann að vera kraftlaus á öllum snúning, en það er ekkert að honum undir 3000 rpm
Þannig að nú grunar mig kveikjubotninn.Ég hringdi í einhverja partasölu í Mosó og þeir sögðu að kveikjubotn kosti 10.000 kr hjá þeim, og að þetta kostaði 50.000 kr í umboðinu
Ég hringdi í umboðið og þeir sögðust geta tekið þetta inn fyrir 15.000 kr
Vélin er ekin 290þ km og mér finnst varla taka því að vera að kaupa mikið nýtt í hana ef það sem fyrir er er svo ekki bilað.Einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að bögga mig?
You must be logged in to reply to this topic.