Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hilux 2.2 – afllaus
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Sölvi Þórðarson 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
12.10.2005 at 14:24 #196439
Góðan daginn
Ég keypti mér um daginn Hilux árg ´89 á 35″ dekkjum. Ég hef aldrei verið mikið inní jeppum áður, en bauðst þessi bíll og ákvað að slá til.
Það sem ég var að spá er, að hann er með 2.2L bensínvél .. og því helst til máttlaus. Er hægt að fara út í einhverjar aðgerðir til að auka aðeins við aflið? Flestir myndu nú eflaust mæla með því að kaupa bara annan með stærri vél, en ég ætla að halda mig við þennan í einhvern tíma allavega.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.10.2005 at 14:38 #529152
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta klassíska bara, opið púst og háflæðis loftsíu, gefur oft smávegis, en þú færð alldrei neinn spyrnubíl út úr þessum mótor…
en já gott dæmi um hvað þessar einföldu aðferðir geta gefið afl, þá fór pabbi í svona "ljósaspyrnu" við óbreyttan cherooke 4,0 á sínum 38" breytta v6 pajero með orginal hlutföll og tók hann í nefið eins og sagt er
(það hljóta allir að vita hvaða reglur eru í ljósaspyrnu, það er að spyrna sér upp í hámarkshraða, enginn ofsa akstur ;))
12.10.2005 at 15:30 #529154Sælir,
Hentu þessari vél og settu bara chevy 350 eða eitthvað álíka í kaggann, getur reddað þér þannig vél á 50.þús sem er jafn mikið og þú myndir borga fyrir K&N loftsíu, opið pústkerfi og svoleiðis vesen.
Go BIG
12.10.2005 at 15:47 #529156Ég stórefast um að V6 38" Pajero á orginal hlutföllum hafi eitthvað í 4 lítra Cherokee óbreyttan í ljósaspyrnu. Líklegast hefur ökumaður Cherokee-ins ekki verið að spyrna.
Ég á m.a. Transam og það er ótrúlegt hve margir eru að spyrna við mann þó maður fari sjálfur ekki yfir 2000 snúninga. Eitt sinn benti kunningi minn mér á að Skoda Favorite var að spyrna við mig, en ég var að dóla af stað. Ef mönnum líður vel með það þá er það ágætt en það verða ótrúlega margar tröllasögur til svona.
En 2,2 á að geta skilað þér ágætlega áfram með réttum hlutföllum.
12.10.2005 at 17:30 #529158
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
jahh…allavegana leit kauði út fyrir að vilja vera fyrir framan pabba, hvort að það þýði að hann hafi í raun viljað, veit ég ekki…
12.10.2005 at 22:09 #529160……….. til að byrja með er að setja Hiclone í bílinn.
Kemur vel út í Toyotu eins og margir félagar hafa reynt.Skoðaðu [url=http://www.hiclone.is:16vgayhv]Hiclone[/url:16vgayhv] heimasíðuna.
Kveðja
Elli
12.10.2005 at 22:22 #529162
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það hafa ekki komið nein áreiðanleg gögn um að þetta hiclone virki, það eru bara þeir sem að hafa sett þetta í bílana sem að finna muninn, samt sér hann enginn annar, né finnur hann, eða svo hefur þetta litið út frá mínu sjónarhorni…
12.10.2005 at 22:46 #529164ef að þeir sem kaupa Hiclone eru ánægðir þá hlýtur tilgangnum að vera náð er það ekki???
Annars hljómar Hiclone ævintýralegt en ég ætla ekki að fullyrða meira um það fyrr en ég hef prufað það sjálfur (ef það gerist e-n tíman)…
kv
AB
12.10.2005 at 22:53 #529166Í mínum huga er eðlilegt að einungis þeir sem hafa prófað Hiclone finni muninn, hinir að sjálfsögðu ekki.
Annars eru ýmsar prófanir gerðar af viðurkenndum prófunarstofum í Bretlandi sem koma fram á heimasíðu Hiclone.is
Enn sem komið er, er aðeins ein prófun til sem gerð var hjá Tækniþjónustu bifreiða í Hafnarfirði, en það er af Patrol 2,8L TDI. og útskrift úr tölvunni þeirra er [url=http://www.hiclone.is/images/patrol1.jpg:33s0x6qn]hér[/url:33s0x6qn]
Kveðja
Elli
12.10.2005 at 23:10 #529168Það er 30 daga skilafrestur á Hiclone og full endurgreiðsla ef kaupandinn telur að Hiclone virki ekki í bílnum, þannig að áhættan er engin fyrir viðkomandi.
Kveðja
Elli
08.12.2005 at 21:30 #529170Hvað kostar Hiclone í Hilux?
08.12.2005 at 21:41 #529172Kostar kr 11.600.- í bensín eða dísel án túrbínu en kr. 23.200.- í TD eða TDI.
Af þessum upphæðum er 10% afsláttur til f4x4 félaga.
Þú getur líka sent mér e-mail á elias@idnval.is
Kveðja.
Elli.
08.12.2005 at 22:11 #529174[HTML_END_DOCUMENT][url=https://old.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/3018]
þennan þráð Sölvi[/url]
08.12.2005 at 23:33 #529176Ég er búin að vera með Hiclone í mínum Patrol 2,8 í rúmlega ár. Búin að vera á sömu dekkjum og felgum og verið að aka í alla staði á sambærilegan hátt. Ég hef skrifað niður þegar ég tek olíu í hvert skipti ekna kílómetra og magn af olíu. Þetta er ég búin að yfirfara og það eru á bílinu 2,5-3,5 lítrar sem hann er að fara með minna af eldsneyti að jafnaði heldur en hann gerði. Túrbínan var að koma inn í kringum 2100 sn/min en kemur nú inn við 1800 sn/min. Togið hefur aukist og finnur maður það vel á gilinu hérna fyrir norðan. Nú rennur maður upp á 3 gír (ekki með lækkuð hlutföll) sem maður gerði ekki áður nema með harmkvælum. Athugið eitt af því að menn eru að tala um þrengingu í loftrörinu. Leiðiskóflur í gufutúrbínum gegna svipuðu hlutverki það er að beina gufuþrýstingi undir réttu horni inn á hverfilhjólið. Það er það sem Hiclone gerir að það er búið að koma loftinu á snúning og það léttir túrbínuni störfin að þurfa ekki að höggva í loftið þvert á stefnuna sem loftið er að streyma í átt að hverfilhjóli túrbínunar. Semsagt þessi þrenging sem þetta veldur yfirvinnst með aukinni fyllingargráðu túrbínunar. Ég er búin að setja svona í nokkra bíla og það hefur engin vilja skila þessu. Menn spyrja hvers vegna þetta sé ekki komið í allar vélar. Má maður þá spyrja á móti af hverju eru margir já ótrúlega margir að hanna soggreinar og sogport sem eru ferköntuð? Það er þekkt í streymisfræði að rör eða sívöl port eru öllu betur til þess fallin að flytja hina ýmsu miðla. Öll Glussakerfi væru gerð úr prófílrörum ef það hentaði betur. Lofkældar Deutz vélar eru með sambærilegum búnaði á bak við viftuna, verkfræðingar Deutz halda fram að það auki kæliafköst sama blásara. Ég er ekki tilbúin í að skila mínu. En ef menn spyrja af hverju eru ekki allir með hiclone þá má eins spyrja afhverju eru ekki allir bílar með sverara púst og k&n loftsíu? En ekki vantar að þeim búnaði sé hampað. Ég hef sett Hiclone í einn mótor sem menn sáu ekki merkjanlegan mun og var sú vél með aflöngum ferköntuðum sogportum þannig að áhrifana gætti ekki. Mæli semsagt með Hiclone þar sem þú getur skilað því eftir 30 daga kjósir þú það.
08.12.2005 at 23:33 #529178Enþá að læra á spjallið. var búin að skrifa nóg.
09.12.2005 at 00:24 #529180Sé ekki betur en þeir sem hafa prófað Hiclone að þeir séu mjög sáttir og að það hafi skilað auknu afli og minni eyðslu. Einhverjir svartsýnismenn eru þó vantrúaðir á þetta en það er víst lítið annað að gera en að prófa þetta og sjá sálfur hvað þetta gerir fyrir bílinn. Ég slæ allavegna ekki hendinni á móti auknu afli og minni eyðslu ef það býðst með ekki flóknari lausn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.