This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjalti Kristjánsson 16 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Ég er með 1990 V6 hilux ekinn um 151 mílur.
Hann hefur alltaf startað og gengið vel þangað til í gær, þegar ég ætlaði að fara að starta honum heitum, þá neitaði hann að taka við sér í fyrstu 2 störtunum..
síðan aulaðist hann í gang og gekk fínt.
Næstu 3-4 skipti sem að ég startaði honum rauk hann í gang.
síðan seinna um kvöldið harðneitaði hann að fara í gang, startaði og startaði..
Á endanum opnaði ég bensínlokið, og gaf honum hressilega inn og þá tók hann við sér og hrökk í gang, og gekk mjög vel.
keyrði hann frá Keflavík til reykjavíkur án nokkura leiðinda, drap svo á honum hérna fyrir utan, ætlaði svo í skólann í morgun enn þá neitaði hann aftur að taka við sér, reyndi aftur að opna bensínlokið enn það gerði ekkert gagn í þetta sinn.Þegar ég kaupi bílinn var mér sagt að það væri tiltörlega ný búið að fara yfir heddið á bílnum.
Hefur einhver lent í svipuðu veseni ?
Hafiði einhverja hugmynd um hvað þetta gæti verið ?
Allar upplýsingar, hugmyndir og hugdettur er mjög vel þegnar.
You must be logged in to reply to this topic.