This topic contains 4 replies, has 2 voices, and was last updated by Geir Þór Geirsson 9 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Kvöldið,
Ég er að eiga við 2.5 l, dísel túrbó mótor, D4BF í Hyundai Starex árg. 1999, sem er víst Hyundai framleiðslaf af 4d56 Mitusbishi mótornum. Mótorinn sjálfur er ný upptekinn.
Mótorinn gengur flottan lausa gang, ekkert vandamál þar. Þegar ekið er af stað þá byrjar bílinn fljótlega að hiksta og eina leiðin til að ná honum út úr því, er að botna drusluna. Við það hikar bíllinn í 1 – 2 sek áður en hann þeysist af stað. Meðan mótorinn er að bæta við sig í snúningi á (pedallinn í botni!!), þá finnur maður mun minna fyrir hikstinu, en um leið og slegið er af og ekið á jöfnum hraða, þá kemur hikstinn aftur. Á meiri snúningi finnst minna fyrir þessu, en þetta er með öllu óþolandi og bíllinn í raun ókeyranlegur. Þetta er olíuverkið sem um ræðir:
http://diesel-injectors.co.uk/wp-content/uploads/2014/07/mitsu-pajero-elec-fuel-pump2.jpg
http://diesel-injectors.co.uk/wp-content/uploads/2014/07/mitsu-pajero-elec-fuel-pump.jpg
Stökum sinnum frá því í sumar (kannski 6-8 skipti) hefur kviknað „check engine“ ljós í mælaborði í akstri og bílinn verður mjög kraftlaus, fellur sennilegast í eitthvað „safe mode“, en með því að slá af inngjöfinni þá fer ljósið og bíllinn verður eins og áður í akstri.
Það er búið að fara yfir allt sem getur tengst lofti í eldsneyti, fram að sjálfu olíuverkinu (tankur, pikup, leiðslur og samtengingar, síuhús). Mér finnst alltaf vera loft á eldsneytiskerfinu, því þegar bíllinn hefur staðið í nokkra daga, þá þarf ég að pumpa 5 – 10 sinnum á handdælunni á síuhúsinu, til að ná upp olíu. Getur það talist eðlilegt?
Það finnst lítið um þetta á netinu, þegar googlað er eftir Hyundai Starex, enda munu þeir bílar ekki hafa verið seldir í Evrópu eða Ameríku. Googli maður hins vegar Mitsubishi, 4d56 og í þá áttina kemur urmull af þráðum sem tengjast gangvandamálum, sem líkjast að einhverju leyti því sem ég er að eiga við. Hins vegar er alltaf frekar óljóst hvaða olíuverk er í þessum bílum, en mér skilst að nokkrar gerðir af olíuverkum hafi t.d. verið í Pajero og Delicu með 4d56 milli 1990 og 2000.
Er búinn að prófa að loka fyrir EGR lokann, sem breytti engu. Búinn að yfirfara alla leiðslur úr tanki og fram að dælu; tengja beint inn á olíuverk, með olíu í brúsa (framhjá tank, leiðslum, síuhúsi); búinn að setja einstefnu loka aftur við tank. Ekkert af þessu breytti neinu.
Ég yfirfór öll rafmagnsplögg fyrir stuttu og vacum leiðslur og þá var bíllinn einkennalaus í 3 daga. Þetta fannst mér gefa til kynna rafmagns / vacum vandamál, en síðan er alltaf þetta blessaða loft á eldsneytiskerfinu eins og áður sagði. Þá kemur upp hvort olíuverkið sjálft sé að sjúga inn loft á kerfið, en ég hef mikið séð skrifað um „front pump seal“ á olíuverkum í Pajero, sem virðist algengt vandamál, en sýnist þá helst um annað olíuverk að ræða.
Er búinn að vera mæla viðnámið á rafmagnsplöggum á olíuverkinu, eins og mælt er fyrir í manualnum frá Hyundai og er ekki að fá að öllu leyti það sem þar er gefið upp.
Hef ekki tekið eftir neinum óeðlilegum lit á afgasinu (s.s.vsvart, blá litað, hvítt).
Hafa menn lent í einhverju svipuðu og eru þá með skýringu á hvað þurfti á lagfæringu að halda, já eða einhverjar hugmyndir til að vinna með.
Kveðja góð
Geir Þór
You must be logged in to reply to this topic.