This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergþór Júlíusson 15 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Nú vantar mig ráð hjá klárum jeppakörlum.
Trooperinn minn hikar hvort sem hann er að halda við, gefa í á lágum snúning (út úr hringtorgum) og stundum á hærri snúning. Hann er einnig hundleiðinlegur í gang sérstaklega þegar hann er kaldur og á það til að hljóma eins og traktor þegar hann hóstar sig í gang.Mér hefur verið bent á olíuþrýstingstengið (hægra megin þegar maður horfir framan á vélina) eða common rail tengið eins og einhver kallaði það. Ég opnaði það og í því var smá smit af olíu, gæti ruglað einhverju. Hvað er best að nota til að hreinsa svona smit úr rafmagnstengi, rauðspritt eða eitthvað slíkt?
N.b. það er nýbúið að skipta um rail rofann, spíssana og pakkningu við tbs skynjarann, en hann fór að haga sér illa eftir spíssa og railrofa skiptin.
Ausið úr viskubrunnunum, eitthvað sem má prófa?
You must be logged in to reply to this topic.