Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hiclone vs. Pajero
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Elías Þorsteinsson 19 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.01.2005 at 01:23 #195315
Mikið hefur verið rætt um ágæti Hiclone bæði á aflaukningu- og eldisneytissparnað í vélum bifreiða. Ég er einn af þeim sem hef látið skoðun mína í ljós hvað þetta undratæki snertir og hef sagt í einhverjum pósta minna að þessi aðferðafræði ofbyði minni eðlisfræðikunnáttu og að ég gæti ekki með nokkru móti séð hvernig þetta gæti haft þessar afleiðingar eins og áður er nefnt í för með sér. Þessa skoðun mína lét ég í ljós án þess að hafa skoðað málið öðruvísi en að lesa pistla sem menn hafa birt hér á vefnum. Ég benti ennfremur á að þeir aðilar sem væru að fjárfesta í þessu tæki ættu að prófa það hlutlaust þannig að sem réttasta niðurstaða fengist, ekki láta tilfinningar, væntingar, óskir og umsögn annar hafa áhrif á niðurstöður og geta þannig brosað framann í heiminn, því að það gæti verið falskt bros (ekki að skilja að brosandinn væri falskur heldur að niðurstaðan væri fölsk).
Ég er ekki að halda því fram að menn (og konur, ég segi þetta bara einu sinni) séu eitthvað grunnhyggnir eða einhverjir vitleysingar, alls ekki, heldur það að það eru tvö element sem reka menn áfram, en það eru langanir og réttlæting. Langanir um árangur þ.e. meiri kraft og minni eyðslu og þegar það lætur standa á sér kemur réttlætingin: ?jú jú hann fer með minna eldsneyti og ég finn það á X snúning upp brekkur? en þegar maður gengur á þá, þá draga þeir alltaf úr árangrinum ?það var nú ekki alveg eins mikið og ég hélt?.
Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er, að ég framkvæmdi prófun á áður nefndu tæki á bílnum mínu, ég hef gert margar tilraunir sem eru ekkert ósvipaðar og þessi og kann því að gera hana eins hlutlaust og hægt er með þeim tækjum sem til umráða eru í það og það skiptið. Væntingar mínar til tækisins voru á skalanum 1 til 100 ca. mínus 100 (-100) eftir umræðuna á netinu, kynningar og lestur greina fóru væntingar mínar í ?50. Eftir að einn félagi minn setti svona í bílinn sinn og umræður við hann fóru væntingar mínar í ca. 0 eða jafnvel í plús tölu.
Ég hirti þetta úr bílnum hans og gerði mínar tilraunir en þar sem þetta er orðin svolítið langur pistill ætla ég að koma með lýsingu á tilrauninni ásamt niður stöðum í næsta pistli.
Kv. vals.
R-3117
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.01.2005 at 06:26 #514350
Góður punktur hjá þér hj!
Eðlisfræði er nú merkilegt fyrirbæri 😉
Kveðja
Izeman
23.01.2005 at 15:06 #514352Til að svara fyrirspurn ehardar þá er ég með sveinsbréf í pípulögnum og vélvirkjun, er vélaverkfræðingur og með MSc gráðu í rekstrarverkfræði.
Þetta er hárrétt pæling fastur: hærri boost-þrýstingur, meira loft. meiri kæling, lægri afgashiti sem einnig gefur meiri orku frá vélinni. Á soggreininni á Pajero er öryggisventill sem blæs út við um 17psi, Ditto jók þrýstingin aðeins meira en ég hef gert. Við það opnaðist ventillinn og tók það hann smá tíma að lokast. Ég hef ekki þorað að loka honum og er þá að hugsa um endingu vélarinnar, ég held að KN-sýja og sverara púst sé betri lausn.
Það sem þeir klikka á sem vilja gera mælingar í langan tíma er að breyturnar eru of margar til að það verði martækt, t.d. hversu margir km. voru eknir í borginni og hversu margir utan hennar, á hvaða árstíma, hverjir keyrðu bílinn, sýjuskipti, þrýstingur í dekkjum og það sem skiptir kannski einna mestu máli eru gæði ólíjunar sem sett er á bílinn. það eru einnig margir smáhlutir sem geta skipt máli.
Þessi tilraunin sem ég gerði, miðaðist við sömu aðstæður á með á mælingunni stóð þ.e. sama vindátt og vindstyrkur, sami loftraki, sama hitastig, sama áfylling af olíu, þ.e. sömu aðstæður fyrir allar mælingarnar enda gerða á innan við þremur korterum. Einnig var mikilvægt að ég steig pedalann í botn og beið svo eftir að endamarki var ná og hafði þar af leiðandi engin áhrif á útkomuna.
Ég tók þátt í tilraunaverkefni í straumfræði sem stóð yfir í hálft ár og til fróðleiks þá er beint samband á milli hraða lofts og túrbúlens þ.e. þegar hraði loftsins eykst eykst túrbúlensin margfalt og við aukin túrbúlens eykst þrystifallið í pípunni. Prinsipið í Hiclone er að fá snúning á loftflæðið sem þýðir að loftmólikúlið þarf að ferðast lengri vegalengd, í hringi í stað beinnt. Til að ná á sama tíma frá loftsýju að sprengihólfi þarf loftið að fara hraðar, miðað við aukna vegalengd, sem þýðir aukin túrbúlens. Túrbúlens er iðustaumur á íslenku, en mér finnst bara túrbúlens skemmtilegra orð. Einnig að halda því fram að túrbínan komi fyrri inn ef búið er að fá snúning á loftið !!. Sú orka sem spara við að fá loftið á snúningi inn í túrbínu tapaðist í Hicloninu sjálfu þegar loftið var sett á snúning. þeir sem hafa áttað sig á því að ekki er hægt að eyða orku aðeins umbreyta henni skilja þetta. Eina ljósið sem ég hélt að væri við Hiclone var að ef loftið kemur á snúningi inn í brennsluhólfið mundið það blandast betur restinni af afgasinu og ná betri brennslu. Eftir að hafa skoðað uppbygginguna á brennsluholfinu í Pajero og vitandi að þjöppuhlutfallið 21:1 eru engar líkur á að snúningur loftsins hafa nokkur áhrif.
En eins og ég sagði í fyrri þræði þá gerði ég þessa rannsókn fyrir sjálfan mig og engan annan en ef aðrir geta nýtt sér þessa vinnu þá er það bara gott. Allar efansemdaraddir er mér slétt sama um. Ég sagði einnig að þessi rannsókn á við minn bíl, Pajero 2,8tdi. en er samt viss um á þetta á við fleiri tegundir. Síðastliði sumar var, hér á vefnum, bennt á óháða ! rannsókn sem gerð var í Ástralíu á hinum ýmsu fyrirbærum þ.a.m. Hiclone. Það er skemst frá því að segja að niðurstaðan var svipuð og hjá mér, mig skortir bara nennu til að finna hvenær þetta var.
Í öllu þessu brölti eru menn að reyna að tosa fáeina hesta aukalega út úr vélunum en gleyma stundum mikilvægum þáttum eins og á hversu löngum tíma á fjáfestinginn að skila sér. Einnig að öll aukning á þeirri orku sem krist er út úr rokknum styttir endingartíma hans. Þeir fjármunir sem settir voru í hiclone og anna álíkabúnað plús þann kostnað sem stytting á endingu vélarinnar hefur í för með sér, hefði kannski betur verið varinn í að fá sér öflugri vél eða annan bíl, léttari eða með stærri vél ?? ég bara spyr.
kv. vals.
24.01.2005 at 00:31 #514354Tvennt langaði mig að forvitnast um. Skiptir máli að loftið fer lengri leið og telur Vals að niðurstaðan yrði e.t.v. önnur í bensínvél þar sem þjappan er talsvert önnur en í díselvél (þar sem kenningin er meiri turbulens->betri blöndun eldsneytis við loft->betri bruni).
kv.
Þorsteinn Þ.
24.01.2005 at 13:25 #514356Vals segir:
[i:1yjy2v3l]Það skal tekið fram að mín tilraun var gerð á mínum bíl sem er 1998 Pajero 2,8 tdi á 38? dekkjum og eiga niðurstöðurnar við þennan bíl og engan annan. Það getur vel verið að þetta tæki bæti eitthvað við aðrar tegundir véla, ég skal ekkert um það segja.[/i:1yjy2v3l]Þó niðurstöður Vals eigi aðeins við um bíla með samskonar vél og hann er með (MMC 2.8 dísel), þá held ég að aðferðin sem hann notar sé mjög góð til þess að meta áhrif búnaðar eða breytinga á vélarafl, a.m.k fyrir þá sem eru með sjálfskipta bíla.
Bruninn í bensínvélum er mun flóknari en í díselvélum og þær eru mun viðkæmari fyrir breytingum í umhverfi og á ástandi vélar. Því er líkur á að hiclone hafi meiri áhrif (til hins betra eða verra) í bensínbílum. Ég held að það væri áhugavert ef fleiri gerði tilraunir og vandi sig líkt og Valur, og segi frá niðurstöðunum.
-Einar
24.01.2005 at 13:48 #514358Þakka þér fyrir Einar, þetta er akurat það sem ég ætlaði að svara.
kv. vals.
24.01.2005 at 23:03 #514360Þakka þér kærlega fyrir að standa í þessari prufu fyrir okkur Vals. Þetta bara sannaði það sem mann
grunaði.pæju kveðjur
Bjarki
25.01.2005 at 01:39 #514362Sælir.
Skemmtilegur þráður, ætlaði ekki að taka þátt í honum vegna tengsla minna við umræðuefnið en þar sem að nokkur atriði eru ekki alveg á hreinu leyfi ég mér að svara nokkrum atriðum og benda á önnur.
Arnar.
Túrbínan kemur fyrr inn vegna þess að í stað ca. 90° skerhorns loftsins undir beinu loftflæði, breytist beint flæði í hvirlfæði með önnur skerhorn, túrbínan þarf minna afgas til að snúast og kemur þess vegna fyrr inn. Einnig eykst fyllingargráða túrbínunnar í flestum tilfellum vegna minni höggmótstöðu við loftið.Varðandi eyðsluna þá hef ég trú á því að þú hafir nýtt þér aukninguna.
Eldsneytisnotkun véla (almennt á prufuplani) er mæld í gr/kWh (grömm af olíu á kílowattstund) Sennilega hefur þú notað fleiri kW eftir að hólkarnir voru komnir í og þess vegna ekki minni olíueyðsla. Skoðaðu líuritið frá Tækniþjónustu Bifreiða í Hafnarfirði.Izeman.
Það er rétt hjá þér að Patrolinn minn var tekinn í Dyna prófun hjá Tækniþjónustu Bifreiða í Hafnarfirði. Patrolinn er 2,8 L TDI árg 1996. Ég veit ekki á hvaða annarri heimasíðu ég ætti að koma þessum upplýsingum á framfæri. Trúverðuleiki minn hefur heldur ekkert með niðurstöður dynamælinga TB að gera.Tækniþjónusta Bifreiða er eina fyrirtækið hérlendis með dyna test að ég best veit. Reyndar er Borgarholtsskóli með dynatest en gerir ekki út á almennan markað.
Prófunin fór þannig fram að bíllinn var keyrður í 4 gír á keflunum með Hiclone. Síðan voru Hiclone hólkarnir teknir úr og gerð önnur nákvæmlega eins mæling. Í báðum tilfellum keyrði starfsmaður TB bílinn og tölva skráði niðurstöðurnar úr báðum mælingum. Engu var breytt á milli mælinga öðru en að hólkarnir voru fjarlægðir. Það að niðurstöðublaðið sé hrukkað þá má geta þess að útprentunin úr tölvunni er ekki ósvipuð og útprentun úr greiðslukortaposum, en ég varð að ljósmynda seðlana til að koma upplýsingunum á framfæri.
Einar.
Jú ég get staðfest það. Varstu búinn að heyra í Óla bróðir þínum varðandi Hiclonið í Toyotunni hans? Hann segir mér að hann finni fyrir auknu togi.
Varðandi nýtinguna þá kemur það fram á heimasíðunni
[url=http://www.hiclone.is:1hzszrvz]hiclone.is[/url:1hzszrvz]. að eyðsla á dieselbíl geti minnkað um 5-10% en útblásturmengun geti minnkað allt að 55% en það er þá á mikið eknum vélum
[url=http://www.hiclone.is/less.asp:1hzszrvz]mengunarmælingar[/url:1hzszrvz] Þessar mengunarmælingar voru gerðar í Ástralíu.Get tekið undir síðasta póstinn þinn sem svar til Þorsteins. Það eru miklu meiri sveiflur í virkninni í bensínvélunum. Hef gert margar prófanir bæði á diesel og bensín (þ.á.m. svipaðar og Vals) og í stuttu máli þá hef ég lent í bensínvél sem eyddi meiru eftir Hiclone, en flestar bensínvélar taka nokkuð vel við Hiclone.
Væri það ekki að æra óstöðugan ef ég kæmi með allar þær prófanir?
Vals.
Niðurstöður mælinga þinna ætla ég ekki að draga í efa en verð að spyrja:
Hver var túrbínuþrýstingurinn með Hiclone? Var hann óbreyttur eða prófaðir þú Hiclonið einungis með hærri þrýstingnum? Hvaða stærðir af Hiclone settir þú í bílinn?Ég er alveg miður mín ef ég er að ofbjóða mönnum eitthvað varðandi Hiclonið, tel reyndar að þvert á móti sé reynt að uppfylla óskir viðskiptavinarins með því að endurgreiða þeim vöruna standist hún ekki væntingar.
Hiclone ltd. hefur aldrei haldið fram að hólkarnir virkuðu í allar vélar, en við getum haldið því fram að þeir virki í allflestum vélum bæði Otto og Diesel vélum og auðvitað mismunandi vel.
Þú talar um þrengingu í loftinntaki. Hönnun véla, loftinntök og rör frá þeim í bílum eru mismunandi.. Dæmi: Loftgöngin að soggrein í Musso 2,9L TD eru flöt og þar næst ekki hvirfilflæði, enda virkar Hiclone ekki í þeim bíl.
Í sumum bílum eru orginal loftinntök mjög þröng og langar lagnir að vél. Dæmi úr öðrum bíl er að stútar á loftinntaksboxi og á grein eru töluvert sverari en rörið á milli sem liggur þvert yfir bílinn svo ég tali nú ekki um beygjur og ferhyrningslag á rörinu á löngum kafla. Við höfum náð betri árangri með Hiclone ef hosurnar í slíkum tilfellum hafa verið sveraðar upp.
Allt er þetta gert til að fá sem sem minnst þrýstifall að vél, rétt eins og með KN filter svo og sverara púst frá vélinni. (Að vísu eru til undantekningar frá þessu)
Aftur að þrengingunni. Eins og þú eflaust veist, í aðalatriðum hefur rúmtakið í strokknum, opnun sogventla og snúningshraði vélarinnar áhrif á loftmagnið sem vélin sogar að sér og í túrbínuvélum bætist svo túrbínuþrýstingurinn við sem factor (intercooler, eðlismassi loftsins o.fl. hefur að sjálfsögðu einnig áhrif). Ef við tökum vél sem er með 50 mm rör/hosu að inntaksstút að grein þá er þverflatarmál (ljósop) viðkomandi rörs 1963,494 mm2. Hiclonið sem sett er í þennan stút er með þverflatarmál 125,3 mm2 sem er 6,38 % af flatarmálinu.
Í Pajero 2,8L TDI er hosan 45 mm sem er þá 1590,43 mm2. 45 mm Hiclone hefur þverflatarmálið 118,9 mm2 sem er þá 7,476%. Reyndar er 2,5L TDI Pajero vélin með sömu stærðir af hosum sem kemur mér til umhugsunar um hönnun loftinntaksins að vélunum. Flestar vélar af samsskonar stærðum hafa sverari hosur. (Toyota, Nissan, Bens, BMW, Land Rover) Með því að auka túrbínuþrýsting frá framleiðslustillingu er verið að fara yfir hönnunarmörk (allavega yfir þau mörk sem framleiðandinn setur sér við sölu bílsins og gefið er upp) og sýnist mér fljótt á litið að þrýstifall sé orðið of mikið í loftgöngunum séu áðurnefndir bílar teknir til viðmiðunar, svo og niðurstöður úr mælingum þínum.
Hiclone er upphaflega hannað til að minnka útblástursmengun frá bílum. Ástralir tóku mun seinna við sér varðandi mengunarkröfur en t.d. Evrópubúar. Þegar juku kröfurnar á sínum tíma stóðu þeir uppi með stóran hluta bílaflotans sem ekki stóðust mengunarprófanir, td. Patrol 4,2 lítra. Við það að hvirfla loftinu inn á strokkinn bætist loft/eldsneytisblöndunin, það ?kviknar? í meiru magni af eldsneyti í upphafi brunans og þar með lengist bruninn og ýmis snefilefni brenna upp í stað þess að sót myndist sem gengur þá í samband við smurolíu eða sem ?reykur? út um púströrið. [url=http://www.hiclone.is/truck.asp:1hzszrvz]sjá skýringamynd[/url:1hzszrvz] Aukaverkanir eru síðan ?yfirleitt? jákvæðar, minni eldsneytiseyðsa, aukið tog og afl.
Hér eru linkar að nokkrum prófunum og umsögnum.
Prófanirnar eru í öllum tilfellum gerðar af hlutlausum aðilum að viðstöddum aðilum frá Hiclone ltd og viðkomandi viðskiptavini.[url=http://www.hiclone.is/tests/Transit.pdf:1hzszrvz]Ford Transit 2,L prófun[/url:1hzszrvz]
[url=http://www.hiclone.is/press.asp:1hzszrvz]Ford Galaxy umsögn[/url:1hzszrvz]
[url=http://www.hiclone.is/tests/Truck_Test.pdf:1hzszrvz]Iveco 5,9L prófun[/url:1hzszrvz]
[url=http://www.hiclone.is/press.asp:1hzszrvz]Ford Galaxy umsögn[/url:1hzszrvz]
[url=http://www.hiclone.is/tests/MAN_24400_coach.pdf:1hzszrvz]MAN prófun[/url:1hzszrvz]
[url=http://www.hiclone.is/tests/MANtest.pdf:1hzszrvz]MAN eyðsluprófun[/url:1hzszrvz]
[url=http://www.hiclone.is/florida.asp:1hzszrvz]Umsögn framkvæmdastjóra Florida Coaches[/url:1hzszrvz]
[url=http://www.hiclone.is/tests/MANtest.pdf:1hzszrvz]MAN eyðsluprófun[/url:1hzszrvz]Að lokum vil ég bjóða stjórn/tækninefnd ferðaklúbssins 4×4 að vera viðstaddir eða tilnefna mann til að vera viðstaddur dynaprófun á Pajero 2,8TDI þegar hún verður gerð til að ekki verði ágreiningur um hlutleysi.
Reikna með að það verði fljótlega.Kveðjur Elías.
25.01.2005 at 10:56 #514364Góðan daginn Vals
Ég hef eina spurningu um framkvæmd mælinga. Var Hiclone prufað við 12,5 psi túrbínu þrýsting, eða var hann lækkaður aftur í 11 psi? Þetta skiptir verulegu máli því ef túrbínuþrýstingur var 11 psi með Hiclone þá sýnir tilraunin glögglega að Hiclone gerir þó nokkuð fyrir vélina án þess að álagið á hana sé aukið með hækkuðum túrbínu þrýtingi.
Ef Hiclone var prufað við 12,5 psi veit ég ekki hvernig á að túlka niðurstöðurnar þar sem búið er að gera tvær breytingar frá óbreyttri vél.Með kveðju
Arnar
25.01.2005 at 18:11 #514366Ævinlega er nú gaman að taka þátt í skynsamlegum skoðanaskiptum. Og úr því að maður frá hiclone er nú farinn að leggja orð í belg er ýmislegt sem mig langar til að vita.
?Túrbínan kemur fyrr inn vegna þess að í stað ca. 90° skerhorns loftsins undir beinu loftflæði, breytist beint flæði í hvirlfæði [svo] með önnur skerhorn, túrbínan þarf minna afgas til að snúast og kemur þess vegna fyrr inn.? Semsagt ef vökvi (og loft er vökvi)kemur inn á dælu í sömu stefnu og hann fer út þá vinnur dælan léttar, eða hvað? Ætli túrbínuhönnuðir viti ekki af þessu því auðvelt virðist að breyta loftstút túrbínunnar? En þarf túrbínan ekki sjálf að eyða orku í að snúa upp á vökvann (loftið)? Er þá ekki skynsamlegra að sleppa þessum millilið því í þeim öllum myndast varmi og þar með orkutap?
?Einnig eykst fyllingargráða túrbínunnar í flestum tilfellum vegna minni höggmótstöðu við loftið.? Þú verður að fyrirgefa en þetta skil ég alls ekki. Hvað er fyllingargráða? Myndast högg þegar blöð túrbínunnar berja loftið? Eru þau högg mælanleg í NM eða pundfetum? Hvað ætli þau valdi mörgum prósentum í orkutapi??…og í stuttu máli þá hef ég lent í bensínvél sem eyddi meiru eftir Hiclone, en flestar bensínvélar taka nokkuð vel við Hiclone.
Væri það ekki að æra óstöðugan ef ég kæmi með allar þær prófanir?? Væri ekki rétt að birta allan sannleikann en ekki þann hluta hans sem hentar hverju sinni?
?Hiclone er upphaflega hannað til að minnka útblástursmengun frá bílum. Ástralir tóku mun seinna við sér varðandi mengunarkröfur en t.d. Evrópubúar. Þegar juku kröfurnar á sínum tíma stóðu þeir uppi með stóran hluta bílaflotans sem ekki stóðust mengunarprófanir, td. Patrol 4,2 lítra.? Ber að skilja þetta sem játningu um að nýlega hannaðar vélar hafi ekkert með hiclone að gera?
?Við það að hvirfla loftinu inn á strokkinn bætist loft/eldsneytisblöndunin,…? Hvenær blandast eldsneytið og loftið? Í bensínbílum í blöndungi eða soggreininni væntanlega. Hefur bensíngjafarspjaldið sem stendur mismunandi mikið langsum eftir straumstefnnu loftsins engin áhrif til að stöðva snúning loftsins? Í nýmóðins ?lean burn? bensínvélum er gert ráð fyrir að loft/bensínblandan fari ekki út í hvern krók og kima brunahólfsins og er því dregin inn í það undir sérstöku horni og lögun stimpilkollsins látin móta brunann. Sé nú svo að enn sé snúningur myndaður af hiclone á blöndunni þegar kemur að innsogsventlinum mun þessi aukasnúningur ekki trufla brunann sem vélin er hönnuð fyrir? Er líklegt að það auki afköst vélarinnar?
Í dísilvélum er loftið dregið inn í brunahólfið og sé hiclone í rásinni þá væntanlega með snúningi. Síðan er því þjappað saman þetta frá 18 falt og upp í 22 falt. Er ekki líklegt að svona samanþjöppun dragi verulega úr snúningnum? Síðan rétt í þann mund að þjappslagi lýkur er eldsneytinu sprautað inn í strokkinn og kviknar í á augabragði. Ætli sé mikill tími til að snúningur bæti blöndunina?
?Hér eru linkar að nokkrum prófunum og umsögnum.
Prófanirnar eru í öllum tilfellum gerðar af hlutlausum aðilum að viðstöddum aðilum frá Hiclone ltd og viðkomandi viðskiptavini.? En; prófanirnar eru gerðar að beiðni hiclone og birtar af söluaðilum. Við fáum aldrei að vita neitt um aðrar hugsanlegar niðurstöður. Það er almennt viðurkennt þegar kennd eru vísindaleg vinnubrögð að aðrar niðurstöður rannsókna en þær sem unnar og birtar eru af sjálfstæðum aðilum sem engin fjárhagsleg tengsl hafa við framleiðendur og þeir aðilar ráða sjálfir tilhögun rannsóknanna ber ekki að nota í ritum sem tekið er mark á í vísindaheiminum.
Sem sagt; ég held áfram að vera efasemdamaður á allt sem gerir kraftaverk og skapar orku úr engu, jafnvel þótt um sé að ræða monní bakk garantí.
En hver lifir sæll í sinni trú
Þ
25.01.2005 at 20:32 #514368Sælir
Jæja, þetta er nú að þróast út í athyglisverðan þráð. Ég vill heyra meira!
Hvor vinnur???
Kveðja
Izeman
26.01.2005 at 01:33 #514370Miðað við það litla sem ég hef lesið um þetta og svipuð pródúkt ásamt einhverju hyggjuviti giska ég á að því eldri sem vélin er (akstur/hönnun) og því minna sem átt hefur verið við hana, því meira gagn gerir þetta dót (vinsamlegast ekki biðja mig um nákvæma formúlu; ég er ekki vísundamaður!). Málið snýst ekki um að búa til orku heldur nýta betur þá orku sem er í bensíninu. Ég hef líka velt því fyrir mér hvers vegna GM kallaði endurbæturnar á vélunum sínum ‘vortec’. Sama stærð bara sprækari og skemmtilegri.
Þekking mín á Dieselvélum er ákaflega takmörkuð en þó dugir hún mér til að hafa vissar efasemdir um gagnsemi slíkra tóla, þó væri forvitnilegt að vita hvort líkur séu á meiri gagnsemi í eldri vélum. Sé það staðreynd að túrbínur séu að koma fyrr inn á Díeselvélum væri einnig áhugavert að heyra skýringu á því frá vísindamönnunum hér.
Í jeppaskriflinu mínu er vél sem er ekin c.a. 175.000 km og hönnunin er hálfrar aldar gömul (að vísu með aðeins nýlegra viðbótarklastri) og hún hefur ekki fengið nema í besta lagi þokkalegt viðhald svo að ég er áhugasamur um þetta og hef í huga að prófa einhvertímann.
kv.
Þorsteinn Þ.
26.01.2005 at 09:12 #514372
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vá…menn eru bara heitir…ég er farinn að halda að þú Vals hafi einhverra hagsmuna að gæta með því að reyna skíta út þessa saklausu málmhólka. Ef þessi tilraun er bara fyrir þig þá veit ég ekki hvað þú ert að koma með svona óvísindalegar tilraunir á þennan opinbera vef. Varst þú kannski einn af þeim sem lést plata þetta inn á þig eins og kellingu á útsölu og nenntir síðan ekki að skila þessu í tíma og þar af leiðandi grútsvekktur að sitja uppi með draslið. (grín) Ég held því fram að þetta sé eins og margoft hefur komið fram í umræðum um Hiclone að þetta virki misvel eftir vélum og þess vegna er gott að geta skilað þessu ef maður er í minnsta vafa um að þetta virki. Ég er að prufa núna í mínum eðal fjallabíl og hingað til hefur þetta verið að gera góða hluti fyrir minn kagga. Hann er að toga betur, minni afgashiti og ég er að nota 5 gír við aðstæður sem þýddi lítið áður. Er ennþá að mæla eiðsluna en er ekkert bjartsýnn á að hún minnki þar sem ég nýti þessa viðbót sem kom…og ekki veitti af. Ég þarf ekki að vita meira og mér er skítsama hvað menn eru miklir vísindamenn og hvað þeir hafa lesið margar bækur þá er þetta ekkert flókið…annaðhvort virkar draslið eða ekki. Vísindalegar tilraunir hef ég ekki séð ennþá sannaðar hér. Þær þarf að gera með einhverjum sem eru ekki pirraðir út í hlutinn sem þeir eru með í höndunum eða af söluaðila. Ég skil reyndar ekki hvernig þetta fyrirtæki "Hiclone" hefur komist svona langt ef þetta er allt bara bölvuð þvæla.
Hættið síðan að metast um hvor er meira lærður það er svo barna eitthvað. Menn hljóta að meiga tjá sig hér án þess að sýna prófskírteini.
Hilsen
26.01.2005 at 14:50 #514374Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekki öll hugtökin sem eru notuð á þessum þræði og hefði ég mest gagn af því að fá útskýringu á mannamáli (og á íslensku) hvað þessi hugtök þýða.
– fyllingargráða
– skerhornMér sýnist þetta séu þau lykilhugtök sem hiclonar eru að nota til að útskýra hvers vegna hiclone virkar vel.
Verð nú að segja það hiclonum til framdráttar að skilafresturinn er góð viðskiptaaðferð og ættu fleiri söluaðilar að gera slíkt hið sama ég tala nú ekki um kvikmyndahúsin sem sýna stundum svo lélegar myndir að ég vil fá endurgreiðslu.
Elvar
26.01.2005 at 16:25 #514376Sælir.
90° skerhorn er það kallað þegar spaðar lofthjólsins (compressor wheel) í túrbínunni mynda 90° horn við loftflæðið.
Fyllingargráða er hugtak sem notað er um raunverulega fyllingu loftsins í loftkuðungi túrbínunnar.
Kveðja.
Elías.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.