Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hiclone vs. Pajero
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Elías Þorsteinsson 19 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.01.2005 at 01:23 #195315
Mikið hefur verið rætt um ágæti Hiclone bæði á aflaukningu- og eldisneytissparnað í vélum bifreiða. Ég er einn af þeim sem hef látið skoðun mína í ljós hvað þetta undratæki snertir og hef sagt í einhverjum pósta minna að þessi aðferðafræði ofbyði minni eðlisfræðikunnáttu og að ég gæti ekki með nokkru móti séð hvernig þetta gæti haft þessar afleiðingar eins og áður er nefnt í för með sér. Þessa skoðun mína lét ég í ljós án þess að hafa skoðað málið öðruvísi en að lesa pistla sem menn hafa birt hér á vefnum. Ég benti ennfremur á að þeir aðilar sem væru að fjárfesta í þessu tæki ættu að prófa það hlutlaust þannig að sem réttasta niðurstaða fengist, ekki láta tilfinningar, væntingar, óskir og umsögn annar hafa áhrif á niðurstöður og geta þannig brosað framann í heiminn, því að það gæti verið falskt bros (ekki að skilja að brosandinn væri falskur heldur að niðurstaðan væri fölsk).
Ég er ekki að halda því fram að menn (og konur, ég segi þetta bara einu sinni) séu eitthvað grunnhyggnir eða einhverjir vitleysingar, alls ekki, heldur það að það eru tvö element sem reka menn áfram, en það eru langanir og réttlæting. Langanir um árangur þ.e. meiri kraft og minni eyðslu og þegar það lætur standa á sér kemur réttlætingin: ?jú jú hann fer með minna eldsneyti og ég finn það á X snúning upp brekkur? en þegar maður gengur á þá, þá draga þeir alltaf úr árangrinum ?það var nú ekki alveg eins mikið og ég hélt?.
Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er, að ég framkvæmdi prófun á áður nefndu tæki á bílnum mínu, ég hef gert margar tilraunir sem eru ekkert ósvipaðar og þessi og kann því að gera hana eins hlutlaust og hægt er með þeim tækjum sem til umráða eru í það og það skiptið. Væntingar mínar til tækisins voru á skalanum 1 til 100 ca. mínus 100 (-100) eftir umræðuna á netinu, kynningar og lestur greina fóru væntingar mínar í ?50. Eftir að einn félagi minn setti svona í bílinn sinn og umræður við hann fóru væntingar mínar í ca. 0 eða jafnvel í plús tölu.
Ég hirti þetta úr bílnum hans og gerði mínar tilraunir en þar sem þetta er orðin svolítið langur pistill ætla ég að koma með lýsingu á tilrauninni ásamt niður stöðum í næsta pistli.
Kv. vals.
R-3117
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.01.2005 at 01:30 #514310
Mikið hefur verið rætt um ágæti á Hiclone og miklar sparnaðar tölur nefndar í því sambandi. Til að skera úr um hvort eitthvað væri hæft í þessu þá ákvað ég að gera prófun á tækinu eins hlutlaust og ég gæti þannig að álit mitt á því hefði engin áhrif á niðurstöður.
Það skal tekið fram að mín tilraun var gerð á mínum bíl sem er 1998 Pajero 2,8 tdi á 38? dekkjum og eiga niðurstöðurnar við þennan bíl og engan annan. Það getur vel verið að þetta tæki bæti eitthvað við aðrar tegundir véla, ég skal ekkert um það segja.
Tilraunin var þannig framkvæmd að valinn var beinn malbikaður kafli, sonur minn 19 ára notaður sem álestrarmaður af mælum. Fjórar mælingar voru lesnar þ.e. endahraði, afgashiti, vatnshiti og tími sem tók að aka vegalengdina. Bæði afgashiti og vatnshiti er mældur með digital mælum sem eru mjög nákvæmir, hraði af hraðamæli og tími með skeiðklukku. Bílnum var stylt upp við rásmark, hvílt í eina mínutu, olíugjöfinn stýginn í botn og beðið þar til endamarki var náð. Við endamark voru niðurstöður skráðar en þar sem oft eru smá frávik í slíkum mælingum voru þær framkvæmdar þrjár í einu, þær lagðar saman og deilt í með þremur. Þannig var að mínu mati fengin viðunandi nákvæmni.
Gerðar voru þrjár mismunandi mælingar, ein með vélina óbreytta, turbínu þrystingur aukin úr 11,0 psi í 12,5 psi og svo með Hiclone í, einn spaði fyrir framann turbínu og annar sem næst soggrein. Alls voru farnar nýju ferðir, þrjár fyrir hverja tilraun. Vegalengdi sem valin var var 1.080 metra löng og hækkun um 28 metrar. Afgashitinn fór hæst í 858°C, vatnshitinn í 101,0°C, tíminn 45,8sek. og hraðinn aðeins yfir sektarmörk því verður hann ekki nefndur hér. Þar sem langt er á milli mæligilda og margininn lítill þ.e. sekundur breytust um 1,4sek. á móti 858°C. afgashita, lækkaði ég gildin þannig að hægt væri að lesa þau úr einu grafi.
Ég setti graf í myndaalbúmið mitt sem sýnir niðurstöður rannsókna minna. Fyrsta mælingin er passíf seinni mælingin með hækkuðum túrbínuþrýstingi, sýnir áhugaverðan árangur en síðasta mælingin, með Hiclone, sýnir að endahraðinn hefur minnkað, tíminn hefur lengst, afgashiti hækkað en vatnshitinn stendur í stað.
Ef ég ætlaði að fá fjárfestinguna til baka á einu ári þyrfit Hiclone að spara í mínu tilfelli um 8% í olíukostnaði og þar sem samkvæmt lýstum rannsóknum eykst olíueyðsla í mínum bíl, eru engar væntingar eftir heldur bara staðreyndir. Einnig sést að þessar breytingar breyta littlu fyrir vinnslu vélarinnar og allur sá kostnaður sem lagður er í að tosa út væntanlega hesta úr vélinni, getur verið betur varið í annað, eins og að fara út að borða með konunni eða safna fyrir spili ??
Það skal einnig tekið fram að þessar tilraunir voru framkvæmdar á áðurlýstann máta, annarskonar tilraunir gætu gefið aðrar niðurstöður svo ég tali nú ekki um tilraunir á öðrum tegundum bíla. Það getur vel verið að þessi tæki veiti öðrum mikin hagað og ánægju en ég endurtek það sem ég hef áður sagt að þessar yfirlýsingar söluaðila ofbyði eðlifræðikunnáttu minni og tel ég mig hafa fært sönnur á að sú tilfinning var rétt.
Ég legg drengskap minn við það að rannsóknin var gerð eins hlutlaust af minni hálfu og hægt var þannig að niðurstöður urðu eins réttar og hægt var. Þetta var gert í mínna þágu þannig að ég vissi eitthvað haldfast um þetta undra tæki og er mér slétt sama um hvað öðrum finnst en ég vona að lesendur hafi orðið eitthvað upplýstari um þetta tæki, allavega hvað Pajero varðar. Ég keypti klarions fótanuddtæki á sínum tíma eins og flestir landsmenn en ég hef ávalt reynt að forðast slíka sölumennsku eftir það.
Lifið vel og eigið áægjulegann vetur framundan.
kv. vals.
22.01.2005 at 02:19 #514312Ég var með Patrol 1999 2,8l og gerði ég tilraun með Hiclone.
Ég var einungis með túrbó þrýstingsmæli þegar tilraunin fór fram,umfram standard mælana. Þar sem 2,8l vélin er fremur slöpp á lága snúningnum og til bóta fyrir afl vélarinnar að fá túrbínuna inn á lægri snúning vildi ég prufa Hiclon-ið
Var ekinn sama brekkan skipt í 3 gír á 1000snm á nákvæmlega sama stað og olíugjöfin stigin í botn.
Er skemmst frá því að segja að túrbínan byrjaði að blása fyrr með Hiclone eða 300-400snmin fyrr. Mig minnir að það hafi verið nálægt 1300-1400sn min.
Síðar fór ég að nota aðra gerð af loftsíu þá breyttust þessar snúningshraða tölur.
Ég gat aldrei séð olíusparnað með Hiclone með óyggjandi hætti. Einnig er hæpið að tala um aflaukningu nema á þeim snúningshraða sem túrbínan snerist ekki á áður.
Kraftakveðja
Óli Hall.
22.01.2005 at 03:30 #514314Ég er alltaf hrifinn af því þegar menn taka málin í eigin hendur og meta þau sjálfstætt. Mér sýnist að þú hafir tekið Hiclone í ágætis rauntest, hvers niðurstaða er afgerandi. Hiclone gerir akkúrat ekkert fyrir vinnsluna í bílnum þínum, og hverfandi líkur á að eyðslan breytist til batnaðar. Gott framtak, hafðu þökk fyrir.
Að öðru, ég sé að þú færð lægri afgashita við að hækka boostið upp um 1,5 psi sem er eðlilegt. En hversu mikið lækkaði hitinn við þetta ?
22.01.2005 at 08:57 #514316Vals, þakka þér fyrir að gera þessa tilraun. Ég hef lengi verið að horfa á þessa Hi-clone hólka eða spaða eða hvað á að kalla þetta. Oft velt því fyrir mér hvort maður ætti að prófa, en ekki tímt því þegar á átti að herða. Eftir að hafa lesið það sem þú skrifar hér að ofan, er ég alveg hættur við. Endanlega. Er nefnilega með þennan ágæta rokk undir vélarlokinu, MMC 2,8 TDI – Hef enga trú á að niðurstaðan yrði önnur hjá mér en hjá þér. Nota aurana frekar í dekk, ef ég skyldi eignast þá !
kveðja
PS – Aldrei hef ég séð neinn skrifa um þessa ágætu MMC-vél, sem er vafalaust ákaflega gamaldags, en hún er með tannhjóladrifnum stýris- og kælivatnsdælum, keðjudrifnum knastás o.s.frv. og hefur ekki verið mjög bilanahætt. Hitavandamál? Hef aldrei frétt af slíku fyrir mína parta. Svo er maður með 9" afturdrif, 8,5" framdrif, millikassa með mismunadrifi og læsingu o.s.frv. Af hverju eru ekki allir á svona bílum? Eru menn enn að trúa á gírkassasögurnar af Nýbýlaveginum?
22.01.2005 at 12:09 #514318
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Tek undir þakkir til Vals fyrir skemmtilega tilraun og skilmerkilega grein – alltaf gaman að lesa svona.
Meira ætlaði ég ekki að segja fyrr en ég las þetta píp Ólsarans um að allir ættu að vera á sömu tegund…..segi nú ekki annað, ég er ferlega sáttur við minn Trooper sem Palli fiktar í fyrir mig með fínum árangri – og um hvað ættum við að rífast ef allir væru á sömu tíkunum.
Lifi fjölbreytnin!!!
ÓHG
22.01.2005 at 16:18 #514320Sælir piltar, eitthvað finnst mér þessi "tæknilega" skýring hjá Vals á virkni Hiclone vera undarleg. Að ætla að draga ályktun á 1080 metra spotta finnst mér heldur lítið, 1000km væri nær lagi eða jafnvel enn meira. Tæknilegar mælingar framkvæmdar af óháðum aðilum eru til og finnst mér að menn ættu að líta á þær fyrst áður en ályktun er dregin, niðurstöður eru [url=http://www.hiclone.is/images/patrol1.jpg:3f5jhszr]hér fyrir Patrol 2.8 TDi[/url:3f5jhszr]. Mér sýnist Hiclone vera fyrst og fremst til bóta og vinna á á lengri tíma og vegalengdum. Sjálfur er ég ekki "enn" með Hiclone en mun örugglega setja það í minn Patrol 3.0 þá sérstaklega í tengslum við olíugjaldið góða sem væntanlegt er 1 júlí.
Kveðja E.Harðar
22.01.2005 at 17:49 #514322Sæll Eharðar
Þessar niðurstöður sem þú vitnar í eru jú alveg óháðar, á http://www.hiclone.is. Þetta var kaldhæðni.
En mælingar hjá Vals segja allt sem segja þarf til um hvað Hiclone gerir varðandi virkni bílsins.
Kanski er þetta það ástæðan fyrir því að bílar virðast eyða minna (ég er á þeirri skoðun) þeir hreinlega krafta minna…
Ef mér skjátlast ekki (nokkuð viss) þá er þetta Patrolin hans Ella á Ak (sá sem ég keypti Hiclone af, handa tengdó á sínum tíma) en ég hef ekki upplýsingar til að rengja þessa mælingu, en ef menn vilja pottþétta mælingu þá þarf það að gerast af einhverjum sem græðir ekki pening á niðurstöðunum……..Kveðja
Izeman
22.01.2005 at 18:27 #514324Já Izeman, eflaust eru þetta mælingar úr bílnum hans. Ef þú lest blaðhausinn þá er mælingin skráð á blað frá "Tækniþjónustu bifreiða" í Hafnarfirði. Er þá ekki bara rétt að segja að þeir viti ekkert um málið og allir eru sáttir við að Valur Sveinbjörnsson (sem hefur ekki kynnt okkur neina iðn eða tækniþekkingu) sé eini maðurinn sem kann að mæla ágæti Hiclone á 1080 metra kafla? Nei ekki tek ég það nú gilt og vona sannarlega að hér sé enginn svo vitgrannur að taka afgerandi mark á slíku kjaftæði. Auðvitað er rétt að miðla reynslu sinni af notkun aukahluta en það getur ekki verið heilagur sannleikur þegar reynslunni er miðlað af svona mikilli einfeldni. Ég veit ekki betur en skoðanir séu skiptar af hinum ýmsu hlutum og misjafnt hvernig menn upplifa hlutina, þeirri reynslu eiga menn að miðla en ekki staðhæfa að eitthvað sé ómögulegt með ekki meiri prófun en þetta!
Kveðja E.Harðar
22.01.2005 at 19:18 #514326Sæll Eharðar
Jú eflaust er mælingin framkvæmd af "Tækniþjónustu bifreiða". En getur þú eða einhver annar gulltryggt að Hiclone hafi verið það eina sem bætt var við milli mælinga (aukinn turboþrýstingur???) Nei ég bara spyr.
Þessi mæling sem Vals framkvæmdi krefst aldeilis ekki neinnar iðn- eða tæknikunnáttu! Þetta er mjög einföld mæling sem allir skilja. Bara mæling sem sýnir þetta eins og þetta er…
Þótt það sé rétt að eyðsla er ekki mæld, enda kemur mín skýring fram á því í síðasta pósti hérna (minna afl)…Kæmi önnur niðurstaða úr þessu ef hann hefði ekið 5000 metra?
Kveðja
Izeman
22.01.2005 at 19:30 #514328Kannski er þetta allt gott og blessað með niðurstöðurnar frá ?Tækniþjónustu bifreiða í Hafnarfirði?. En óneitanlega væri blaðið dáltið meira traustvekjandi ef það væri ekki svona kruklað. Og síðan fylgir engin greinargerð frá ?Tækniþjónustu bifreiða í Hafnarfirði? þannig að hvergi er getið um hvað gert var. Hvað snertir 1080 m spotta, sem skv. Val var reyndar ekinn 9 sinnum sem gerir þá tæpa tíu km, og ehardar gerir lítið úr, enda þurfi miklu lengri vegalengd til að áhrifin komi fram, hvað má þá segja um mælingu í afl- og togprófunartækjum? Ber að skilja það svo að bíllinn sé svo klukkustundum eða dögum skiptir í bekknum? Og að hiklone þurfi að þroskast til að þau sönnu áhrif komi fram? Einhvern veginn finnst mér þetta ekki sannfærandi rök og hallast að því að Valur Sveinbjörnsson hafi einmitt hitt naglann á höfuðið. Og af því að ég hef talsverða reynslu af vísindalegum rannsóknum og þekkingu á því hvernig þær ber að framkvæma, þótt ég sé bara bókmenntafræðingur, þá sé ég ekki betur en Valur sé hvergi á villigötum með aðferðir sínar. Vísindalegar rannsóknaraðferðir snúast nefnilega ekki um það hvernig menn upplifa hlutina heldur um beinharðar staðreyndir byggðar á mælingum.
Lifið svo heilir, hver í sinni trú!
Þ
22.01.2005 at 20:04 #514330Jæja piltar, hver um sig ætti þó að skoða vefinn þar sem þetta er allt framkvæmt af fagmönnum sem gera ekkert annað en að mæla allt á milli himins og jarðar í bílum!!!
Skoðið bara Google og leitið að Hiclone, trúið mér niðurstöður Vals koma ekki fram þar. Ég er viss um að þeir keyra meira en 9km til að draga ályktun. Sjá [url=http://www.nqautoparts.com.au/hiclone/hiclone_tests.htm:11imll43]hér[/url:11imll43] til dæmis. Ekki skil ég hvernig það er hægt á 9km en það er bara ég, eins gott að þeir eru ekki að prófa endingu dekkja eða eitthvað annað. Það er greinilega stuttur tími sem menn taka sér í prófanir.Kveðja E.Harðar
22.01.2005 at 20:32 #514332Úr því skorað var á okkur efasemdamenn að kíkja á google þá gerði ég það. Að sönnu tek ég gjarnan því sem sölumenn með varúð, og þeir eru allmargir á þeim þráðum sem birtast, segja um ágæti sinnar vöru, þ.á.m. þeim sem ehardar vísar til. En úr því hann bendir á þráð fra suðurhvelinu þá væri ekki úr vegi að skoða þennan hérna: http://www.exploroz.com/Forum/Archive/2004_6/17541.asp
Lifið enn heilir
Þ
22.01.2005 at 20:43 #514334Hann keyrði sama vegspotta 9 sinnum. Það ætti að vera nóg til að gera sér grein fyrir því hvort að bíllinn skili meira afli eða ekki. Eyðsla í þessari prófun kemur málinu ekki við.
P.s.
Kanski þarf meira en 9km til að Patrol nái öllu út í hjól.
22.01.2005 at 20:48 #514336Í þessari tívísun sem Erlíngur vísar á er því haldið fram að hiclone dragi úr olínotkun um tugi prósenta í venjulegri notkun á dísel jeppa. Engar frekar upplýsingar eru um það hvar var gert og hvernig var mælt. Ég fullyrði að það er eðlisfræðilega útilokað að nýting á díselvél sem er í lagi, batni um meira en 20% við að setja tæki eins og hiclone í. Það að hiclone sölumenn nota svona aðferðir til auglýsinga grefur undan trúverðugleika alls sem frá þeim kemur.
Tilraunin sem Valur lýsir hér að ofan fullnægir grundvallar kröfum tíl vísindalegra vinnubragða, lýsingin á því sem hann gerði er nægilega nákvæm til þess aðrir getir endurtekið mælinguna.
Ég tel vel hugsanlegt að tæki eins og hiclone geti í sumum díselvélum bætt virkni túrbínu á hluta af snúningssviði vélarinnar og þar gert mögulegt að fá aukið tog á þeim snúningi. En það er raunar alveg eins líklegt að það dragi úr toginu, eins og það gerði í tilraun Vals.
Ef Erlingur dregur í efa minn vísindalegan bakgrunn, þá ætti Elías að geta upplýst hann um það efni, við vorum m.a. saman í bekk í Gagnfræðaskóla Akureyrar.
-Einar
22.01.2005 at 21:21 #514338Ekki held ég að ég hafi sagt eitt orð sem mælir sérstaklega með eða á móti Hiclone, það sem ég hnaut um á þessum þræði er hve lítið var lagt til grundvallar þeim niðurstöðum sem virðast vera teknar sem heilagur sannleikur. Þó að eknir hafi verið nokkrir km til mælinga tel ég það alls ekki nóg, hvað sem hver segir. Það er auðvitað hægt að gera könnun og birta niðurstöðurnar en alls ekki staðhæfa neitt með svo lítil gögn, það er nákvæmlega það sem ég er að gagnrýna. Ég er að benda á að allir þeir sem hafa hug á að kaupa sér Hiclone eða eitthvað annað, taka, eða ættu að taka, sjálfstæða ákvörðun með þessar kannanir til hliðsjónar. Izeman rengir krumpað skjal frá verkstæði í Hafnarfirði, hvað um mælingar Vals, breytti hann einhverju?
Kveðja E.Harðar
23.01.2005 at 01:01 #514340Sælir drengir
Ég setti ekki HiClone í bílinn hjá mér heldur [url=http://airaid.com/spacers.asp:ygktyup9]airaid[/url:ygktyup9]. Sem er "throttlebodyspacer" með svona swirl whirl dóti eins og highclone. Hann kostaði bara 5 þúsund í útlandinu svo ég hugsaði með mér fjandinn hafi það. Ef hann virkar ekki bætist þó flottur rauður litur í vélarrúmið hjá mér.
Ég gerði uppáhalds afkastmælinginuna mína sömu og ég gerði þegar ég setti K&N síuna í bílinn hjá mér.
Keyrði upp brekkuna frá Ingvari Helgasyni og upp á hægri beygjuna út á Miklubrautina. Ég endur tók það 3svar til að vera viss. Það munaði alveg 2-5% í hraða er komið var við mælipunktinn. Ég veit ekkert hvort það skiptir miklu máli á endanum. En fyrir 5000 krónur og 15 mín ísetningar vinnu og rauðan lit í húddið og eitt atriði í viðbót á aukahluta listann var það þessi virði sko. Meira svona tækniaukaloftnetaperformance cool.
Næst ætla ég að fá mér svona spoiler kit svo bíllinn haldi betur stjórn þegar ég að klára lágadrifið í snjónum.
En [b:ygktyup9]Vals[/b:ygktyup9] mér fannst merkilegt að sjá hvernig endahraðinn jókst ámóta og við boost aukninguna. Prufaðir þú að blása fastar og nota HiClone. En það eytt að fá aukinn hraða og minni afgas hita ,,ætti´´ að segja manni að það var meira loft inni í cylindernum á meðan tilraunin fór fram eða að loftið sem fór inn var kaldara.
Hvað finnst þér um þá pælingu?Ef virknin batnar einhverstaðar á snúningssviði vélarinnar hvort sem túrbína kemur fyrr eða hvað sem það gæti það þýtt að aksturslagið breytist þannig að minni/meiri eyðsla komi framm eftir þeirri breytingu.
Takk fyrir að sýna okkur tölurnar svona vísindalega ég þarf að muna að hafa með mér blað næst.
Kveðja Fastur
23.01.2005 at 01:06 #514342Gogo fastur… maður að mínu skapi!!!!
23.01.2005 at 01:07 #514344Engar "vísindalegar" kannanir eða neitt, bara virkaði!!!
Kveðja E.Harðar
23.01.2005 at 02:48 #514346
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
mér finnst jeppinn minn lagast með aldri loftsíunnar og vera bestur þegar þriðjungur síunnar er olíborinn því þá sundrast súrefnisagnirnar betur í rykhelmingi loftsíunnar. núna er mitt vandamál að sían er orðin svo gömul að ég er alltaf að fá hraðasektir svo hiclone er kanski ekki fyrir mig
23.01.2005 at 06:23 #514348Sælir
Mér þykir rétt að taka það fram, eftir hörð ummæli mín hér fyrr í þræðinum, að viðskipti mín við Ella voru að öllu leyti góð.
Þótt ég sé að efast um niðurstöður á mælingum á bílnum hans þá veit ég svosem ekkert um það, það má vel vera að Hiclone virki svona vel á 3,3 Patrol (héld ég að þetta sé).
En best er að hann svari fyrir það sjálfur…Kveðja
Izeman
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.