Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hiclone??? reynslusögur
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi Pálsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.03.2007 at 00:15 #199921
Langar að vita hvernig þetta hefur verið að reynast mönnum t.d hvað hafa menn verið að setja þetta á litlar/stórar vélar, eyðslutölur og annað.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.03.2007 at 00:16 #584538
Mæli með að leita á vefnum. Var mikil umræða um þetta hérna einu sinni og mjög skiptar skoðanir.
15.03.2007 at 00:36 #584540ef þú leitar þá finnuru margar umræður um þetta, þetta hefur verið notað í stórar litlar bensín diesel og ég persónulega hef trú á þessu svo hafa sumir sett jafnvel 2 í sama inntakið,
Ég vill líka nota þetta til að minna á að það er óvitlaust að nota leitarvélina hér á f4x4 áður en maður býr til nýjann þráð því það er örugglega búið að ræða um flest allt hér og einnig (held ég) sparar það pláss á servernum sem heldur síðunni uppi en ég á kannski ekkert að vera að segja þetta því ég er ekki í vefnefnd 😀
Kv Davíð Karl
15.03.2007 at 00:42 #584542þessi umræða átti sér stað fyrir 4 árum og það er nú oft þannig að þegar árin líða þá breytist margt svosem skoðanir og reynsla. Einnig er það þannig að þegar buddan er búin að jafna sig þá þora menn frekar að viðurkenna að hafa keypt köttinn í sekknum.
var að spá í þetta á litla bensínvél og jafnvel 650hestafla bátavél sem eyðir 50-120 lítrum/klst
15.03.2007 at 01:20 #584544Þetta er nú bara tilbeyglaður blikkhólkur. Ekki merkileg smíð. Að auki fer sama stykkið í margar gerðir af bílum og pressast því mismikið saman og liggur mismunandi eftir bíltegundum svo að nákvæmnin í þessu skiptir varla miklu máli. Ef menn hafa trú á þessu þá held ég að það sé allavega sniðugra að beygla þetta bara sjálfur úr blikkbút frekar en að vera að kaupa þetta dýrum dómum.
Kveðja
Birgir
15.03.2007 at 01:51 #584546Alveg merkilegt hvað menn geta verið fordómafullir. Það er nú bara þannig að fjölmargir hafa reint þetta þ.m.t ég og það með mjög góðum árangri. Vissulega hefur þetta eflaust ekki gert sig í sumum tilfellum en ég held að í lang flestum sé þetta að gera gagn. Ég reindi þetta á Hilux 2.4 disel Patrol 3.3 Disel og GM 6.2 Disel og það fyrsta sem ég tók eftir var að allar vélarnar voru þýðari í gangi einnig jókst tog og afgashiti lækkaði. Ég er líka búinn að reina þetta á LC80 24v en það var svo lítið að ég er ekki dómbær á niðurstöðu þar.
Hvet þig til að gera þitt eigið test og dæma um það sjálfur, mundu það er 30 daga skilafrestur ef þú ert ekki sáttur.PS.
Þetta er úr riðfríu stáli ef ég man rétt.
15.03.2007 at 13:02 #584548Tilfinningaprófanir er yfirleitt lítið að marka. Bæði eru þær háðar áliti prófandans á vörunni (hvert svo sem það er) og að auki er ónákvæmnin mjög mikil í svona "sitjaundirstýri" prófunum.
Ef menn leita á netinu að óháðum, vísindalegum prófunum á svona hlutum er niðurstaðan alltaf sú sama:
Þetta virkar ekki eða er til ógagns.Einnig ættu menn að spyrja sig af hverju þetta er ekki standard hlutur frá framleiðanda ef þetta virkar svona vel. Bílaframleiðendur búa yfir her sérmenntaðra manna og eyða gífurlegum peningum í að kraftur og nýtni í vélum þeirra sé sem mest, en ekki sér maður þetta original. Það er skrýtið að þeim yfirsjáist að nota hlut sem kostar kannski nokkra hundraðkalla í framleiðslu og skilar svona miklum árángri.
Ég biðst afsökunar á fordómum mínum í póstinum á undan, það var ekki fallegt af mér að hafa skoðun á þessu.
P.S. Ég vil líka biðja Hiclone-ið þitt afsökunar Benedikt, vonandi sárnaði því ekki aðför mín að líkamsbyggingu þess. Auðvitað er það ekki úr blikki og ég vona að það jafni sig 😉
15.03.2007 at 13:15 #584550Það er búið að dino testa þetta held ég og það var töluverður munur í þeirri mælingu allavega.
Mín reynsla af þessu var góð þegar ég setti þetta í Patrol sem ég átti og datt ekki til hugar að skila því þó það hafi staðið til boða.
Síðan er það líka staðreynd að þetta virkar misvel eftir bílum(vélum)
Það er hægt að vera góður hönnuður og uppfinningarmaður þó maður starfi ekki hjá bílaframleiðanda. Fyrir utan að það er til fullt af aftermarketdóti sem er miklu betra en orginal hluturinn framleiddur af þessum her sérfræðinga bílaframleiðenda.
Kv.
Glanni
15.03.2007 at 13:57 #584552Birgir!
Þú hefur skoðun á þessu og mér finnst bara gott að þú komir þínu á framfæri ekkert athugavert við það, kanski spurning hvernig við gerum það og þau rök sem koma með þessum skoðunnum okkar. Ég sé ekki að þú hafir nein rök fyrir því að þetta virki ekki. Ert þú búinn að prufa þetta sjálfur? Þetta með að framleiðendur setji þetta ekki í ef þetta er að gera svona gott gagn Ok, mér finnst það líka skrítið. Mér finnst það líka skrítið að í LC80 sem ég á eru allar lagnir til staðar til að læsa millikassa í háa drifi en það vantar bara takkan til þess????það er gert ráð fyrir honum en hann er ekki til staðar????
15.03.2007 at 14:31 #584554[b:2tpezcpy]Benedikt[/b:2tpezcpy]
Það er einmitt spurning hvernig maður færir rök fyrir máli sínu.
Ég benti á að leita á netinu að óhaðri prófun. Hér eru tvö dæmi:[url=http://www.ftc.gov/bcp/conline/pubs/autos/gasave.htm:2tpezcpy][b:2tpezcpy]Federal Trade Commisson í USA[/b:2tpezcpy][/url:2tpezcpy]
[url=http://www.popularmechanics.com/automotive/new_cars/1802932.html:2tpezcpy][b:2tpezcpy]Popular Mechanics[/b:2tpezcpy][/url:2tpezcpy]
Þín rök eru aftur á móti sú að þú hafir prófað þetta og FINNIST þetta virka. Það er gott mál ef svo er. Ég myndi ekki treysta mér til að dæma um virkni svona hluta með því einu að prófa þá, það eru svo margt sem getur spilað inní t.d. aðeins öðruvísi aksturslag, veður og skoðun prófanda á hlutnum.
Hvaða rökum maður fer svo eftir er hver og eins að dæma.
Ekki veit ég af hverju lagt er fyrir öllu í Toyotunni þinni en takkanum sleppt. Ein skýringin gæti verið sú að þeir ætli að selja það sem aukabúnað að hægt sé að læsa millikassanum í háa drifinu. Er ekki allt aukabúnaður í Toyota
[b:2tpezcpy]Glanni[/b:2tpezcpy]
Ástæða fyrir að flestir aftermarket hlutir eru ekki standard er af því að þeir hafa einhverja ókosti sem ekki henta fjöldanum, s.s. aukinn hávaði, meiri mengun, aukinn eyðsla, annað vinnslusvið eða bara of dýrir til fjöldaframleiðslu.
Hiclone er afturámóti sagt auka kraft og minnka eyðslu, það á ekki að hafa neina ókosti og er að auki ódýrt í framleiðslu. Eitthvað sem hentar öllum hefði maður haldið.
Dyno test eru háð mörgu og eina testið sem ég hef séð er á síðu söluaðila, s.s. ekki óháð prófun.
Kveðja
Birgir
15.03.2007 at 16:59 #584556Ég var að heyra það að það væri sambærilegur búnaður orginal í nýja Porsche jeppanum?
Ef það er rétt þá ætla ég ekki að efast mikið meir.
Væri gaman ef einhver kannaði þetta.
15.03.2007 at 19:01 #584558Hafiði kíkt í snorkelhattinn á Land Rover?
Þar er svona "Hiclone" búnaður original, og allir vita að "það er kraftur í Land Rover"!
15.03.2007 at 19:42 #584560Í Sigurborginni SH er 1100 hestafla Caterpillar.
Nú er komin árs reynsla á Hiclone þar og olíueyðslan hefur minnkað um ca 500 lítra á viku. (Eru yfirleitt í viku túrum).
Annað sem vélstjórinn segir mér er að eftir að Hiclone var sett í vélina þurfa þeir ekki að starta ljósavél í brælum þar sem að Catan heldur stöðgri snúningshraða en áður. (betra tog).
Varðandi "smábílana" þá eru sumir starfsmenn Frumherja farnir að sjá í hvaða bílum er Hiclone vegna minni útblástursmengunar.
Kveðja.
Elli.
15.03.2007 at 20:14 #584562Það virðast vera til allmörg afkvæmi af þessum "ofurbúnaði" sem snýr loftinu… og.. já mynntist ég á það að það snýr loftinu… og þá… skeður allt.
Hafiði prufað að anda í gegnum rör sem snýr loftinu… lungun fyllast mun hraðar.. í alvöru prufiði…
Hérna er ein týpan sem heitir Tornado.. (býr til hvirfilvind inn að vél)
[img:2g2je5ra]http://tornadofuelsaver.com/272/tornadofuelsaver/images/orange_ki.jpg[/img:2g2je5ra]
Já hérna er heimasíðan hjá þessum eðalbúnaði…
[url=http://tornadofuelsaver.com/272/tornadofuelsaver/tfs.php?PHPSESSID=541227ab7eb4a688ca82e4f10428ba92:2g2je5ra][b:2g2je5ra]Tornado… Fuel Saver.. [/b:2g2je5ra][/url:2g2je5ra]Það eru alltaf til einhverjir sem eyða í þetta.. og auðvitað eru það bílarnir sem vantar aflið og eyða eins og þeir sem hafa stóra aflið…
Láttu mig þekkja það, var með 2.5 l… með öllu svona hávaða dóti, flækjum, opnari síu og allan pakkan.. og vélinn vann Alveg SVAÐALEGa.. 130 hp.. ég réð ekkert við bílinn..
Síðan fékk ég mér 4.7… 250 hp og bíllinn vinnur sæmilega núna og eyðir jafn mikið og 2.5 sem vann svaðalega.. en svona eru nú eyðslutölur.
kv
GunnarStuðningsmaður Hvirfilvinda sem fara inn í vélar og minnka eyðsluna Svaðalega
15.03.2007 at 20:19 #584564Ég komst að því í vetur að það var Hiclone í Cherokeeinum hjá mér. Ég tók það úr, og ég fann ekki nokkurn mun á bílnum. Hvorki í eyðslu né öðru. En ég ætla að prufa að setja þetta í aftur og athuga hvort ég verði var við eitthvað.
Ég leifi ykkur að fylgjast með.
15.03.2007 at 20:22 #584566Að minnast á Dealerinn okkar hér á Íslandi.. sem er víst með umboð fyrir þessum Tornado búnaði. Eitthvað hefur vantað að auglýsa þetta hjá honum mikka okkar
S.K.M. Ehf
Contact Mikkael Gunnlaugsson
Rjupnasalir12
Kopavogur, 201
Iceland
Tel: 3545178400
Email: Iceland@272.comkv
Gunnar
16.03.2007 at 00:16 #584568Já maður þarf að spá í þetta betur, verð samt að segja að 500lítrar sparnaður hljómar nú ekki hlutfallslega mikill á svona bát. En sparnaður samt sem áður.
vil bara þakka fyrir mig og þau svör sem maður hefur fengið.
16.03.2007 at 00:43 #584570Kostar líterin af olíu á svona dall?
16.03.2007 at 00:51 #584572Þetta er bara díesel án olíugjalds svo er mismunandi hvað menn eru með í afslátt.
16.03.2007 at 01:01 #584574Mín reynsla af hiclone,,setti þetta í fjórhjólið hjá mér Predator 500,,og fann mikinn mun ,sér í lagi á togi,,prófaði að taka það úr til að sannreyna ,mikill munur ,langar að prófa þetta í sleðan hjá mér ,hef trú á að það geti gert helling þar,,mín skoðun er að þetta á bara heima sumstaðar ,settum í Nissan mikru,, virkar ekki billinn alveg vonlaust ,,ruglaði lofflæðiskynjaran,,veit um tilfelli í patrol 3.0l turbo kom inn í orginal 2200s/m efitr hiclone 1800s/m,,þannig að þetta er mjög mismunadi,,
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.