This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnar Guðni Guðmundsson 21 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sæl öll.
Það er nú kannski að bera í bakkafullan lækinn að velta Hiclone meira fyrir sér, en eitt hef ég ekki fundið í umræðunni um þennan búnað. Þetta kemur fram á heimasíðu sem vísað er í hér á síðunni: „Hiclone er stálhólkur með leiðiblöðum sem settur er inn í loftinntak vélarinnar milli loftsíu og soggreinar.“ Nú er ég með blöndungsvél og eins og lög gera ráð fyrir (á gamalli línu) blöndunginn ofan á soggrein og síu þar ofan á. Er útbúinn hólkur sem Hiclone búnaðurinn er settur í þannig að hann komi á milli síu og blöndungs, eða er búnaðurinn einfaldlega settur þar á milli? Mér þætti gott að frétta af þessu, ef þetta er eins gott og margir vilja að vera láta langar mig að prófa þetta, Hiclone og flækjur gætu líklega hjálpað rellunni minni töluvert.
Bestu kveðjur, Hjölli.
You must be logged in to reply to this topic.