Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hiclone
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Gíslason 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
04.01.2006 at 22:03 #196980
Hafa einkverjir reynslu á þessum hlut og hvernig hefur hann reynst, getur hann skift máli upp á meira afl ?
vk …mhn -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.01.2006 at 22:22 #537898
svona ef Þóri er sama. Já finn mun turbinan kemur fyr inn og minni eyðsla. fannst hann eyða miklu kaldur finst það hafa minkað. veit ekki um mikinn afl mun allavega ekki gír upp brekkur en eyðslan hjá mér minkaði borgar sig þess vegna. er með 4runner disel með venjulegu olíuverki. veit ekki með eyðslu sparnað ef fínni olíumötun er til staðar.
04.01.2006 at 22:23 #537900fanst allavega ekki borga sig að skila þeim.
04.01.2006 at 22:59 #537902Ég kannaði þetta og það sem ég komst að er:
Allt sem segir að svona græjur eins og HiClone virki voru byggðar á tilfinningu prófanda.
Allt sem segir að svona græjur eins og HiClone virki ekki voru byggðar á vísindalegum rannsóknum.Það sem ég spurði mig svo að líka þegar ég var að skoða þetta og annað svipað var:
Af hverju eru svona græjur ekki standard í öllum bílum ef þetta virkar svona vel?Oft er það þannig að ef maður trúir að eitthvað svona virki, fer út og prófar, þá á maður til að stíga aðeins léttar á eldsnetytisgjöfina og keyra örlítið rólegar. Alveg óafvitandi! Sem er svo í sjálfu sér eldsneytissparandi svo að það má segja að í þeim tilfellum þá "virki" svona hlutir.
Kveðja
Birgir
04.01.2006 at 23:26 #537904Ég sagði frá minni reynslu af Hiclone fyrir ca 2 árum hér á vefnum, finn ekki þráðinn.
En allavega fékk ég 2stk. Hiclone setti annað fyrir framan túrbínu og hitt við soggrein, var áður búin að setja mælir á túrbínu þrýstinginn.
Taka skal fram að um 2,8 L Nissan vél er að ræða með tölvuolíuverki.
Mig minnir að fyrir Hiclone hafi túrbínu þrístingur á 1400 sn verið 0 en eftir 0,1 bar og fullur túrbínuþrýstingur, 0,8 bar, innan við 2000 sn min í stað 2200 sn min.
Ekki eyddi bíllinn minna og ekki fann ég aflaukningu á öðru snúningssviði en frá 1400 til 2000 sn min, en það var akkúrat þar sem vantaði verulega afl í Nissaninn.:) Snilldar græja.
Óli Hall
04.01.2006 at 23:44 #537906Ég veit ekki hvaða vísindi þú hefur lært, ég mér var kennt að mæla afl bíls í dynobekk væri vísindaleg mæling.
Og þetta er líka staðalbúnaður í sumum bílum. Vissar týpur af bmw voru/eru (veit ekki með nýjustu bílanna) með nánst allan barkann frá loftsíu og að soggrein í einhverjum blöðkum keimlíkum þessu hiclone. Og vissir mótorar sem toyota framleiddi milli 80 og 90 voru með svona.en afhverju er þetta ekki staðalbúnaður í öllum bílum? Kannski af sömu ástæðu og þeirri að það er ekki rafmagn í rúðum á öllum bílum, og ekki 12 volta úrtak í skottinu á öllum bílum? Nefnilega vegna þess að allt kostar þetta peninga, og flestir bílaframleiðendur reyna að sleppa eins billega og þeir geta frá framleiðslukostnaði. Þessi hlutur breytir ekki það miklu að þeir eyði peningum í þetta, en fyrir okkur sem viljum ná sem mestu útúr bílunum sínum er þetta bara fínt.
Ég er nú reyndar ekki með svona í bílnum mínum, en það er nú bara vegna þess að ég þarf að kaupa ýmislegt annað fyrst 😉
kv
Baldur skáti
05.01.2006 at 00:12 #537908Hérna eru tveir af handahófi:
[url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/4515&calendar=2005-09:2ajg3vy5]Hiclone vs. Pajero[/url:2ajg3vy5]
[url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/3018:2ajg3vy5]HiClone[/url:2ajg3vy5]
05.01.2006 at 00:25 #537910Ég sagði ekki að það væru ekki til neinar vísindalegar jákvæðar mælingar á svona dóti. Bara að ég hefði ekki fundið neinar svoleiðis þegar ég skoðaði þetta.
Hér er 2 dæmi þar sem ég tel vera mark á takandi:
[b:1z3fp6l4][url=http://www.ftc.gov/bcp/conline/pubs/autos/gasave.htm:1z3fp6l4]FTA eða Federal Trade Commission í Bandaríkjunum.[/url:1z3fp6l4][/b:1z3fp6l4]
[b:1z3fp6l4][url=http://www.popularmechanics.com/automotive/auto_technology/1802932.html:1z3fp6l4]Popular Mechanics[/url:1z3fp6l4][/b:1z3fp6l4]
Svo ef það er eins og þú segir að þetta sé staðalbúnaður í einhverjum bílum getur bara vel verið.
Ég kaupi aftur á móti ekki samlíkinguna við rafmagnsrúðurnar eða annan slíkan aukabúnað þar sem hann er ekki eldsneytisspararandi.
Að auki ganga bílaframleiðendur talsvert langt í og kosta miklu til að auka nýtni eldsneytis í bílum sínum.
Finnst mér skrýtið af þeim að vera eltast við að þróa fullkomnari innspýtingar, betri brunahólf, kerfi til að slökkva á óþarfa sílindrum og annan flókinn búnað en horfa fram hjá einföldum málmhlut sem kostar varla 100kall í framleiðslu!Ég er ekki að fullyrða neitt um að þetta virki eða ekki.
Einfaldlega bara að segja mína skoðun og hvaða rök ég hef fyrir mér í þeim málum.
Geti einhver bent á mælanlegar niðurstöður sem segja annað þá er það bara af hinu góða.Kveðja
BirgirÞar sem stendur í fyrri skrifum um "Allt sem segir" átti ég við allt sem ég fann.
05.01.2006 at 00:52 #537912ef ég man rétt þá eru niðurstöður af dynotesti á patrolunum hans Ella einhvers staðar á hiclone.is
ég er nú reyndar líka búinn að sjá svona dynotest niðurstöðu sem sýndu alls ekki fram á aflaukningu, en það á víst að vera misjafnt eftir bílum. Það er eins og mig minni að einhverjar af þessum tölvuvélum hafi breyst mikið við þetta.
Annars hef ég aldrei séð neynar vísindalegar niðurstöður á því hvort þetta minnki eyðslu, ekki nema að nonni útí bæ sagði að þetta minnkaði eyðsluna hjá honum um x lítra. Svoleiðis sögum treysti ég ekki nema hafa mælt það sjálfur. Og ég er einmitt búinn að því á hiluxnum hans pabba, og eyðslan á honum breyttist bara ekki neitt. Hins vegar heldur hann gírnum betur upp víkurskarðið með fellihýsið.
Enda erum við hilux menn ekki að eltast við minni eyðslu, þetta eyðir nógu litlu fyrir. Hins vegar er það þekkt vandamál að hiluxinn mætti alveg vera aðeins kraftmeiri 😉
kv
Baldur Skáti
05.01.2006 at 01:24 #537914Annað hvort er verið að markaðssetja þetta dót í gegnum vefinn eða menn kunna ekki að Googla. Þetta eru nokkrir þræðir af handahófi.
18.09.2003 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/1789:1hpbaf14]Upp. um HiClone[/url:1hpbaf14]
25.09.2003 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/1810:1hpbaf14]HiCLONE[/url:1hpbaf14]
10.11.2003 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/2048:1hpbaf14]afl í Patta??[/url:1hpbaf14]
22.12.2003 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/2227:1hpbaf14]Hiclone og bensín[/url:1hpbaf14]
21.01.2004 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/2447:1hpbaf14]Hiclone, enn og aftur[/url:1hpbaf14]
27.01.2004 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/2503:1hpbaf14]Hiclone, enn og aftur.[/url:1hpbaf14]
04.02.2004 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/2586:1hpbaf14]Hiclone[/url:1hpbaf14]
26.02.2004 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/2791:1hpbaf14]k&n sía + hiclone[/url:1hpbaf14]
24.03.2004 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/3018:1hpbaf14]HiClone[/url:1hpbaf14]
15.04.2004 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/3175:1hpbaf14]Meira afl út úr Grand Cherokee 4L 98árg.[/url:1hpbaf14]
02.01.2005 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/4343:1hpbaf14]Hiclone[/url:1hpbaf14]
18.01.2005 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/4482:1hpbaf14]HiCLONE[/url:1hpbaf14]
22.01.2005 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/4515:1hpbaf14]Hiclone vs. Pajero[/url:1hpbaf14]
18.03.2005 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/4952:1hpbaf14]Yfirborðsmeðhöndlun á felgum[/url:1hpbaf14]
26.03.2005 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/5011:1hpbaf14]HVARFAKÚTUR[/url:1hpbaf14]
24.09.2005 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/5612:1hpbaf14]Tornado?[/url:1hpbaf14]
19.11.2005 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/6035:1hpbaf14]Reynsla af pústkerfum[/url:1hpbaf14]
12.10.2005 [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/5762:1hpbaf14]Hilux 2.2 – afllaus[/url:1hpbaf14]
05.01.2006 at 02:25 #537916Það er kraftur í diesel.
Haffi
05.01.2006 at 07:47 #537918
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég held að menn ættu að taka þetta úr bíl hjá einhverjum sem þeir þekkja og er með þetta…ef að hann fynnur fyrir mun ÁN þess að vita af því að þetta er farið, þá gæti ég trúað að það sé munur…annars er þetta bara ein lélegt aðferðin til að taka peningana af okkur…
hver man ekki eftir segul dótinu sem að er allveg dottið uppfyrir núna…svo er vatnsinnspýting sem að er heldur ekki til nein sönnun á að virki nema tilfynning eigenda…
05.01.2006 at 08:29 #537920Afhverju setja framleiðendur ekki sverara púst undir bílana sem þeir framleiða??? og flækju og K&N síu og tork ása… þetta eru jú jeppar er það ekki?? og tölvukubba sem auka aflið og oft minka eyðsluna líka….
Afhverju er vélin í bílnum mínum 2,4L og 114 hestöfl þegar ég get keypt hana uppgerða frá USA 2,6L og 146 hestöfl……
05.01.2006 at 08:46 #537922Ég vil benda á að mælingar í dynobekk eru langt frá því að vera vísindalegar, það eru of margir óvissuþættir þar og auðvelt að klúðra mælingu ef eitthvað er ekki gert eins og það á að gera.
Vélardyno eru meiri vísinda mælitæki en það er samt hægt að láta þá sýna of mikið eða of lítið með því að gefa sér vitlausar forsendur.
05.01.2006 at 09:31 #537924Ætli þýðgengni, hávaði og ending sé ekki helstu ástæður þess að bílaframleiðendur hafa vélarnar eins og þær eru, án flækja, grófari loftsía o.s.frv.
Sumir vilja hestöfl, aðrir mikið tog, sumir vilja hljóðláta bíla, öðrum er alveg sama um hávaða. Bílaframleiðendur þurfa að fara milliveg til að reyna að þóknast sem flestum.Svo getur alveg verið að eitthvað megi bæta. En þegar einhver einstaklingur eða smáfyrirtæki segist geta gert betur með sáraeinföldu tæki en bílaframleiðandi með fullt af sérmenntuðu fólki og búnaði og heilmikið fjármagn, þá hlýtur maður að verða soldið efins.
05.01.2006 at 09:55 #537926Miklu ódýrara Ég get útvegað það fyrir 4500 kall með vaski. hæklonið kostar 12000. Eyðslan eykst og vinnslan minkar jafn mikið með hæklon og tvisternum þannig þetta er hrein [b:5n418fbf]sparnaður[/b:5n418fbf] upp á 7500 kr. Þetta passar í alla bíla svona nokkurskonar hæklon á rúllu. maður mælir sko ummálið á rorinu sem twisterin á að fara í og klippir af í réttri lengd og rúllar svo bútnum upp þannig að hann passi í gatið hrein snild ekki satt. [url=http://aca.ninemsn.com.au/stories/750.asp:5n418fbf]Hér er könnun á virkni sona geimdóts[/url:5n418fbf]
[img:5n418fbf]http://media.popularmechanics.com/images/PMX0905gas005_large.jpg[/img:5n418fbf]
kv guðmundur
05.01.2006 at 12:33 #537928Þessi grein á Popular Mechanics.com segir allt sem segja þarf um þetta…
[url=http://www.popularmechanics.com/automotive/auto_technology/1802932.html?page=2&c=y:36kse6ea]Sjá hér[/url:36kse6ea]
Skemmtilegt commentið um Intake Twister:
"We purchased the second device, the Intake Twister, on eBay. It was crudely handmade from sheet-aluminum flashing and pop rivets. It looked like something we could make in about 10 minutes from an old soda can. The staff at UTI was reluctant to install it: The bent sheetmetal vanes looked as if they might break off and be digested by the engine."
05.01.2006 at 13:42 #537930Eitthvað rámar mig í það að til þess að auka nýtingu á diselvélum (sennilega líka á bensín) þá er hægt að gera eitthvað/allt eftirfarandi.
Hækka eldsneytisþrýsting svo bunan ýrist betur
Minnka og fjölga götunum á ýranum svo út komi fínni, dreifðari úði
Koma meiri hreyfingu á loftið svo það sjái betur um að dreyfa elsneytinu. (sem er það sem þetta hiclone ætti að gera)
Ég veit síðan ekki betur til að menn séu einmitt alltaf að eltast við þessi atriði. Commonrail diesel (rosalega mikill þrýstingur), Kominn ýrar/spíssar sem eru með fleyri og fínni götum og svo einmitt eitthvað svona hiclone dæmi. (sem ég hef þá yfirleitt séð í stærri vélum reyndar)
Þannig að útfrá þessu þá ætti hiclone að auka blöndunina á disel við loft sem ætti að skila sér í betri nýtni, hvort sem hún verður tekinn út í auknu afli eða meiri sparnaði.
05.01.2006 at 13:51 #537932Ég veit um eitt dæmi þess að apparat sem þetta hafi verið sett í bíl í verksmiðju. Það var Dodge Daytona/Charger/Shadow Turbo I (1986 eða svo) sem var með suck-through túrbínu og engan intercooler. Túrbínan tengdist beint í soggreinina og var svona stykki á milli til þess að [b:550f6dx8]stöðva snúninginn á loftinu[/b:550f6dx8] (loftið er á svo miklum snúningi þegar það kemur út úr túrbínunni að dreifingin á milli cylendra í soggreininni fer algjörlega í rugl)
05.01.2006 at 13:51 #537934Hvernig kemur Hiclone meiri hreyfingu á loftið?
Einhvern vegin efast ég að sú aukna "hreyfing" skili sér inn á öll brunahólf þegar loftrásin splittast upp í soggrein.
Ég endurtek það sem einhver nefndi, "mælingin" er ekki marktæk nema viðkomandi viti ekki að búið er að setja þetta í bílinn hjá honum.
-haffi (baaaaahumbug!)
05.01.2006 at 14:04 #537936Prufaði þetta reyndar í pattanum mínum á sínum tíma get séð að þetta virki fyrir túrbínu og á þann hátt að það myndast tregða fyrir túrbínuna (rétt fyrir framan) sem myndar undirþrýsting fyrir turbó og á hún því léttara á að komast á snúning þ,e fyrr á snúning, fann að hún kom fyrr inn á mínum og var það þess virði en efast þó um að hiclone geri mikið við mikinn snúning og að auki ef þið ýmindið ykkur hvað gerist inni í cyl á díselvél þá er það eitthvað á þessa leið yfirþrýstingur uppá ca 12pund af lofti dælist inn í lítið hólf og kannski heldur áfram að hringsóla ( held samt ekki) stimpill þjappar innihaldi ca 20 sinnum saman ( haldið þið að loftið sé enn að hringsóla eftir hiclón held ekki þegar stimpill er í topp stöðu og á niðurleið þá er eldsneitinu sprautað inn , blandast betur út að hiclón? held ekki.
Bara mín skoðun
Gísli Þór
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.