Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hiclone?
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldvin Zarioh 17 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.09.2008 at 22:42 #202899
sælir..
hvað segja menn um þetta hiclone? er þetta eitthvað „scam“ eða er þetta að virka? var að kíkja á síðuna hjá hiclone.is og ég gert ekki betur séð en að þetta sé það sama og turbonator.com.. nema bara miklu dýrara.. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.09.2008 at 23:02 #629202
http://www.snjokedjur.com/Cyclonefuelsaver.html
Hyclon var fyrsta kynslóð af þessu og heitir það í dag sem er 2 og 3 kynslóð cyklon sem er betrum bættur hluturinn. Hef bara heirt gott af þessu bæði í eyðslu og fá túrbínu fyrr inn…. Annars mundi ég hringja í þá þeir koma með ræðuna á þig með þetta dótarí.. Veit að í patrol kostar þetta um 25þ íkomið á tveimur stöðum fyrir túrbínu og intercooler…
Hagalín
11.09.2008 at 23:10 #629204Eg var með svona í suzuki xl7 v6 og þetta virkaði ekki neitt eingin aflaukning né bensísparnaður sem sagt ekki get ég mælt með þessu ekki í þennan bíl allanvega veit ekki með aðra bíla.
Kveðja
Elvar
R-2055
11.09.2008 at 23:23 #629206ég pantaði þetta á sínum tíma þegar ég var með sportbílaveikina sem ég er blessunarlega laus við í dag.. þetta var komið í hendurnar á mér fyrir 5000kall og ég var c.a. 5 min að hena þessu í mözduna.. virkaði ekki fyrir 5 aur..
11.09.2008 at 23:36 #629208Ef þetta virkar ekki hjá ykkur þá allavegana hjá þeim sem selja Cyclon (ekki hiclon sem er gamald dót) geta menn skylað þessu og fengið að fullu endurgreitt innan 30daga.
Veit um einn sem setti þetta í 4Runner dísel og setti á turbínu og intercooler og hann fann mikinn mun. Bæði á eyðslu og hann fékk turbínuna fyrr inn….
12.09.2008 at 08:08 #629210Ef þið eigið svona mikla peninga þá er miklu betra að kaupa tvær geitur og nokkrar hænur og gefa til einhverrar fjölskldu í Afiríku sem vantar búfénað heldur en að eyða fjármunum ykkar í þetta. Svo er þið líka miklu fljótari að að því, bara fara á netið hviss pang búið.
kv. vals.
12.09.2008 at 11:55 #629212Ég er nú enginn vélfræðingur en kann nú svona basic hugmyndafræðinga á bakvið hvernig díselvél virkar. Ég get hinsvegar ómögulega skilið af hverju nokkrar blöðkur sem fá loftið til að snúast eigi að skila því að túrbínan komi fyrr inn og hestaflafjöldin að aukast að sama skapi. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér? Ég get hinsvegar skilið að kaupa svona fyrir nokkra þúsundkalla gefi einhverja ímyndunarhestöfl.
12.09.2008 at 13:32 #629214Hugmyndin um geiturnar er góð og skal ekki gera lítið úr prinsipinu sem liggur á bakvið þá pælingu.
Hiclone hinsvegar er að virka. svo kemur smáa letrið… það er ekki sjálfgefið að þetta virki í öllum bílum og þá síst í bensínbílum ef ég man rétt. Ég hef sett svona í og prufað í Hilux og patrol eins 6.2 GM og í þessum tilfellum var þetta að virka, ég pruaði þetta nokkuð "faglega" ók nokkrar ferðir upp ákveðna brekku fyrir og eftir eins tók ég eftir að vélin var þýðari með þetta. Hvernig þetta virkar, þetta í raun jafnar hlæðið inn á greinina þ.e hver pípa ef svo má orða fær jafnara flæði ef (ég man rétt). Það er nokkuð fróðlegt að sjá að m.a Benz ef farið að setja svona sambærilegt í mótora hjá sér í dag…Ekki gleima að það er 30 daga skilaréttur á þessu þannig að það kostar lítið að prufa menn finna strags hvort þetta virkar eða ekki hjá sér….
12.09.2008 at 18:31 #629216sagt til um hvort þetta sé eldsneytis sparandi eða ekki, en hestöflin eru ímyndun, þetta var sett í patrol hjá félaga mínum og hann var svona feikilega ánægður með þetta dót, að það væri meiri kraftur og minni eyðsla nema hvað að 4 dögum eftir að hann setti þetta í þá var hiclone-ið rifið úr að næturlagi án þess að hann vissi. en samt var hann alltaf svo ánægður með hiclone.
kv.Atli
12.09.2008 at 20:22 #629218Ég er með svona frá [url=http://airaid.com/:dj7zvv0u]airaid[/url:dj7zvv0u]
sem er miklu flottara.
[img:dj7zvv0u]http://airaid.com/images/spacers/throttle_spacer.jpg[/img:dj7zvv0u]Sama hvort það virkar eða ekki er það performance rautt og hægt að benda á það þegar maður opnar húddið.
Ég er líka með MSD kveikjukerfi sem er hrikalega töff. Ó tengt og fínnt.
Já og líka K&N loftsígja sem fylgir með límmiði sem maður setur á boxið.. Hrottalega cool allt saman.
Kveðja, Fastur
12.09.2008 at 20:49 #629220úúu, eitthvað rautt í vélarúmið, það HLÝTUR að telja í græjustuðlinum. Hvernig er með þetta excelskjal sem var á ferðinni hérna fyrir nokkru, þarf ekki að bæta þessu inn þar?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
