This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Baldur Gunnarsson 20 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Ég er með 2003 Hilux á 33 tommu sem ég vil hafa öflugri.
Ég er með tvær hugmyndir í gangi og gaman væri að fá einhver „comment“ um kosti og galla hvorrar fyrir sig.
Hann er með rafmagnslæsingu að aftan og ég er að setja ARB að framan + öfluga dælu og kút + 488 hlutföll.
Þá eru það kostirnir.
Annars vegar að hækka hann ekki meira þ.e. næstum ekki neitt og skera úr og setja á hann 35 tommu mud terrain, eða
skera úr og hækka um 3 tommur til að koma undir 37 X 12.5 X 15 Super Svamper Irok.
Ég myndi nota sömu 10 tommu felgurnar sama hvor breytingin er til að geta notað kantana sem ég er með núna
Þá koma pælingarnar, minni dekk betri aksturseiginleikar bíll,lægri,slappari í ófærf osfr??
Hærri og stærri dekk meira drif, verri aksturseiginleikar,valtari……..??????
Hefði gaman að heyra frá ykkur.
Kv/LockrightE.S hvernig endast þessi Irok dekk???
You must be logged in to reply to this topic.