Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › HHO vetnissellur
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Ingólfur Kolbeinsson 16 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.09.2008 at 12:15 #202930
Talsvert lesmál er komið á vefinn um það að mata bensín- og díselvélar með vetnisgasi sem framleiða má með rafgreiningu á vatni í bílnum.
Sumir seljendur skrifa hástemmdar lýsingar á fullkomnari bruna eldsneytisins við vetnisíblöndunina o.s.frv. og lofa allt að helmings sparnaði á eldsneyti, sem hljómar í mínum eyrum sem „too good to be true“.
Hefur nokkur ykkar prófað svona eða fengið tryggar upplýsingar / reynslusögur um það hvort þetta sé að virka, eða bara enn eitt bullið til að féfletta auðtrúa bílaeigendur ?Kv.
Ágúst
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.09.2008 at 12:47 #629558
Orkan sem þarf til að kljúfa vatn í vetni og súrefni H2O er jöfn orku sem fæst við samruna þessara efna, mínus orkuna sem fer í process-in.
Sem þýðir að orkan sem vélin leggur í framleiðsluna á vetninu er meiri en orkan sem hægt er að nota við að drífa vélina.
Niðurstaða:
Þetta er plat, bara plat og verður aldrei annað en plat.
kv. vals.
18.09.2008 at 12:54 #629560Sæll Valur
Ég er að gera þetta í pæjunni minni og er búin að fá um 3 lítra niður eiðslu og meira tog sem munar talsvert um.
Kv Jóhann Þ Grindavík
18.09.2008 at 13:30 #629562Sæll Jóhann, sorry gengur ekki upp eins og því er lýst. Fyrir utan það að ef menn skoða lotu-kerfið sést að vetni er minnsta frumeindin sem ekkert annað efni heldur, það svífur í gegnum allt annað efni ef það er ekki bundið á einhvern hátt eða fryst. Sem segir líka að við flutning frá fína tækinu yfir í vélina tapast svo og svo mikið út um leiðslunrnar.
–
En hitt er annað mál að það er þekkt aðferð að úða vatni inn á vélina til að auka bæði kraft og tog, mikið notað í Kvartmílunni og Rally-inu. Besta blandan er rúðuvökvi frá N1 sem er með 50% metanol þannig að þá ertu með brennsluefni blandað við vatnið sem eykur ennþámeira kraft og tog. Minni V8 vélar fara með ca. 1 líter á 6 mínutum undir álagi, þannig að okkar vélar gætu látið líterinn duga í ca. 10-15 mínutur undir álagi. Þetta er vissulega áhugavert og gengur upp eðlisfræðilega séð. Vatn eykur rúmmál sitt 700 fallt við að fara úr vökvaformi yfri í gufuform, það kælir líka vélina þar sem grammið af vatni þarf 539 kalóriur til að breytast yfir í gas.
Það er hægt að fá ódýrasta pakkann á Ibay fyrir ca. 30-40Þ. En þá þarf maður að burðast með tugi ef ekki hundruð lítra af rúðuvökva með sér í einn góðan túr, ekki þýðir að fara með vatn eða ætla að bræða það á leiðinni því það frís alltaf jafn óðum, allavega þar sem ég er oftast að freðast.
kv. vals.
18.09.2008 at 14:49 #62956418.09.2008 at 15:19 #629566Ég er orðinn ryðgaður í efnafræðinni en er HHO ekki sama og H2O, semsagt vatn… Er ekki bara verið að breyta vatni í gufu og sulla inn á vélina? Vatnsinnspýting er ekkert nýtt fyrirbæri.
–
Bjarni G.
p.s. þetta er náttúrlega stórhættulegt efni þetta [url=http://www.petitiononline.com/h2o/petition.html:ampt987x]Dihydrogen monoxide[/url:ampt987x] 😉
18.09.2008 at 16:37 #629568sælir
2HO (HHO eða Brown´s gas) er ekki sama og H20 (2 á að vera subscript).
Þetta er scam, sjá t.d. [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Water-fuelled_car:2uuapba9][b:2uuapba9]Wikipedia[/b:2uuapba9][/url:2uuapba9], læt kaflann sem skiptir máli fylgja með.
Hydrogen as a supplement
In addition to claims of cars that run exclusively on water, there have also been claims that burning hydrogen or oxyhydrogen in addition to petrol or diesel fuel increases mileage. Around 1970, Yull Brown developed technology which allegedly allows cars to burn fuel more efficiently while improving emissions. In Brown’s design, a hydrogen oxygen mixture (so-called "Brown’s Gas") is generated by the electrolysis of water, and then fed into the engine through the air intake system. Whether the system actually improves emissions or fuel efficiency is debated.[35] Similarly, Hydrogen Technology Applications claims to be able increase fuel efficiency by bubbling "Aquyen" into the fuel tank.A number of websites exist promoting the use of oxyhydrogen (often called "HHO"), selling plans for do-it-yourself electrolysers or entire kits with the promise of large improvements in fuel efficiency. According to a spokesman for the American Automobile Association, "All of these devices look like they could probably work for you, but let me tell you they don’t."[36]
kv
Agnar
18.09.2008 at 17:05 #629570[url=http://www.youtube.com/watch?v=LSnSxAMjXq8:3dypkxdz]Kíkið á þetta[/url:3dypkxdz]
18.09.2008 at 20:40 #629572Jóhann:
Fyrst þú ert sjálfur að prófa þetta, gætirðu verið svo vænn að lýsa búnaðinum sem þú ert með og gefa ítarlegri tæknilegar upplýsingar, gjarna með myndum eða linkum á lýsingu á netinu.
Ef bíllinn er t.d. í hægagangi og þú kveikir og slekkur á þessu, kemur það fram í breyttum snúningshraða ?Ágúst
18.09.2008 at 21:41 #629574Er verið að tala um 2HO eða H2O? BMW notar í tilraunabíl frá sér vél með tvöfalt kerfi þar sem brennt er vetni annarsvegar og bensíni hinsvegar. Vetnissellur afturámóti nota lausa rafeind í vetninu, sem er (filteruð) úr með sérstakri membru og búið til rafmagn. Hliðar afurðin af þessu er vatn og ekkert annað. Við allan bruna myndast afturámóti mengandi efni. Spurningin er hvort vetnisinnskot sé peninganna virði því vetni kostar og búnaðurinn líka. Tankarnir undir vetni kosta líka (fullt fullt) og öll umgengni um þá vandasöm, átöppun og aftöppun. Gamla aðferðin með að skjóta vatni inn á velina er hinsvegar nothæf að vissu marki. Vegna þess að vatn 1700 faldast við að breytast í gufu er einnig til staðar mikið magn af súrefni í gufunni. Þetta súrefni er hægt að nota til að auka inndælingu á eldsnyti og ná að brenna það. Gæti komið sér vel á bílum sem teppaleggja með svörtum reyk, þar sem þeir bersýnilega eru í loftþurð.
18.09.2008 at 22:34 #629576Jóhann hvort ertu með dísel eða bensín vél í pæjunni.
Ef vatns innspýtingar virka einhvað þá er þetta versta falli smá vatns innspýting.
Kveðja, Fastur
19.09.2008 at 08:52 #629578Sæll Birkir
Ég er með 2,8 TD vél og ég er ekki að úða vatni inn á vélina. Búnaðurinn sem ég er með er samskonar og sýndur er á síðunni sem vitnað er í hér að ofan water4gas.com nema aðeins breitt, er með stærri kút og nota snittteina í skautin.Annars er þetta sára einfalt kútur snittteinar 316 riðfríir 6mm sverir, ég er með 8 teina í kútnum hjá mér 4 + og 4- raðaði þeim hringin í kútinn og tengdi síðan annan hvern við + og hinn við – og hafði rely sem opnað er með svissstraum,engin rofi því þá gæti gleimst að slökkva þegar drepið er á.Í kútinn set ég svo vatn og matarsóta eina teskeið fyrir hvern lítra af vatni og þetta fer að krauma þegar svissað er á og við það verður til gas HHO (Brown’s gas) síðan leiði ég slöngu frá kútnum í barkan frá lofthreinsara að túrbínu og étur vélin þannig allt gas sem verður til. þetta er í raun hrein viðbót við olíuna, en ef þú keyrir áfram á sama hraða og áður í sama gír þá minkar olíu eiðslan því hann er að nota gasið sem verður til í kútnum.
Mældi bílinn á leiðinni Rvík – Blönduós, kútur ekki í sambandi stillti krúsið á 85 km/klst og hélt því eins og hægt var nema gegn um Borgarnes og þar sem þurfti að fara hægar lögum samkvæmt og voru það 17,58 L/100km setti svo kútinn í samband og hélt áfram til AK og fyllti aftur þar, var eiðslan þá 15 L sléttir það sem kom mér skemmtilega á óvart að upp bólstaðarhlíðarbrekkuna lækkaði hraðin ekki nema í 81km/klst á krúsinu og hann skipti sér ekki niður um gír, aldrei skéð áður alltaf skipt sér um 1-2 gíra og hraðinn farið niður fyrir 70km. Svo mældi ég heimleiðna í einum legg til að fá fleiri km í mælingu og enn á krúsinu á 85 (eftir GPS) og þá var eiðslan komin niður í 14,3 l/100 km hef svo ekki mælt síðan enda farin að róa aftur eftir sumarfrí og þar af leiðandi lítið verið keyrt á bílnum.
Kv Jóhann Grindavík
19.09.2008 at 12:50 #629580Vatnsúði á að geta gefið 5% jafnvel 10% í nýtni og aflaukningu ef það er rétt upp sett. Það byggist á því að vatnsúðin eimast í strokknum og verður að vatnseim sem hefur 1700 sinnum meira rúmál en vatn og tekur við það til sýn mikinn varma, bruninn verður sem sagt kaldari miðað við útþenslu gassins sem þíðir að varmatöp vélarinnar verða minni. HHO gas virkar þannig að verður aftur vatn í strokknum (bruni sem framkallar varma) sem verður þá vatnsúði eins og sá sem var úðað inn með vatnsinnsprautuninni sem eimast þá eflaust líka og 1700 faldast, tekur til sýn varma og gæti þannig virkað eins og venjuleg vatnsinsprautun. Nýtniaukningin ætti eftir þessu að vera meir með vatnsúðakerfinu því það kostar sennilega minni orku en rafgreiningin. En ég held sem sagt að þetta gæti alveg verið sami hluturinn með mis flóknum vélbúnaði.
19.09.2008 at 15:37 #629582Gummi það var einmitt það sem ég meinti að hann myndi enda með auka vatn inn á vélinni.
19.09.2008 at 16:46 #629584Sæll Birkir
Veistu hvar þetta auka vatn er ég er búin að keyra ca 3000km með þetta og væri gaman að vita hvert vatnið fer. Reyndar veit ég að það hefur ekki farið úr kútnum nema uþb.250ml síðan ég byrjaði með þessa tilraun þannig að ég veit ekki hvað þið eruð að tala um.
kv Jói
19.09.2008 at 19:02 #629586Það lítur út fyrir að þetta sé bara ein leið til að koma [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Water_injection_(engines):16v5gja4][b:16v5gja4]vatni[/b:16v5gja4][/url:16v5gja4] inn í sprengihólfið í vélinni. Yfirleitt er notuð [url=http://www.snowperformance.net/product.php?pk=24:16v5gja4][b:16v5gja4]háþrýst dæla og spíssar[/b:16v5gja4][/url:16v5gja4] sem sprauta mjög fíngerðum vatnsúða inn í loftinntak vélarinnar. Held að þetta "HHO" dæmi hafi ekkert með vetni að gera en það væri gaman að fá álit efnafræðings á þessu.
–
Bjarni G.
19.09.2008 at 20:04 #629588Ég er smeykur um að þetta auki aðallega álag á alternatorinn…og lítið meira.
Ansi sniðug vatnsinnspýting sem ég las um fyrir nokkru byggist á því að nota þrýsting frá túrbínu(vélarmegin við bínuna, á soggrein) til að úða inná soggrein fyrir framan túrbínuna, semsagt, þéttur þrýstikútur notaður sem forðabúr. Ferlega einfalt…þegar vélin puðar er vatni bætt inn til að minnka varmatöp.
Ég á örugglega eftir að prófa þetta á Galhopparanum ekki miklu að tapa….
19.09.2008 at 20:10 #62959020.09.2008 at 00:24 #629592[url=http://www.youtube.com/watch?v=v1_Mec8XWQQ&NR=1:3u71jz4x][b:3u71jz4x]Hérna[/b:3u71jz4x][/url:3u71jz4x] sést að vatnsúði getur auðveldlega komist inn í loftinntakið en hvort það ratar alla leið inn í strokka er annað mál !
20.09.2008 at 13:52 #629594Ég skal viðurkenna það, að ég hélt að menn væru að tala um vetnisfraleiðslu en hef áttað mig á því að svo er ekki. Hér er talað um efni sem kallað er HHO sem er vatn H2O en bara búið að rugla svolítið í rafeindunum. Þetta er mjög óstöðugt efni og getur verið mjög hættulegt við réttar eða rangar aðstæður en það breytist nokkuð fljótt í vatn aftur. Það getur vel verið að það geri eitthvað gagn en við skulum ekki gleyma því að það er ekki hægt að fá meiri orku út úr þessum process en í hann var lagt og orka sem fer í þetta kemur frá vélinni sem fær hana úr díselolíunni. Það er alveg sama hvernig menn snúa þessu á haus eða rass eða hvernig sem er, þetta gengur ekki upp eðlisfræðilega séð. Eina sem þetta getur gert er að bæta- eða breyta bruna olíunar en það er annað sem bendir til vankvæða við brunan á þessum tveimur efnum. Það er að vetni brennur marg þúsund fallt hraðari en díseolía og tel ég að að efnabreytingin á HHO yfir í vatn sé með sama hraða (hraði á bruna vetnis er mældur í nano sekundum). Það þýðir að bruninn klárast strax þegar stimpillinn er í efstu stöðu. Hægt er að sjá þetta í myndbandinu sem Stefán Dal bendir á en hvellirnir sem heyrast er þegar loftið fer í gegnum hljóðmúrinn. þ.e. að bruninn er það hraður að hann veldur því að loftið sem hrekkur í allar áttir fer á hraða sem er meiri en hraði hljóðsins. Díseolía veldur ekki svona áhrifum. Prinsipið í díselvélum er að bruninn er hægur, þ.e. að eftir að bruninn byrjar snýst sveifarásinn um einhverjar gráður áður en brunanum lýkur, ég man ekki alveg gráðurnar en minnir að þær séu um 30°.
En Jóhann, ég skal ekki efast um niðurstöður þínar því ég veit að þú ert grandvar maður, en ég er efahyggjumaður og sannfærist ekki fyrr en ég hef gert mínar rannsóknir sjálfur. Ég efa þó að ég reyni þetta, fer sennilega beint í rúðuvökvann.
Kv. vals.
Hérna er það sem ég hef verið að skoða.
http://store.summitracing.com/egnsearch … wordSearch
20.09.2008 at 15:57 #629596Þetta sem Jóhann er með í bílnum sínum er gömul tækni sem var notuð í seinni heimsstyrjöldinni til að gera Spitfire og fl. flugvélar langdrægari. Apparatið framleiðir gas úr vatni með rafgreiningu. Það eina sem gasið gerir er að það eykur nýtingu eldsneytisins upp í ca 90%(sumir segja 100%) í stað 40- 50% original. Það er líka hægt að nota própangas en það þarf að kaupa það sérstaklega. Ef Jóhann myndi ca fjórfalda fjölda teinanna ætti hámarksorkunýtingu að verða náð. Air Atlanta var að setja þetta í flutningabílana sína og sjálfsagt hægt að fá upplýsingar frá þeim. Ég er að smíða svona í bíl þessa dagana sem ég keyri mjög mikið og ætti að vera kominn með einhverjar tölur fljótlega.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.