This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 8 years, 5 months ago.
-
Topic
-
<div id=“id_57995114241256085855032″ class=“text_exposed_root text_exposed“>
Eins og þeir sem ferðast um hálendið vita, þá eru núverandi fjarskiptakerfi (VHF og GSM) með takmarkaða útbreiðslu. Skuggasvæði án öruggra fjarskipta eru víða. Þeir sem vilja hafa fjarskiptaöryggi í lagi hafa þurfa að nota rándýra gerfihnattasíma. Hópur áhugamanna um fjarskipti á hálendinu er að endurvekja fjarskipti á HF bandinu en með þeim er hægt að ná um allt land og jafnvel víðar. Það eru gömlu Gufunestíðnirnar (2.790 Khz) og svo ætlum við líka að vera á tíðni nálægt 5.0<span class=“text_exposed_hide“>…</span><span class=“text_exposed_show“>00 Khz sem þýðir mun minna loftnet. Þeir sem þekkja gömlu Gufunestalstöðvarnar vita hvað þessi tæki geta og nýjustu kynslóðir talstöðva eru mun betri en þær sem voru notaðar hér áður. Við erum búnir að finna stöð sem er með CE merkingu og er því lögleg hér á landi. Hún er frá Kenwood og heitir TK-90. Þessi stöð er notuð víða á strjálbýlum svæðum þar sem GSM dugir ekki til, t.d í Afríku, Ástralíu, Indlandi og víðar. http://www.kenwood.com/india/com/lmr/tk-90/</span>
<div class=“text_exposed_show“>Ég er að undirbúa fyrstu pöntun og vil bjóða áhugasömum að taka þátt á kostnaðarverði og vera með í innleiðingunni frá upphafi. Þessar stöðvar kosta vel undir 1.000 EUR, eru mjög vandaðar og henta mjög vel í bíl. Hefur einhver áhuga á að skoða þetta betur ? Ég skal fara betur yfir þetta með þeim sem gefa sig fram.
</div>
</div>
You must be logged in to reply to this topic.