This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Baldur spyr á öðrum þræði um HF búnað fyrir amatöra. Um margt er að velja.
Ég er með ICOM IC-7000 stöð sem er fyrir HF, VHF og UHF. Ath, tvö loftnetstengi eru á stöðinni, annað fyrir HF og hitt fyrir VHF/UHF, stöðin skiptir sjálfvirkt á milli. Fæst í Aukaraf.
Nota SG-230 aðhæfi (tuner) frá SGC og SG-303 helical undna 9 feta vippu fram sama fyrirtæki. Sjá heimasíðu SGC. Þetta virkar á öllum tíðnum frá ca 1,8 upp í 30 Mhz.
Notaði fyrst hefðbundið Gufunesloftnet frá Sigga Harðar sem var með spólu tjúnnaða fyrir 2,79Mhz og sleppti spenninum í fætinum. Notaði með þessu SG-230 aðhæfi. Virkaði frábærlega á 2,790 og á hærri tíðnum með því að skammhleypa spólunni með vír.
Með SG-230 aðhæfi má draga langan vír á eftir sér á jökli og ná fram mjög góðu loftneti, (eða strekkja langan vír upp á móti hæð eða upp í flaggstöng).
Fyrir þá sem ekki eru amatörar má nota stöð frá ICOM sem heitir IC-F7000 (Aukaraf , sjá hér ) og með henni má t.d. nota sama aðhæfi og loftnet.
Sjá líka: á heimasíðu ICOM.Snorri
R16 og TF3IK
You must be logged in to reply to this topic.