Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › HF búnaður
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
11.12.2007 at 19:59 #201363
Baldur spyr á öðrum þræði um HF búnað fyrir amatöra. Um margt er að velja.
Ég er með ICOM IC-7000 stöð sem er fyrir HF, VHF og UHF. Ath, tvö loftnetstengi eru á stöðinni, annað fyrir HF og hitt fyrir VHF/UHF, stöðin skiptir sjálfvirkt á milli. Fæst í Aukaraf.
Nota SG-230 aðhæfi (tuner) frá SGC og SG-303 helical undna 9 feta vippu fram sama fyrirtæki. Sjá heimasíðu SGC. Þetta virkar á öllum tíðnum frá ca 1,8 upp í 30 Mhz.
Notaði fyrst hefðbundið Gufunesloftnet frá Sigga Harðar sem var með spólu tjúnnaða fyrir 2,79Mhz og sleppti spenninum í fætinum. Notaði með þessu SG-230 aðhæfi. Virkaði frábærlega á 2,790 og á hærri tíðnum með því að skammhleypa spólunni með vír.
Með SG-230 aðhæfi má draga langan vír á eftir sér á jökli og ná fram mjög góðu loftneti, (eða strekkja langan vír upp á móti hæð eða upp í flaggstöng).
Fyrir þá sem ekki eru amatörar má nota stöð frá ICOM sem heitir IC-F7000 (Aukaraf , sjá hér ) og með henni má t.d. nota sama aðhæfi og loftnet.
Sjá líka: á heimasíðu ICOM.Snorri
R16 og TF3IK -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.12.2007 at 20:18 #606342
Svo er [url=http://www.universal-radio.com/catalog/hamhf/1857.html:z1uoby50]Yaesu FT-857D[/url:z1uoby50] og það er spurning hvort það sé hægt að nota [url=http://www.universal-radio.com/catalog/hamhf/45401857.html:z1uoby50]FC30[/url:z1uoby50] tuner og svo loftnet að eigin vali?
Hún er eins og ICOM með tvö loftnetstengi annað fyrir UHF/VHF og hitt fyrir HF.
11.12.2007 at 20:44 #606344Hver er munurinn á þessum stöðvum og til dæmis Yaesu FT 7800R Dual Band
11.12.2007 at 20:51 #606346Er 7800R ekki bara með dualband, þ.e. með VHF og UHF en vantar HF tíðnibandið (stuttbylguna 1,8 – 30Mhz) sem hinar hafa?
11.12.2007 at 21:01 #606348Snorri hvernig gengur að tjúna lofnetið fyrir 160-80M, en í manúal með SG-230 er mælt með: Minimum antenna lengths: 8 feet(3.3 to 60 MHz)
23 feet(1.0 to 60 MHz), en SG-303 er 9 feta vippa, eða er þetta miðað við beina stöng en ekki helical undið loftnet.
Henrý TF3HRY er ekki að mæla með sérstaklega með þessum tjúner.
kanski er munur á loftnetinu hjá þér og honum?
Kveðja Dagur TF3DB
11.12.2007 at 21:12 #606350Þýðir ekki Dual Band að hún sé að skanna allt sviðið
11.12.2007 at 21:23 #606352Neibs, dual er bara VHF og UHF (144-146 og 430-440 MHz).
11.12.2007 at 21:26 #606354Mikill munur er á þessum stöðvum.
YAESU FT-7800R er 144/430 (137-144,420-470)MHz Dual Band FM Transceiver og
Yaesu FT-857D er HF/VHF/UHF (0.1-56, 76-108, 118-164 and 420-470 MHz)multimode amateur transceiver.
Þetta þýðir að efri stöðin er FM VHF/UHF sendir/móttakari og sú neðri er HF/VHF/UHF með margar mótunaraðferðir og getur einnig sent og móttekið VHF á SSB, FM, AM og fleiri mótunaraðferðum.
kveðja Dagur TF3DB
11.12.2007 at 22:03 #606356þetta eru ljómandi upplýsingar.
Sniðugt að vera mað 2 loftnets innganga á multibandstöðvum.En hvering er það Snorri, varla getur IC-7000 hlustað á bæði HF og VHF í einu? Læturðu þessa stöð duga fyrir allt, eða ertu með aðra fyrir VHF?
Verð að segja að þessi stöð er flott, en eitthvað hlýtur svona græja að kosta
11.12.2007 at 23:13 #606358Baldur spyr
"En hvering er það Snorri, varla getur IC-7000 hlustað á bæði HF og VHF í einu? Læturðu þessa stöð duga fyrir allt, eða ertu með aðra fyrir VHF?IC-7000 getur bara hlustað á eina tíðni í einu. Fyrir þá sem ætla sér að ntoa HF lítið og vera ekki alltaf með hlustun á HF, þá dugar þesi stöð fyrir allt. En ég vil hafa hlustuná HF og vera að nota VHF á sama tíma og þess vegna er ég líka með VHF stöð. VHF/UHF eiginleikinn í IC-7000 stöðinni nýtist mér því ekki mikið.
Hins vegar er ég með dualband VHF/UHF loftnet sem er framleitt fyrir amatöratíðnirnar á IC-7000 (ca 144 Mhz á VHF) stöðinni og annað VHF lofnet sem er skorið fyrir ca 153 Mhz á hinni VHF stöðinni sem ég nota almennt á 4×4 rásunum.
Snorri
11.12.2007 at 23:22 #606360Dagur spyr: "Snorri hvernig gengur að tjúna lofnetið fyrir 160-80M"
SG-230 gengur vel að tjúnna allt frá 160 metrunum, þannig að standbylgjan verði lítil frá stöð. Það segir hins vegar ekki alla söguna, líklega er nýtni léleg á lægstu tíðnunum. Hef þó ekki mælt það, komst ekki á mælingadaginn góða hjá amtörunum sumar.
Á hærri tíðnum (t.d. 3.633 Mhz og ofar) virðist það hins vegar virka mjög vel.
Ég gæti trúað að öflugast fyrir 2,790 (Gufunestíðnirnar) sé gamla góða loftnetið með spólunni stilltri á 2,790 og SG-230 að hæfinum með. Þetta setup er hins vegar læst á 2,790 og þar rétt í kring.
Ég er með hugmyndir um að smíða loftnet sem getur brúað báðar (allar) þessar þarfi, þ.e. frá 2,790 og uppúr, allt uppí 30 Mhz. Lýsing á því þarf að bíða betri tíma.
Snorri.
11.12.2007 at 23:31 #606362Þessi stöð kostar held ég um 130.000 kr. í Aukaraf semm er gott verð.
Hún er á um 1.300 USD held ég núna í USA.IC-7000 er þrusugóð stöð, hefur mikið af stafrænum filterum til að minnka truflanir.
Þar að auki er hún með sjónsvarpsmóttakara (á VHF), öruggara er að kaupa hana í Aukaraf eða Evrópu heldur en USA til að fá örugglega PAL en ekki NTSC sjónvarp.
Svo er hún með innbyggðan RTTY afkóðara og ýmislegt fleira gógæti. RTTY eru nokkurs konar stafræn samskipit sem hægt er að nota til að draga mun lengra en með tali, svona svipað og hægt er með morsi. Líkja má þessum samskiptum við SMS skeyti sem send er með baudhraðanum ca 40 bitar á sek. Með laptop í bílnum sem tengdur er við svona HF stöð ætti að vera hægt að ná sambandi við aðra radíóamatöra um alla Evrópu, nokkuð sem mér finnst mjög áhugavert að prófa betur.
snorri.
12.12.2007 at 00:06 #606364Takk fyrir svörin Snorri.
Kosturinn við loftnet með spólu (loading coil) er það að þau vinna ágætlega á þeirri tíðni sem spólan lagar loftnetið að en að sama skapi verður loftnetið ekki eins gott fyrir aðrar tíðnir (narrow band).
SG-230 alhæfirinn er með PI rás, en sumir mæla frekar með alhæfi með L rás fyrir vippu sem er styttri en 1/4 bylgja.
Það að sleppa spólunni gerir loftnetið bandbreiðara yfir það svið sem alhæfir ræður við, en nýtingin verður ekki eins góð á lægstu böndunum.
Ég veit ekki alveg hvernin helical undin loftnet haga sér, en líklega bandbreiðara en stöng með spólu.
Nú er P og F að gefa úr heimildir til þeirra Amatöra sem sækja um að nota 5MHz bandið og gæti það band hentað innanlands og einfaldara er að útbúa bíl með loftneti fyrir 5MHz en 3,6 eða 1,8 MHz.
Kanski er réttast að amatörar F4x4 muni sækja um þessa heimild og prófa innanlands á næst ári.
Kveðja Dagur TF3DB
12.12.2007 at 01:01 #606366Til fjarskipta innanlands þá virkar 80 m bandið (3633 kHz) oft vel, en stundum eru skilyrðin betri á 160 m (1849 kHz) eða 60 m (5 MHz). Því er gott að vera með loftnet fyrir þessi þrjú bönd. Það er erfitt að ná betri nýtingu en c.a. 5% með bílstöng á 80 metrunum, á 160 metrunum er líklega gott að ná 1% nýtingu í sendingu með bílstöng. Því er mikil kostur að geta notað langan vír (a.m.k 40 m langan fyrir 160 m) eða V tvípól. Einn af kostum V tvipólsins er að þar þarf ekki tuner.
Ég hef pælt í því að tengja þétti yfir spóluna á bílstönginni til þess að fá hana til að vera í resonans á tveimur böndum, t.d. 80m og 60m, en á eftir að prófa þetta.
Ég hef notað MFJ-945E handvirkan túner, hef hug á að fá mér sjálfvirkan tuner, LDG túnerar eru ódýrir og fá yfirleitt mjög góða dóma, t.d. mun betri dóma en túnerar frá Yaesu.-Einar R-292 / TF3EK
12.12.2007 at 07:23 #606368Nú á ég ennþá gömlu Yaesu-stöðina sem ég keypti hjá honum Sigga okkar Harðar í uralten zeit einhverntíma (gætu verið allt að þrjátíu ár síðan!) ásamt með loftnetinu með spólunum tveimur (veit ekkert hvað ég er að tala um tæknilega, heldur bara þetta sem hver maður sér). Nú spyr ég í samræmi við mitt takmarkaða vit og þekkingu; eru þessar stöðvar nothæfar enn þann dag í dag? Get ég hlustað á aðra sem hugsanlega eru með samskipti á 2790 og 2833 eða hvað það nú var sem var notað af tíðnum? Og maður tali nú ekki um að maður get sent líka þannig að aðrir heyri? Þessi stöð er t.d. ekki með CE-vottun, hún er það gömul.
12.12.2007 at 12:43 #606370Ef ég hevði aldrei spurt heimskulegra spurninga og fengið greinargóð svör þá væri ég trúlega fáfróður í dag, betra að vera vitlaus í augnablik og spyrja, en að vera viltlaus það sem eftir er, þar að segja ef svarið er óvitlaust.
Gufunesstöðvar ættu að vera í fullu gildi í dag, en það sem ræður notagildinu er hvað margir eru að nota stöðvarnar á hverjum tíma, eða hvað margir eru með kveikt á þessu og hlusta og svara.
Amatöra rásirnar hafa enga þjónustu frá öðrum en Amaörum og byggist virkni kerfana eingöngu á þáttöku áhugamanna og gagnvirkni í samskiptum.
Ef allir sem eiga gufunesstöðvar, þurkuðu rykið af þeim og kæmu þeim í brúk, þá geta þær orðið jafn gagnlegar og áður.
Samskipti eigenda gufunesstöðva og amatöra á Gufunestíðni er ekki heimil í dag, en athugandi væri að sækja um undanþágu til P&F því "commercial" þjónustu er hætt á Gufunestíðnum.
Æskileg væri að til væri skrá yfir nothæfar Gufunesstöðvar og eigendur þeirra, til að geta áttað sig á möguleikunum.
CE merkingar er krafist við innflutning á nýjum tækjum, en hefur ekkert að gera með tæki sem á sínum tíma voru löglega flutt inn til landsins.
Gömlu Gufunes loftnetin eru sum notuð við Amatör tæki í dag, en þá er spólan stytt aðeins, til aðlögunar við Amatör tíðni, 3,633 MHz.
Ég vona að þetta svari einhverju, en aðrir eru fróðari en ég um þetta mál.
Kveðja Dagur R-1698 TF3DBHér er [url=http://andsbjorg.origo.is/article.aspx?catID=190&ArtId=37:2tp5w272][b:2tp5w272]skýrsla[/b:2tp5w272][/url:2tp5w272] frá Landsbjörg um fjarskiptamál og er þar á meðal þetta:
"Hér áður fyrr voru gömlu góðu "gufunes" talstöðvarnar það eina sem virkaði á milli fjarlægra staða. Stöðvar þessar vinna á HF bandi sem nær frá 3-30 Mhz sem er á tíðniskalanum svo til það lægsta. Þessar stöðvar gátu auðveldlega náð landshorna á milli við góðar aðstæður og með rétt stilltum búnaði. Segja má að galdurinn á bak við langdrægni þeirra sé vegna þess hversu lág tíðnin er og því "skríður" hún eftir landslaginu á meðan hærri tíðnir endurkastast frekar í umhverfi sínu og drífa því styttra. Nú kann einhver að spyrja hvers vegna þetta kerfi er ekki eingöngu notað í dag ? Við því eru án efa mörg svör en hluti ástæðunnar er væntanlega sú að stöðvar þessar eru ekki alveg eins meðfærilegar og VHF stöðvar. HF stöðvar nota meira afl en hefðbundnar VHF stöðar en einnig þurfa þær stærri loftnet og sjálfvirkan tíðnistilli á milli loftnets og stöðvar. Flestir ættu að hafa tekið eftir jeppum sem, sérstaklega hér áður fyrr, báru stór og löng loftnet með spólu neðst sem var á stærð við gosdós. Talgæðin í gegnum þessar stöðvar voru ekki alltaf sem allra best og mikið af truflunum á rásunum. Þessir þættir ásamt fleirum hafa án efa átt mikinn þátt í vinsældum VHF stöðva enda um mikið framfara skref í fjarskiptum björgunarsveita að ræða. En sem betur fer eru enn margar sveitir, sérstaklega þó á landsbyggðinni sem enn hafa þessar stöðvar í farartækjum sínum. Þessar stöðvar geta án efa komið að góðum notum við réttar aðstæður, því hvet ég menn til að viðhalda þekkingu og nota þær eins oft og aðstæður leyfa."
12.12.2007 at 14:11 #606372Þetta var fróðlegur pistill og mig langar til að copy/paste hann og geyma ef þú hefur ekkert á móti því.
Ég held að mín stöð sé enn á skrá hjá P&F, allavega greiði ég eitthvert gjald af henni til þeirra árlega. Ég var á sínum tíma með kallmerkið K 175 sem breyttist svo síðar í bara 175 – held að það sé það sem er skráð á mig núna hjá stofnuninni. Það er ekki mjög langt síðan ég prófaði hana, þá var hún í góðu lagi og hún er vel varðveitt uppi á hillu í bílskúrnum mínum við stofuhita. Þessar Yaesu-stöðvar frá honum Sigga voru déskoti góðar, ég var áður með bandaríska stöð með tvíhliðabandsmótun, sem ég man ekkert hvað ég gerði við, líklega hef ég bara hent henni þegar SSB stöðin kom til skjalanna. Bölvuð vitleysa náttúrulega, það væri allt í lagi að eiga hana sem safngrip núna. Á tímabili átti ég svo SSB – stöð frá Landssímanum, en hún var talsvert fyrirferðarmeiri en Yaesu-stöðin og þar af leiddi að ég seldi hana.
En manni finnst maður vera hálf sambandslaus eftir að þetta kerfi hætti að vera almennt í notkun. Tek undir með þér að þeir sem eiga svona stöðvar ættu að sameinast um að koma þeim í brúk og nota þær. Efast ekki um að það gæti komið sér vel einhverntíma, sérstaklega þegar eitthvað ber út af.
kv.
12.12.2007 at 14:52 #606374Það er spurning hvort að [url=http://www.universal-radio.com/catalog/hamtune/2077.html:2vn9rp41]LDG AT-100 Pro[/url:2vn9rp41] sjálfvirkur tuner sé ekki bara ágætur kostur?
12.12.2007 at 15:38 #606376Þessi tuner [url=http://www.ldgelectronics.com/products.php?cID=1&pID=8&v=1:3n8nmpfo][b:3n8nmpfo]LDG Z-100[/b:3n8nmpfo][/url:3n8nmpfo] gæti einning verið góður kostur.
12.12.2007 at 15:44 #606378Og ekki skemmir verðið, úff það er að lengjast jólagjafalistinn 😉 Skelfilegt að vera að fara til New York í næstu viku… eiginlega stórhættulegt!
12.12.2007 at 16:05 #606380Ég næ ekki alveg kostunum við að nota amatörband við þessi fjarskipti. Það er ekki eins og allir jeppamenn eða ferðafólk á íslandi komi til með að grípa sér Amatör réttindi. Frekar fer það í TETRA/CDMA450 eða Iridium/Globalstar…
Bara svona pælingar.Ég er með SSB í bílnum hjá mér, ef fleira fólk tæki sig til að hafa þetta í bílunum og hafa kveikt á þessu þá væri þarna mun stöðugara öryggisnet en nokkurntíman þessi VHF/UHF/gervihnattasíma fjarskipti.
Ég vil taka það fram að ég stefni á radíóamatörpróf, svo ekki telja mig andvígann því að fólk sé að fá sér það, mér finnst bara súrt að ekki nóg með að borga leyfisgjöld að hinu og þessu tæki, þá þurfi maður líka að fara á námskeið til þess að getað haft samband þegar óhapp eða slys ber að garði.
kkv, Úlfr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.