This topic contains 57 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.11.2006 at 01:24 #198864
Hvað finnst mönnum um þessar hertu reglur og 60% hækkun sekta?
Það er ein breyting þarna sem mér hugnast alls ekki og það er lækkað svigrúm vegna hraðaksturs úr 10 km/klst niður í 5km/klst. Skil ekki hvaða tilgangi það þjónar og enn ein óþarfa reglugerðin.
Kv.
Glanni -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.11.2006 at 06:49 #566164
Mér finnst þetta bara fínt og löngu tímabært. Ég er nú vanur að keyra á 100 á þjóðveginum, held ég lifi alveg af með 95 í staðinn. Ef þessi reglugerð verður til þess að minnka ofsaakstur eitthvað eða taka fleiri ökuníðinga úr umferð þá er það bara frábært mál.
Mér finnst að það mætti herða reglur um sviptingu ökuréttinda.
01.11.2006 at 08:12 #566166Að mínu mati eru peningar aukaatriði í þessu, hvort það kosti 10 þús eða 100 þúsund að keyra eins og brjálæðingur er aukaatriði.
Ég tel að annara aðgerða sé þörf.
Til dæmis ætti við fyrsta hraða brot eða bara við fyrsta umferðarlagabrot að senda fólk í viku kvöldnámskeið í umferðafræðslu, heimsókn á sjúkrastofnun og viðtöl við þolendur umferðaslysa og fleira tengdt því.Við næsta brot, sé það innan ákveðins tíma, (12 mánaða), þá tæki við einhverskonar sálfræði meðferð eða viðtal, þar sem fullreynt er að hefðbundin fræðsla dugir ekki.
sektargreiðslan í hvert skipti væri svo að viðkomandi greiddi þetta út eigin vasa.
Að lokum þá eru hertar refsingar EKKI málið. Við verðum að fara að átta okkur á því að fangelsi og sektir koma ekki í veg fyrir lögbrot. Samfélagsþjónusta, fræðsla, andleg hjálp fyrir þá sem þurfa á því að halda. Væri ekki hægt að yfirfæra 12 spora kerfið yfir á hraakstur "fíkla" ?
01.11.2006 at 08:32 #566168Þessi 10% voru ekki sett út í loftið, því vitað mál er að hraðamælar í bílum eru ekki mjög nákvæm tæki, allavega ekki í þeim bílum sem almenningur hefur ráð á að kaupa. Mann grunar því að þessi helmingun á frávikinu merki að þarna sé um að ræða aðferð til að ná inn meiri tekjum af hraðasektum. Það er held ég samdóma álit allra sem til þekkja, að það sé ekki megin málið hvort menn séu á 95 eða 100 km hraða þar sem leyfður er 90 km/klst. hámarkshraði varðandi slysahættu, hættan eykst mest þegar hraðinn er kominn yfir t.d. 120 km/klst. á slíkum vegi. Maður hélt að tilgangurinn með breytingum væri fyrst og fremst að draga úr ofsaakstri en ekki að ná fjármunum af almenningi vegna minni háttar frávika frá hámarkshraða. Þarna hafa skriffinnar kerfisins séð sér leik á borði að ná inn auknum tekjum í kassann í skjóli almennrar fordæmingar á ofsaakstri.
01.11.2006 at 09:31 #566170
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
mér líst nú miklu betur á þessar hérna hugmyndir http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/fr … id=1231911
01.11.2006 at 10:07 #566172mér finst sumt af þessu ágætt ekki gott ágætt en sumt fáránlegt mér fanst reglurnar fínar eins og þær voru og mér finst þetta líka vera peningaplokk.
01.11.2006 at 11:02 #566174Úr reglugerð um gerð og búnað ökutækja:
,,Leyfilegt frávik hraðamælis er allt að 10% yfir raunhraða að viðbættum 4 km/klst. Hraðamælir má aldrei sýna meira en 4% minni hraða en raunhraða."Það hefur aldrei verið leyfilegt að aka yfir 90 en refsiramminn hefur bara byrjað í 100. Það er því bara verið að stækka refsirammann, ekki breyta hámarkshraða. Því er maður "seif" á 95+4%= ca. 99 í stað 104 hér áður.
Slakiði bara á og akið aðeins hægarAnnars er ég að vissu leyti sammála Þórði með refsingarnar, þær eiga að vera til staðar en önnur úrræði verða fylgja í bland s.s. einhverskonar endurhæfing ökumanns eins og hann nefnir.
Kveðja,
Gísli
01.11.2006 at 11:18 #566176– ekki alveg sjör með þessi 5%. Finnst það svolítið skrítið en hef svosem ekkert á móti því.
Hækkunin er bara fínt mál. Ef það dugar til að einhver einn "tími ekki" að keyra á 170 þá er þetta fyllilega réttlætanlegt.
Tek hinsvegar undir með þeim sem vilja leggja aukna áherslu á fræðslu. Ökunám hérna á klakanum er ósköp dauft miðað við hvað það er dýrt.EE.
01.11.2006 at 11:31 #566178
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
enn og aftur fara menn að kenna ökunáminu um, en hinsvegar held ég að sumir ættu nú bara að sitja þetta aftur þar sem að ökunám fyrir 10-20 árum var sama og ekkert borið saman við ökunámið í dag. það hlítur að þíða eitthvað þegar það það er stundum nánast helmings fall í þessu, einhverjar hljóta kröfurnar að vera…
01.11.2006 at 12:26 #566180Man eftir að ég beið í góðan tima af próftímanum fyrir utan Glæsibæ meðan prófdómarinn fór inn að versla í matinn.
01.11.2006 at 12:39 #566182Já ég man eftir að ökukennarinn minn sálugi lagði sig oft í bílnum og sagði,ekki fara mikið ofar en 80km hraða.Á leið heim eftir kennslu í stórborginni.
01.11.2006 at 12:51 #566184Spurning hvort þessi breyting muni ekki hafa áhrif á t.d. 10% vikmörkin sem eru í breytingaskoðun ([url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/8327:b921kqhm]sbr þetta[/url:b921kqhm]).
Það er vonandi að þetta hafi þau áhrif að það verði meiri hlýting við hámarkshraða. Mér hefur alltaf þótt kjánalegt að hafa lög og reglur sem segja eitt en svo raunveruleika sem gefur allt önnur skilaboð. Svo væri næsta mál að fá sama hámarkshraða fyrir alla á meðan við höfum ekki vegakerfi sem gefur kost á öruggum framúrakstri.
01.11.2006 at 13:20 #566186Ágætt að það séu hertar refsingar, sérstaklega við endurtekin ofsaakstur og eitthvað sé gert til að reyna að koma í veg fyrir að fleiri drepi sig eða fleiri séu drepnir með þessum hætti. En aðferðirnar eru stundum sérstakar hjá honum Opinbera Geira.
Ef málið snýst um að koma í veg fyrir þennan ofsaakstur sem hefur verið í gangi, sé ég ekki að málið sé að minnka skekkjumörkin úr 10 km niður í 5 km. Ágætt að hækka sektargreiðslur, en ég er ekki viss um að það sé það sem ræður úrslitum um hvort menn missi pinnan niður í gólf. Stóra málið er kannski ekki endilega að BREYTA reglunum heldur að tryggja að reglunum sé fylgt. Sé ekki að það sé nein önnur aðferð í því en aukið eftirlit og svo eins og bent er á hér að auka fræðslu. En þetta kostar peninga og frá sjónarhóli ráðuneyta er alltaf einfaldasta lausnin að setja í gang vinnuhóp og breyta reglum. Þá fær ráðherra viðtal í fjölmiðlum og getur sagt að hann hafi gert eitthvað.
Kv – Skúli
01.11.2006 at 14:48 #566188Góður punktur Skúli.
Andri – það er auðvitað svolítið til í þessu hjá þér með muninn, en ég held að skriflega prófið sé afskaplega slappur mælikvarði á það hvort maður sé góður bílstjóri eða ekki (og Nota Bene, "góður" bílstjóri er ekki sá sem getur keyrt á 200 án þess að klessa á ljósastaur).
Einhverju sinni hlustaði ég á góða útskýringu á því hver munurinn væri á hinum norðurlöndunum og Islandi þegar kæmi að umferðarmenningunni. Var þá borið saman ökunámið, reglugerðir, viðurlög, afstöðu til stjórnvalda o.s.frv. og þannig leitast við að finna lausnina á þessum vanda. Sá sem hélt töluna vildi meina að glannaakstur væri mikið algengari hérlendis en í skandinavíu.
Nú man ég afskaplega lítið af því sem sagt var þetta kvöld og því kannski ráð að athuga hvort einhver hér hafi þekkingu til að hefja svona samanburð?
01.11.2006 at 15:39 #566190Ég er sammála Tryggva með það að mestur hluti vegakerfisins býður ekki uppá að hafa mismunandi hraða . Þeir sem mest tala um að vörubílar og aðrir sem meiga ekki aka hraðar en 80km/klst. ættu bara að fylgjast með umferðinni á venjulegum tveggja akreina vegi . Þá myndast lestir af "hægfara" bílum sem illmögulegt er að komast framúr fyrir hina .Þá eru að sjálfsögðu svipaðar lestir á akreininni á móti .Þetta ástand skapar gífurlegan pirring hjá þeim sem meiga aka á 90 km.og leiðir til hættulegs framúraksturs með mikilli slysahættu . Þetta er mín skoðun og ég hef ekki séð samfærandi rök á móti . Þetta fer árversnandi með aukinni umferð með hestakerrur,hjólhýsi,tjaldvagna og fellihýsi í viðbót við alla flutningabílana . Með von um bætta umferðarmenningu .Kv.Olgeir
01.11.2006 at 18:51 #566192
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er mjög einfalt og hægt að sleppa öllu þessu rugli með einum viðauka……… og ég hér með skora á stjórvöld að gera það……… eg legg til að hraðatakmarkari verður settur í alla bíla sem keyra um á íslenkum vegum….. takmarkarann ætti að stilla á 95km hraða…… þetta sparar ríkinu eitthvað í umferðareftirliti.
Ég hlusta ekki á neitt væl um að þetta sé ekki hægt því þetta er vel hægt!!!!! buið að setja þetta í alla flutninga bíla á landinu og það var ekkert mál.
þetta mun leysa öll vandamal sem tengjast ofsaakstri á vegum og götum landsins.
þetta er róttækt enda er komin tími á að þetta verði gert.
mikkjal agnar
01.11.2006 at 19:27 #566194hraðakstur er ekki vandamál það er ofsaakstur t.d eftir að hraðatakmörkin voru breytt úr 70 í 80 í ártúnsbrekkunni fækkuðu slysin töluvert skv könnunum.og það þarf líka að keyra hægar í erfiðum aðstæðum það skilur fólk oft ekki það sem ég sé í umferðinni. það er líka hægt að setja á hestafla takmarkanir eins og eru á mótorhjólum mjög sniðugt t.d 100hö fyrstu 4 árin og ef ökumaðurinn hefur sannað sig á þeim árum fær hann að keyra alla bíla
01.11.2006 at 21:19 #566196
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
gallinn við hestaflatakmörkun er einna helst sú að margir venjulegir fólksbílar eru svolítið meira en 100 hestöfl, til dæmis 1600 corolla skráð að mig minnir rétt tæp 120 hestöfl en samt er það enginn sportbíll. efa það stórlega að þetta sé einsdæmi svo að spurning væri að setja kannski aðeins hærri takmörkun en 100?
01.11.2006 at 21:29 #566198þetta var nú bara útí loftið það er hægt að ákveða einhverja hö tölu ég ek sjálfur á 350hö bíl og ég veit hvað það er erfitt að hemja sig enég er á móti 17ára krökkum sé leift að vera á svoleiðis á bíl
01.11.2006 at 21:33 #566200
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Strákar minir takmarkarinn leysir þetta allt…. ég á minum yngri árum var á 1300cc mösdu sem var skráð 90 hö keyrði ég án mikilla vandkvæða uppí 200km hraða…. aflið er ekki aðalmálið heldur það að það se eikkað sem stoppar fólk á skynsamlegum hraða og þar kemur takmarkarinn sterkur inn……. mer fannst þetta fáranlegt fyrst enn svo þegar eg hugsa þetta þá hefur maður ekkert við meiri hraða að gera enn svona 90-100km
01.11.2006 at 21:41 #566202
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
takmarkarar eru nú ennþá hættulegri en vitleysingarnir sem keyra of hratt. gamla kellingin ákveður að keyra á 80 á þjóðveginum en ég kemst bara á 95 og vil samt fara fram úr henni, veistu hvað ég væri lengi að komast fram úr henni? STÓRHÆTTULEGALENGI!!!! það gengi alldrei!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.