This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Már Guðnason 16 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sæl
Er með Dodge Durango 2004 5,7 Hemi og er mikið búinn að spá í hvernig hann henti til breytinga. Bíllinn er þegar kominn á 35″ sem fór undir hann án nokkurra vandræða. Þetta eru klárlega sterkir bílar með hörkuvél, nóg pláss og „einungis“ 2.300 kg. Afturhásingin er 9,25″ og klárlega nógu öflug, að framan er hinsvegar vindufjöðrun og 8″ köggull.
Á mínushliðinni er hinsvegar það að þetta hefur ekki verið gert áður, úrval af aukabúnaði eins og læsingum og hlutföllum er óþekkt stærð og það þarf að sérsmíða kanta.
Hvað segið þið 4×4 menn og konur, er þessi tegund kandidat í breytingar og hversu mikið þyrfti að gera fyrir t.d. c.a 40″ breytingu að ykkar mati?
Er þetta ekki tilvalið kreppuverkefni
You must be logged in to reply to this topic.