This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 21 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar!
Ég varð fyrir því óláni í nótt að brotist var inn í jeppan hjá mér og allt hreinsað úr honum. Bíllinn stóð fyrir utan heima hjá mér.
Það sem stolið var:
GARMIN 128 GPS,
GPS loftnetið af toppnum á bílnum.
Nýlegur JVC geislaspilari
NMT sími, STORNOMATIC 6000
LOFTPRESSA með áföstum 5 lítra BLÁUM loftkút.
ca: 20-30 geisladiskarEinnig hafa þessir helvítis aumingjar lagst svo lágt að stela loftmælum bæði digital og venjulegum og meira að segja pílujárni sem kostar 300 krónur. Hvað geta menn lagst lágt?
Það sem ég er að biðja um hérna…er að ef ykkur verður boðið svona hlutir til kaups…hafið þá endilega samband við mig eða lögregluna.
Ég er jafnvel til í að borga einhver fundarlaun fyrir þessa hluti.
Ég á til serial númerið á bæði spilaranum og GPS tækinu. Og ég þekki allar hinar græjurnar.
Endilega félagar látið mig vita ef þið vitið eitthvað um þetta.
Það er kominn tími á að þessir helvítis aumingjar fari að hætta þessu helvíti.
Með von um góð viðbrögð….
Kveðja
Sigurður Friðriksson
gsm: 895 9988
You must be logged in to reply to this topic.