Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Hellingur af biluðum jeppum????
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Óskar Dan Skúlason 15 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.04.2010 at 12:23 #211999
Ég heyrði þá gróusögu (sem ég á erfitt með að trúa) að það væri slatti af biluðum jeppum sem hefður verið skildir eftir á leið til/frá gosstöðvunum. Mér þykir reyndar ótrúlegt að nokkur myndi skilja bílinn eftir til lengri tíma (jeppar sem ekki eru sóttir strax verða því miður fórnarlömb þjófahyskis). En er eitthvað til í þessu eða er þetta bara kjaftæði?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.04.2010 at 12:40 #690044
Nokkrir sem hafa bila en bara einn sem að er að verða hluti af landslaginu þarna. Ford Ranger sem hefur líklega annað hvort brotið öxul eða stútað framhjólalegu.
Er einmitt farinn að velta því fyrir mér hvort að við ættum ekki að gefa honum nafn um leið og nýju fellunum, sem nýju kennileiti þarna á svæðinu
09.04.2010 at 13:32 #690046Ég búinn að fara þarna upp eftir 3 sinnum og það besta við það er að umþb 90 % af þessum bílum sem skildir hafa verið eftir eru amerískir ;))))
Kv Siggi Már
09.04.2010 at 13:36 #690048Rangerinn var á sínum stað í gær. Enga aðra bilaða bíla að sjá. Semsagt 100% amerískir.
09.04.2010 at 14:01 #690050
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvaða mótor ætli sé í þessari Ranger-vörðu?
ÓE
09.04.2010 at 14:06 #690052He he
Ég skildi minn eftir þótt hann væri ekki bilaður af því að honum finnst svo gaman að pósa svona. ÉG fékk síðan far í jeppa sem kostar 10 -15 sinnum meira en minn og með leðuráklæði og goskæli.
En ég tók hann með mér á baka leiðinni. Ég held að flestir bílarnir séu sóttir strax og flestir sóttir þegar menn voru búnir að fara inn að gosi. Ég hef ekki sé saman bílinn þarna 2svar á leiðinni. Hitt síðan fólk sem var að sækja bíl sem bilaði þarna. Mér sýndist heilmikið að bílum fara heim í spotta sáum allar sortir.
09.04.2010 at 18:36 #690054Það hefur einn úr mínum jeppahóp þurft að skilja eftir, Cherokee 35" brotnaði skástífa aftan + loftpúði, var þarna í 4 daga :). Svo fórum við á 38" cherokee að bjarga honum, og brotnaði kúplingsdiskur 500metra frá honum, gerðum við 35" og rúntuðum á meðan við bíðum eftir 44" LC60 (Dráttarbíl).
Fullkomin björgun
En allt endaði vel.
09.04.2010 at 19:24 #690056Sælir ég var þarna á laugardaginn um páska. Þá voru nokkrir mannlausir sem voru greinilega búnir að vera í 1-2 daga. Ég lánaði einum 44" patrol eiganda 6 felgubolta til reddingar um kvöldið sem hafa ekki skilast aftur. Fynnst frekar lélegt þegar mönnum er reddað og skila ekki í sama.
09.04.2010 at 19:29 #690058[quote="Óskar Dan":2ex37k2o]Sælir ég var þarna á laugardaginn um páska. Þá voru nokkrir mannlausir sem voru greinilega búnir að vera í 1-2 daga. Ég lánaði einum 44" patrol eiganda 6 felgubolta til reddingar um kvöldið sem hafa ekki skilast aftur. Fynnst frekar lélegt þegar mönnum er reddað og skila ekki í sama.[/quote:2ex37k2o]
Ég veit fyrir víst að hann getur ekki skilað sömuboltunum aftur 😉 þar sem þeir slitnuðu eftir um 5 min akstur, en auðvitað á hann að kaupa nýja bolta og láta þig fá.
Kv Siggi Már
09.04.2010 at 19:47 #690060Af hverju slítur hann aftur boltana þarna meginn. Var felgan ónýt eða götin kjöguð?
09.04.2010 at 20:06 #690062[quote="Óskar":4e8raw64]Hvaða mótor ætli sé í þessari Ranger-vörðu? er þetta sá ?????svarti á 44" hann er með 305 tbi
ÓE[/quote:4e8raw64]
09.04.2010 at 20:07 #690064Þegar við komum að honum þá var hann búinn að ná að herða 3 bolta, hinir snérust bara með og tóku einga herslu, þanning að við ákveðum að fylgja honum niður ( vorum á Lc 90 og Trooper ) eftir um 5 min keyrslu flaug dekkið undan honum aftur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir félaga míns að reyna að stöðva hann.
Nú voru góð ráð dýr, þar sem ekki voru til fleiri boltar og við báðir með fulla bíla, en innan nokkurra mínutna komu þarna að 2 björgunarsveitar bílar, þá héldum við áfram för okkar og létum þá um þetta.
Kv Siggi Már
09.04.2010 at 21:47 #690066Sæll Óskar.
Lánaðir þú manninum bolta eða rær?
Ég var á þessum tíma á staðnum og var með allt sem þarf til að gera við án þess að lenda í vandræðum eftir á.Kveðja.
Elli.
09.04.2010 at 22:17 #690068Sæll Siggi.
Hvenær varstu síðast uppfrá.
Kv. Elli
09.04.2010 at 23:57 #690070[quote="Elías":2d01vh5c]Sæll Óskar.
Lánaðir þú manninum bolta eða rær?
Ég var á þessum tíma á staðnum og var með allt sem þarf til að gera við án þess að lenda í vandræðum eftir á.Kveðja.
Elli.[/quote:2d01vh5c]Sæll Ég lánaði honum held ég bara bolta.
Hvernig reddaðist hann niður vitiði það?
Fékk hann fleiri bolta eða stærri bolta?
Fynst samt skrítið að þetta er sömumeginn og ég lenti í sumar h/aftan, er þetta algeingt á þessum bílum.
10.04.2010 at 00:10 #690072Sæll Óskar.
Það Þarf að passa vel upp a hersluna hægra megin ef þú ert með þung dekk.
Minn fyrsti jeppi var Ford árg. 1942. sem síðar varð Willys. Þar voru felguboltarnir hægra megin með öfugum gengjum vegna þeirrar hættu að herslan gengi gegn mótvægi snúnings boltanna.Góð regla er að athuga herslu rónna áður en lagt er í ferð. (óháð kílómetrafjölda)
kveðja.
Elli.
12.04.2010 at 23:34 #690074[quote="Óskar Dan":187pl7my]Sælir ég var þarna á laugardaginn um páska. Þá voru nokkrir mannlausir sem voru greinilega búnir að vera í 1-2 daga. Ég lánaði einum 44" patrol eiganda 6 felgubolta til reddingar um kvöldið sem hafa ekki skilast aftur. Fynnst frekar lélegt þegar mönnum er reddað og skila ekki í sama.[/quote:187pl7my]
Vildi koma því til skila að Óskar er búinn að fá boltana sína, vil ég þakka honum innilega fyrir hjálpsemina. Gott er að vita að hjálpsamt fólk er ennþá til.
Kær kveðja,
Valli
13.04.2010 at 19:34 #690076Sælir vill bara þakka Valla fyrir skilvísi og taka fram að þetta var nú ekki meint sem skítkast eða leiðindi í hans garð.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
