This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórir Gíslason 10 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Góðan og blessaðan.
Héldum af stað 3 á 3 Bílum á Laugardag áleiðis í Fjallaskarð Sólskin norðan gustur og lágarenningur 8 gráðu frost.
Færið ágætt , Útsínið indislegt, Komnir á hús um 19,30. Strax farið í að moka upp rafstöðvarhús og skála . Setja Grillið á snúning ( Hola inn í skaflinhn við húsið ) Rúnar sviftir upp Harmonikunni og spilar nokkur lög meðan beðið er eftir Steikinni sungum með og allt. ;=)) Skemtilegheit framm eftir kvöldi ,
Vaknað í glaða sólskini og blíðu ekið sem leið liggur suður firir Snæfell í Þvílíku skigni og útsíni ;=)))))))) Sunnan Snæfells þingist færi talsvert enn stefnum á Geldingafell .
Sól hverfur um 3 og þá verður Heiðmirkur að hluta svo snúið er til heimahaga er 4 km eru eftir til Geldingafells eitt dekkið farið að leka þannig að ákveðið er að láta gott heita .
Rólað út heiði og komnir heim um 22,30.
Góð helgi og góð ferð.
Þórir,
You must be logged in to reply to this topic.