This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 15 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Föstudaginn 9 janúar lögðu þrír stjórnarmenn af stað úr Reykjavík og var haldið til Akureyrar. Vel var tekið á móti stjórnarmönnum því er við keyrðum inn í bæinn á föstudagskvöldinu hófst líka þessi flotta flugeldasýning (við erum vissir um að hún var eingöngu fyrir okkur). Eftir góðan svefn á Akureyri héldu góðar mótökur áfram og voru nú félagar okkur úr Eyjafjarðardeildinni búnir að láta snjóa (ca 10 -15cm jafnfallinn snjór (að þeirra sögn borgaði sig ekki fyrir okkur lálendingana að fá meira í einu)). Um hádegisbilið var haldið til móts við vaska sveit Eyfirðinga sem lofuðu að koma okkur klakklaust í skála félagsins að Réttartofu og aftur til baka. Ferðinn inn í skála gekk vel. Var farin hefbundin leið inn Bárðadalin og í gegnum hraunið. Nutum við góðra leiðsagna heimamanna og var vel passað upp á að við tíndumst ekki (enda alls óvanir því að ferðast í snjó). Skáli heimamanna tók vel á móti okkur enda glæsileg bygging í fallegu umhverfi. Einhvað lét formaður deildarinnar bíða eftir sér en var að sjálfsögðu mættur áður en þrettánda hátíðin hófst. Um kl. 21:00 var kveikt upp í brennu sungin nokkur lög og horft á flotta flugelda sýningu. Um þetta leyti voru hátt í 30 bílar komnir í skálann og fjöldinn hátt í 60 – 70 manns (ath ég taldi ekki). Um kl 23:00 fóru fyrstu bílar aftur til baka og fengum við lálendingarnir aftur leiðsögn því nú var farið yfir Skjálfandafljót á ís, yfir á Sprengisandsleið og þaðan niður Bárðadalinn að vestanverðu. Gekk ferðin vel fyrir sig og var um þæfingsfæri að ræða og glerhálku. Einn bíll festist og sagði ökumaðurinn að það hafi verið gert spes fyrir okkur. Komum við inn til Akureyrar um hálf eitt leitið þreyttir og ánægðir eftir frábæran dag í hópi góðra vina. Á sunnudeginum var lagt af stað í snjókomu á Akureyri um 14:00 og gekk ferðin vel fyrir sig og vorum við komnir til Reykjavíkur um kl 19:30. Þessi ferð á eftir að verða ógleymanleg í alla staði og þökkum við öllum sem við hittum frábærlega vel fyrir. Það má vera nokkuð víst að við komum aftur að ári.
Enn og aftur takk fyrir okkur
Sveinbjörn Halldórsson formaður
Guðmundur Sigurðsson gjalkeri
Ágúst Birgirsson meðstjórnandi.
You must be logged in to reply to this topic.