This topic contains 125 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Már Gauksson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.11.2005 at 15:54 #196692
AnonymousNú ætti að fara að styttast í að sex hjóla Fordinn „Ice Challanger“ (IceCool) komi til Suðurskautsins. Ég rakst á þessa heimasíðu sem fjallar um þennan leiðangur.
Veit einhver um hvernig gengið hefur hingað til hjá leiðangrinum? Spennandi ferðalag sem verður vonandi hægt að fylgjast með á vefnum.ÓE
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.12.2005 at 14:25 #533606
Mig langar líka að benda mönnum á að lesa þessa grein hérna:
http://www.sudurland.net/frettir/nr/5185/Þarna skýrir Arngrímur Hermannsson á skilmerkilegan hátt hvernig afrek Gunna getur skipt miklu máli fyrir íslenskan jeppaiðnað og jeppamennsku. Þó fæstir okkar gætum leikið þetta eftir Gunnari, þá er hann að ryðja braut sem getur skapað heilmikil tækifæri í framtíðinni.
Kv – Skúli
21.12.2005 at 22:10 #533608Var að fá þær fréttir að Gunni er ennþá fastur á Patriot Hill. Ekki er það þó drifgeta trukksins sem orsakar það heldur fluggeta vélarinnar sem á að sækja hann en það er 25 hnúta vindur þarna og snjókoma, s.s. blind bylur. Spáin svipuð á morgun þannig að það lítur ekki vel út hjá honum að komast heim fyrir jól.
Þeir sem vilja taka þátt í að taka á móti honum með jeppaheiðursverði bendi ég á að fylgjast með þessum þræði. Þegar ég fæ fréttir af heimkomunni set ég þær hér inn ásamt upplýsingum um hvar við stillum upp. Ein hugmynd er að það verði við Rauðavatn og lestin fylgi honum svo austur fyrir fjall eða áleiðis. En semsagt, nánari fréttir birtast hér þegar málin skýrast.
Kv – Skúli
22.12.2005 at 09:59 #533610Sko, það er náttúrulega slæmt að skipstjórinn þurfi að vera þarna úti yfir hátíðina, en hann hefur nú líklega séð framan í annað eins um dagana. Hitt er svo annað mál, að fyrst hann verður að koma einhvern daginn þarna milli hátíða, þá verður auðveldara um vik að taka á móti honum, það hefði orðið ansi snúið á aðfangadag.
22.12.2005 at 10:35 #533612Ég trúi því ekki að maðurinn hafi farið á póllinn, frekar en að menn hafi gengið á Tunglinu. Það vita það allir heilvita menn að Þessi fræga mynd Ameríkana af Tunglinu er blöff sem var tekin í einhveri leynilegri rannsóknarastöð á svæði 51. Það verður að leggja fram nákvæma kvikmynd af þessu ferðalagi svo ég trúi þessu. Eins og staðan er í dag er ekki neitt sem sannar það að hann hafi ekið á pólinn.
Jón S
22.12.2005 at 12:23 #533614Sko Jón minn ég hef engan áhuga að fá DV inn um lúguna mína…Mogginn hefur séð um þessa vitleys hingað til! Ef þú trúir þessu ekki þá eru myndir frá suðurpólnum [url=http://www.pirate4x4.com/forum/showthread.php?t=422068:wfyaatoo][b:wfyaatoo]HÉRNA[/b:wfyaatoo][/url:wfyaatoo]
Góða skemmtun!
22.12.2005 at 12:53 #533616Líður þér eitthvað illa Jón???
Eða er þetta bara einfeldnings öfund, kjánaskapur eða fáviska? Ekki vera með allt á hornum þér, það veldur bara þér og þínum vanlíðan.
kv SÞL
22.12.2005 at 13:38 #533618(Hvert fór maðurinn )Það á ekki svara svona BULLI .
kv mhn
22.12.2005 at 13:48 #533620Ég er ekki að bulla neitt. Hafði bara efasemdir um að maðurinn hefði ekið á pólinn. Þessar myndir gætu alveg verið teknar upp á Hellisheiði ef út í það er farið, en ef hann fór alla leið þá er það bara flott.
Jón S
22.12.2005 at 18:00 #533622
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki rétt að setja manninn í lyfjapróf ? það er ekki eðlilegt að maður vaki í 3 sólahringa"" Setjið mannin í lyfjapróf og kannið síðan hvort þetta heimsmet sé í gilt
22.12.2005 at 22:48 #533624
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvað finst ykkur er ekki undarlegt að maðurinn geti vakað í 3 daga ?
Þeir sem ég þekki segja að þetta sé ekki gerlegt nema að tekið sé inn cocaine eða amfetamín eða hvað öll þessi efni heita.
Ég bara spyr er ekki rétt að maðurinn taki lyfjapróf til að sanna að hann hafi ekki verið á ólöglegum lyfjum. ekki ætti að vera minna eftirlit með ökumönnum á suðurpólnum en öðrum methöfum""
22.12.2005 at 23:33 #533626Tilvalið að senda hann í lyfjapróf. Svo mætti líka senda hann í litgreiningu – svona í leiðinni.
Þeir sem þekkja Gunnar Egilsson vita mætavel að ef mikið liggur við þá má svefn bíða þar til tækifæri gefst. Óþarfi að velta slíkum smámunum fyrir sér.
Óska Gunnari til hamingju með glæsilegan árangur, ég bjóst reyndar aldrei við öðru af honum.
22.12.2005 at 23:54 #533628Þetta er glæsilegt hjá Gunna ,
Mínar bestu Heillaóskir sendi ég honum og
öllum jeppamönnum .
Þórir og Hrollurinn.
23.12.2005 at 00:31 #533630Glæsilegt hjá Gunna enda listasmíði Icecool trukkurinn!!!!
Jólakveðjur,
Davíð Dekkjakall
23.12.2005 at 10:52 #533632Mig minnir að ég heyrði það á Discovery rásinni (sem ég horfi mikið á) að það sé meira súrefni í andrúmsloftinu á pólunum og því þurfa menn minni svefn en ella.
Kv
Helgi
23.12.2005 at 11:24 #533634Gunni er sloppinn af pólnum. Flutningaflugvél fór í gær frá Chile til Patriot Hill að sækja kappann og trukkinn. Skv fréttum sem ég fékk í gærkvöldi leit út fyrir að hann kæmi heim á jóladag, en á Sudurland.net í dag segir að hann sé væntanlegur á íslenska grund kl. 16 á aðfangadag. Ekki veit ég hversu raunhæft er að smala jeppum saman á þeim tíma, út frá því má ætla að hann væri að fara í gegnum höfuðborgarsvæðið u.þ.b. kl. 18.
Ef þetta er málið finnum við bara aðra leið til að sýna hug okkar til afreksins.
Hjörtur, skipstjórajaxl eins og Gunni þurfa ekki að sofa ef því er að skipta. Ég gæti best trúað að þetta sé ekki fyrsta sinn sem hann vakir nokkra sólarhringa.
Kv – Skúli
23.12.2005 at 12:01 #533636
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það sem ég vil meina er að ekki er eðlilegt að vaka svona lengi í einu, er ekki málið bara að maðurinn hefur verið á einhverjum lyfjakokktel sem ekki er æskilegur?
Undirrtaður er starfsmaður í heilbrygðisgeira og veit að þetta er ekki eðlilegt.TIl að taka allann vafa af þá bara taka lyfjapróf af manninum
Hjörtur
23.12.2005 at 12:29 #533638auðvitað er það ekki “normalt“ að vaka í 3 sólahringa, en hvað er “normalt“ er það normalt að flytja nokkra tonna tröll á óbyggilegast útnára heims til þess að keira hann þar fram og til baka? Ég þekki Gunna ekkert, en ég efast um að hann sé einhver coco puffs og fransbrauðs snáði. Og eins og Skúli nefndi þá eru gömlu sjóhundarnir ekki óvanir að vaka ef mikið stendur til. Þekki það vel sjálfur! Var á einni netagaleiðunni í 5 ár. Bara frábært afrek hjá honum og bestu hamingju óskir með tvöfalt heimsmet.
kv Svavar.
23.12.2005 at 12:55 #533640er ekki bara málið að heiðra hann með nærveru okkar meðfram Rauðavatni þegar hann kemur um kl: 18:00 á Aðfangadag ?
Jóla kveðja
Kalli
23.12.2005 at 13:25 #533642hversu marga heldur þú að þú fengir til þess á þeim tíma ?????????
23.12.2005 at 13:56 #533644Eru þetta af svefninum hans Gunnars hjá þér,það er ekkert tiltökumál að vaka í 3 daga ef þurfa þykir.
Ef að þú ert í heilbrigðisgeiranum þá ættir þú að hafa meiri áhyggjur af unglæknum á vakt en þess í stað eru meiri áhyggjur af reyndum sjóhundi sem eflaust hefur komist áður í svona vöku.
með klukkutíma kríu er hægt að komast óvenjulengi áfram og adreanlini + kjarnmiklum mat einu saman,einnig kemur sá tími að þú yfirstígur þreytuna og getur haldið nokkuð lengi áfram.
Jólakveðjur Jóhannes
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.