This topic contains 125 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Már Gauksson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.11.2005 at 15:54 #196692
AnonymousNú ætti að fara að styttast í að sex hjóla Fordinn „Ice Challanger“ (IceCool) komi til Suðurskautsins. Ég rakst á þessa heimasíðu sem fjallar um þennan leiðangur.
Veit einhver um hvernig gengið hefur hingað til hjá leiðangrinum? Spennandi ferðalag sem verður vonandi hægt að fylgjast með á vefnum.ÓE
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.12.2005 at 11:57 #533526
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er síðasta staðsetning (12/12/2005 11:05:00 AM) 89.887S 107.935W. Þannig að það eru um 12,5km eftir á pólinn. Þeim miðar hægar …ætli þeir séu komnir í einhvern sparakstur?
ÓE
12.12.2005 at 12:36 #533528Komir samkvæmt mbl.is.
kv
Rúnar
12.12.2005 at 12:45 #533530Hvaða heimildarmenn eru þeir með? samkvæmt official síðunni eiga þeir 9km eftir.
12.12.2005 at 12:46 #533532"1 km. eftir á Pólinn
Við vorum rétt í þessu að fá símtal frá Arngrími Hermannssyni sem ræddi við Leonie á skrifstofu leiðangursins í London. Fyrir um 10 mínútum var innan við 1 kílómetri eftir á Pólinn. Þannig að við getum bókað leiðangurslok og heimsmet sem fer í bækur Guinness.
Arngrímur fær að hringja í leiðangurinn þegar staðfest hefur verið að markinu sé náð og fáum við símtal frá honum samstundis og hann hefur fréttir að færa. "
Af suðurland.is
kv
Rúnar
12.12.2005 at 12:52 #533534Flottastur, ekki spurning
12.12.2005 at 12:55 #533536Við eigum núna samkvæmt heimsmetabók Guinness bestu jeppa í heimi 😉
Til hamingju Gunni Cool og co
kv, Ásgeir
12.12.2005 at 12:57 #533538ÍSLAND BEST Í HEIMI.
Glæsilegt hjá þeim félögum. Veit einhver hver heildartímin var?
Hilmar Örn
12.12.2005 at 13:01 #53354069 klst
12.12.2005 at 13:05 #53354269:32 kl.
12.12.2005 at 13:24 #533544Hvert verður farið í næstu nýliðaferð.
kv. vals.

12.12.2005 at 13:40 #533546Sælir félagar
Þetta var flott hjá Gunna og félögum.
Kanski styttist í það að við getum farið keyrandi yfir á Grænland og áfram yfir að Hellulandi eins og Leifur gerði á sínum tíma.
Þeir segja að Gólfstraumurinn sé farin að gefa sig og kólnun framundan og jafnvel íöld.
kveðja gundur
12.12.2005 at 14:13 #533548Þessari staðsetningu náðu þeir kl. 13:03 þann 12/12. Til hamingju Gunni og félagar
Kveðja Þórarinn G.
12.12.2005 at 15:04 #533550Þetta er virkilega glæsilegur árangur hjá þeim félögum,ég óska þeim innilega til hamingju með þetta.
Ég ber virðingu fyrir svona mönnum því
Það þarf mikinn kjark til að leggja í svona leiðangur einbíla eins og þeir gera.
Góða ferð til baka.Kveðja,
Halldór Sveinsson (Glanni)
12.12.2005 at 15:29 #533552Ég óska Gunnari innilega til hamingju með glæsilegt heimsmet og vel heppnaðan leiðangur.
Munum allir að heimsmetið var sett á FORD
Það er viðeigandi að það komist að hérna.Kveðja og með von um velheppnaða heimför. Ragnar Karl Gústafsson.
12.12.2005 at 15:40 #533554Það er glæsilegt metið hans Gunna og co og til hamingju með þetta, ekki amalegt að fá í sömu vikuni heimsmet og alheimsfegurðardrottningu og undirstrikar bara að við Íslendingar erum bestir í því sem við ættlum okkur.Freysi ætti að vera stoltir hann og félagar lögðu grunninn að þessu glæsilega meti.
Hvað kemur næst????
KvKlakinn
12.12.2005 at 17:02 #533556óska Gunnari til hamingju með snildar heimsmet og góðan leiðangur.
Moggi minn þetta er bara eitt af því sem þú átt eftir að læra
"þegar þarf að fara í alvöru ferðir, þá þarf að vera á alvöru bílum" ekki dóti.Subbi
12.12.2005 at 19:19 #533558
12.12.2005 at 19:43 #533560bíllinn er Ford maðurinn er Gunnar en hvaðan koma dekkin

kv Ási
12.12.2005 at 20:43 #533562allavega að óska Gunna, áhöfninni, dekkjunum og mafíunni og öllum öðrum sam að þessu stóðu til hamingju og íslenskum jeppabreytingarköllum öllum til hamingu með þennan flotta árangur. Ofsi
12.12.2005 at 20:44 #533564Ég er þvílíkt stoltur af Gunna Egils að klára þetta svona með stæl. Auðvitað finnst mér ég og fleiri heimskautafarar eiga töluvert í þessu meti hans Gunna. Bæði því við fórum á Suðurskautslandið og svo hefur maður reynt að miðla af reynslunni til Gunna. En af því að maður þekkir aðstæður þá veit ég hversu mikið afrek þetta er hjá Gunna því ekki bara að keira þangað heldur líka að leiðangurinn stendur og fellur með honum einum því hann er einn Íslendingur sem þekkir bílinn og getur ekið. og ef eitthvað klikkar sem er ekki óalgengt við svona aðstæður þá stendur Gunni einn í því. það er því mikið álag á Kallinum bæði andlega og líkamlega og þarf afreksmann á mörgum sviðum til að standa í slíku.
þetta sýnir líka hversu langt jeppamenn á íslandi eru komnir í að útbúa jeppa til að nota við erfiðustu aðstæður í heimi.
Til hamingju Gunni
Kv. Freyr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
