This topic contains 125 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Már Gauksson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.11.2005 at 15:54 #196692
AnonymousNú ætti að fara að styttast í að sex hjóla Fordinn „Ice Challanger“ (IceCool) komi til Suðurskautsins. Ég rakst á þessa heimasíðu sem fjallar um þennan leiðangur.
Veit einhver um hvernig gengið hefur hingað til hjá leiðangrinum? Spennandi ferðalag sem verður vonandi hægt að fylgjast með á vefnum.ÓE
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.12.2005 at 14:23 #533486
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
IceChallanger er komi aftur til Patriot Hills eftir árangursríka æfinga og eldsneytisflutingaferð. Samkvæmt því sem stendur á myndinni hér fyrir neðan, þá á að leggja í hann í dag. Sjálvirki ferlunar búnaðurinn er orðinn virkur.
[url=http://www.icechallenger.co.uk/:36f6sc9s][img:36f6sc9s]http://www.icechallenger.co.uk/images/maps/091205_2.jpg[/img:36f6sc9s][/url:36f6sc9s]
Smellið á myndina til að fara á IceChallanger vefinn.
Current status of the team: 1 = All OK
ÓE
10.12.2005 at 01:11 #533488[img:3b882xk5]http://platform.novacom-services.com/novaserv/servlet/novaserv?idEtape=position&idEvent=showMap&noProxy=1134176745657&init=true&mapWidth=800&mapHeight=450[/img:3b882xk5]
æi, tókst ekki alveg !
10.12.2005 at 14:11 #533490HÉRNA er frétt sem er á mbl.is um leiðangurinn.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/fr … id=1172957
10.12.2005 at 15:28 #533492Eru þeir ekki búnir með um 700 kílometra af af leiðinni samkvæmt trakkinu? Hvað finnst ykkur?
kv ice
10.12.2005 at 15:34 #533494Sæl veriði.
Hvernig stendur á því að það er ekki meira fjallað um þessa ferð í íslenskum fjölmiðlum? Ein skitin grein á mbl.is er ekki merkileg umfjöllun. Hefði ekki verið hægt að útbúa svona "dagbók" eins og gert var fyrir Ungfrú alheim, þar sem hægt hefði verið að fylgjast með þessu á íslensku, og jafnvel fegnið að heyra skemmtilegar sögur af ferðinni frá Gunna? Hafa íslenski fjölmiðlar kannski ekki áhuga á jeppum og jeppamennsku nema þegar verið er að keyra ólöglega utanvegar? Ég hef ekkert séð né heyrt um þetta nema það sem kemur fram hér og svo á Icechallenge síðunni.
Kveðja
Ásgeir
10.12.2005 at 17:06 #533496Skv nýjustu staðsetningu eiga þeir 5 gráður eftir í pólinn og ef ég man rétt eru það 300 mín og það er 1 sjómíla í mín, eða 300 * 1.852 eða um 560 km, þannig að þetta virðist ganga mjög vel. Kveðja Heiðar
11.12.2005 at 12:11 #533498
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skv nýjustu staðsetningu eiga þeir um 270 km eftir þetta er bara að hafast .
kv Stefán
11.12.2005 at 18:55 #533500Allt að gerast hjá Suðurpólsförunum.
Kl 17:00 GMT eða fyrir 2 tímum síðan áttu þeir eftir um 220 km eftir á Suðurpólinn.
GG
11.12.2005 at 22:23 #533502Nálægt 1000km búnir. Glæsilegur árangur hingað til. Spennan magnast. Glæilegt að hafa íslenskan jeppa á pólnum.
11.12.2005 at 23:41 #533504Þeim virðist miða vel, um kl 22 áttu þeir eftir um 155 km á pólinn og hraðinn 17,3 km/klst. Þetta er að hafast, þetta verður mikill sigur fyrir íslenskar jeppabreytingar og það þarf að kynna sem víðast. Reyndar furða ég mig á áhugaleysi fjölmiðla, við 4×4 félagar verðum bara að taka þetta í okkar hendur í fyrramálið og hringja í alla fjölmiðlamenn og vekja athygli á þessu.
Snorri Ingimarsson
12.12.2005 at 08:32 #533506
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta var staðsetningin í morgun (12/12/2005 07:01:00) 89.513S 84.488W. Þannig að það eru 29 min eða um 54km eftir á pólinn. Ef gengur jafn vel og hingað til ætti metið að lyggja fyrir hádegi í dag.
ÓE
12.12.2005 at 08:40 #533508Kl 7:00 í morgun áttu þeir eftir um 55 km á Suðurpólinn og hraðinn um 14 km / klst svo þeir gætu verið komnir á áfangastað núna undir hádegi og þar með setja nýtt heimsmet. Virkilega spennandi að fylgjast með þessar stundirnar.
Kveðja, GG.
12.12.2005 at 10:03 #533510KL 9 VORU 11.1 KM eftir og ferða hraðinn 11.3 km/h.
Ætli þeir séu ekki byrjaðir að gera kampavínið klárt.
12.12.2005 at 10:15 #533512Ef ég les síðuna rétt, þá voru 34 km eftir klukkan 9:01. Hraðinn síðustu klukkutímana hafði verið rétt yfir 10 km/klst.
-Einar
12.12.2005 at 10:22 #533514Ef þettað hefur verið kl 9 eru þeir þá ekki komnir? ég held það hljóti að vera?
12.12.2005 at 10:29 #533516gæti verið að tímamismunur sé einhver
12.12.2005 at 10:38 #533518Er ekki tími frekar afstæður á svona stað. Þegar komið ér á "pólinn" getur maður skokkað á milli tímabelta 😉
-haffi
12.12.2005 at 10:47 #533520jú maður er ekki lengi að því, en þessi síða er örugglega úti í bretlandi…er þá ekki 1 tíma mismunur?
12.12.2005 at 10:55 #533522Ef þið loggið ykkur inn á kortakerfið, þá eru allir tímar þar á GMT (eins og við), eða eiga að vera það. Virðast nú reyndar ekki alveg réttir þar.
Tíminn er náttúrulega frekar afstæður þarna. Núna er t.d. dagur þarna og verður næstu mánuðina…
kv
Rúnar.
12.12.2005 at 11:27 #533524Rétt hjá eik 33km eftir kl 9. En þetta er alveg að hafast núna.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
