This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Steinmar Gunnarsson 13 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Ég var rétt í þessu að uppgötva þá allra heimskulegustu hönnun í fjöðrunarbúnaði sem ég hef nokkurn tímann hnotið um.
Galloper-fjósið mitt, sem er víst ansi nákvæm eftirlíking af Pajero, var komið með töluvert slag í aftari-efri-innviðgrind-fóðringu í klafanum. Í einfeldni minni gerði ég ráð fyrir að þetta væri einhvert snilldarsystem, sem ég hef samviskusamlega smurt af og til síðan ég eignaðist gripinn.
Ályktunin um snilldarsystem var algerlega röng, þar sem „fóðringin“ er gengja.
Hverskonar andskotans hálfvitaskapur er það að nota venjulega gengju sem slitflöt? Þetta er ekki einusinni trapizugengja(sem gæti hugsanlega virkað í svona)?
Þetta þýðir náttúrulega ekkert annað en endurhönnun á draslinu í mínu tilfelli. Renna burt gengjurnar og fóðra upp með koparslíf og endaslagsskinnum.Hvernig er það, er þetta svona í frumgerðinni (Pajero)? Hafa menn ekkert lent í veseni með svona dót? Er þetta kannski svona í fleiri bílum?
Það væri gaman að heyra reynslusögur af svona dóti og hvernig menn hafa fixað þetta hingað til.
kkv
Grímur
You must be logged in to reply to this topic.