This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Lárus Rafn Halldórsson 15 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Hvernig er það, nú þarf að fara að skrá alla aftanívagna… hvaða reglur gilda um kerrur í dag sem maður þarf að hafa á hreinu til að fá þetta skráð? ég þarf að skrá eina kerru sem er undir 750 kíló og bremsulaus en ég smíðaði allt sjálfur, þar með talið öxulinn. þarf maður nokkuð að fá eitthvað EU vottorð á þetta til að koma þessu í gegn?
eins hef ég heyrt einhverjar sögur um að maður þurfi að skila reikningum fyrir efni og reikna sér laun við smíðina og greiða virðisauka eða aðra vitleysu til að fá þetta skráð, er það rétt?
ég er að smíða mér aðra lokaða kerru sem verður yfir 750 kíló í heild með burði, hún verður með bremsum og ég ætla að smíða hana á svipaðan hátt og ég gerði með þá litlu, s.s. allt sjálfur. Er eitthvað meira sem þarf að uppfylla þar en þessa ljósaskyldu og bremsur?
væri gaman ef einhver hellti hér úr viskubrunni sínum um þessi mál.
You must be logged in to reply to this topic.