Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › heimagerð loftpressa
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Már Einarsson 14 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.05.2010 at 00:22 #212801
góðan daginn ég er að velta fyrir mér hvort það sé hægt að búatil loftpressu úr bíl vél ??
með því að loka fyrir pústið og setja slöngur á kertin og eihvað aðeins meiravenjulegar loftpresur 1 stimpla eru jú með stimpil og hringa og olíu í botninum
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.05.2010 at 01:04 #694122
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Pottþétt hægt. Bara spurning um nógu öflugan mótor til að snúa draslinu.
20.05.2010 at 01:48 #694124ég nota bara 3fasa mótor af sogdælu eða súðurkunarblásara eða eihvað sniðugt sem maður fynur
20.05.2010 at 15:54 #694126Minnir að einn eldri vinnufélagi minn hafi einhvern tímann minnst á að willis eða eitthvað svoleiðins (kannski austantjalds) hafi fylgt stútur sem skrúfaður var inn á kertagat og notað sem loftpressa í dekk. Kannski hefur mig bara dreymt það. Allavega má nota pústið þegar annað er ekki í boði sem pressu enda mótor í bíl ekkert annað en risastór loftpressa.
20.05.2010 at 17:50 #694128ég er að huksa um að gera þetta svona
nota 2.4D mótor úr hilux og loka fyrir útblástursventlana þannig að knastásin geti ekki opnað þá taka og olíuverkið burtu ef það er hægt með stitri reim svo að nota 1/2 hestabls mótor eða 2 hestabla svo bara festa þetta í rama sem þarf að smíða og fyna góðan forða kútt
20.05.2010 at 19:50 #694130[quote="sindri thorlacius":bzcko664]ég er að huksa um að gera þetta svona
nota 2.4D mótor úr hilux og loka fyrir útblástursventlana þannig að knastásin geti ekki opnað þá taka og olíuverkið burtu ef það er hægt með stitri reim svo að nota 1/2 hestabls mótor eða 2 hestabla svo bara festa þetta í rama sem þarf að smíða og fyna góðan forða kútt[/quote:bzcko664]Finnst þetta ágætis hugmynd svona í prinsipp.
Það væri lang, lang einfaldast að nota eingöngu þjappslagið í vélinni, þá myndirðu taka loftið út um glóðarkertagötin og þyrftir ekki að breyta neinum ventlum eða neitt. Setja síðan einstefnuloka þannig að loftið færi ekki til baka inn á vélina.
Held samt að loftpressa með 2.4 lítra slagrými þyrfti lágmark 10-15 KW mótor til að hún sé nothæf. Þá ertu kominn út í stjörnu/þrýhyrnings ræsingu. En þetta yrði nokkuð afkastamikil loftpressa vinur.
Kanski væri flottast að láta vélina bara ganga á 2 strokkum og nota hina 2 fyrir loftpressu. myndi kanski eyða svona 10 lítrum/klst undir álagi en það væri líka 40 hestafla loftpressa.
21.05.2010 at 00:24 #694132já þú seigir það en er ekki bara hálvur sigur að nota eingöngu þjappslagið í vélinni. væri ekki afkasta meira að nota bæði þjappslag og útblástursslag. svo seigiru að taka loftið út um glóðarkertagötin skiftir það máli hvort það er tekið út um spýsagötin eða glóðarkertagötin ég hefði reindar ekki haldið það
svo þetta með mótor þá eigum við 11kw mótor ég held 15 hestöpl 3 fasa með 2gíra upp gírun ætli það dugi ekki
viltu svo aðeis útskíra fyrir mér þetta stjörnu/þrýhyrnings ræsing
kv Sindri
21.05.2010 at 18:58 #694134Ég ætla ekki að vera að segja mönnum hvernig á að gera þetta. Vildi bara koma með innlegg í umræðuna því mér finnst þetta sniðug hugmynd.
[quote="sindri thorlacius":1y4mhkv8]já þú seigir það en er ekki bara hálvur sigur að nota eingöngu þjappslagið í vélinni.[/quote:1y4mhkv8]
Ef þú notar þjappslagið inn á kút, þá verður útblástursslagið frekar magnlítið hvort sem er.
[quote="BragiG":1y4mhkv8]svo seigiru að taka loftið út um glóðarkertagötin skiftir það máli hvort það er tekið út um spýsagötin eða glóðarkertagötin ég hefði reindar ekki haldið það [/quote:1y4mhkv8]
Það er satt, betra að nota spíssagötin.
[quote="BragiG":1y4mhkv8]viltu svo aðeis útskíra fyrir mér þetta stjörnu/þrýhyrnings ræsing[/quote:1y4mhkv8]
Það stendur í kennslubókum að ef mótor er stærri en 5 Kw þá þarf stjörnu/þrýhyrningsræsingu. Googlaðu þetta. Ræsistraumur á svona mótor er margfaldur notkunarstraumur.Góðar stundir.
21.05.2010 at 20:12 #694136Í mínum huga er aðeins ein leið til að framkvæma þetta. Vandamálið felst í þjappslaginu sem er annaðhvert slag þannig að annar hver hringur á snúningnum fer til spillis og gerir í raun ekkert annað að en að sóa orku. Það sem þú þarft að gera er að taka kambásinn í burtu og fá slakari gorma á ventlana, gorma, sem leyfa ventlinum að opnast af sjálfu sér þegar stimpillinn fer niður og sogar loftið þar af leiðandi inn á cylenderinn. Svo þegar hann fer upp lokast fyrir og þá blæs hann upp um ventlagatið og inn á kút eða whatever sem þú kýst að leiða loftið í. Á þennan hátt ertu kominn með fjögurra cylendra lofpressu sem er að skila þjöppu á öllum cylendrum í hverjum hring. Held að það væri líka gott að bora út kertagatið í sverara bor til að auðvelda flutning loftsins frá cylendrunum, (sverari leiðsla, meiri flutningur) og þannig ættir þú að vera kominn með verulega öfluga loftpressu. Kv. Logi Már.
21.05.2010 at 21:30 #694138Gleymdi,,,, setja einstreymisloka á útblásturinn,, L.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.